Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 24. september 2025 13:30 Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar