Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar 25. september 2025 11:00 Greining er eins og að setja nafn á sjúkdóm án þess að ávísa meðferð. Hún skýrir vandann en leysir hann ekki. Í skólakerfinu höfum við náð langt í að finna nöfnin, ADHD, lesblinda, málþroskaröskun o.fl. en alltof stutt í að skapa úrræði sem breyta daglegu lífi barnanna. Börn eru mæld, prófuð og flokkuð og við fáum sífellt nákvæmari hugtök til að lýsa þeim erfiðleikum sem þau standa frammi fyrir. Það er vissulega mikilvægt að hafa tæki til að greina námsörðugleika, þau geta veitt skýringu og stundum opnað leið að stuðningi. En það sem vekur áhyggjur er að við virðumst of oft stoppa þar. Þegar greiningin liggur fyrir og er komin í möppu eða tölvukerfi, þá dofnar ákallið um að bregðast við í kennslustofunni. Það er eins og meginmarkmiðið sé að nefna erfiðleikann en ekki að leysa hann. Við segjum „þetta barn er með ADHD“ eða „þetta barn er með lesblindu“, en það fylgir engin skýr leiðbeining um hvað kennarinn á að gera næst. Foreldrar sitja uppi með skýrslu, kennarar með lista yfir greiningar í bekknum, en það sem vantar eru skrefin frammávið sem nýtast í daglegu starfi. Þessi áherslubreyting birtist í menningu kerfisins. Það er fjárfest í prófum og mælitækjum og það er settur mikill tími í að staðla og greina. Lausnirnar fá hins vegar oft lítið rými. Það er sjaldan hluti af samtalinu að hver greining kalli sjálfkrafa á stuðningsáætlun sem er hnitmiðuð, framkvæmanleg og lifandi í skólastofunni. Það er eins og við teljum að greiningin sjálf sé svar við vandanum þegar hún ætti aðeins að vera upphafið. Þessi nálgun hefur afleiðingar. Börn finna fljótt hvort greiningin breytir einhverju í þeirra skólagöngu eða ekki. Ef ekkert gerist, ef ekkert nýtt er reynt, þá verður greiningin að stimpilmerki fremur en tækifæri. Hún segir barninu hvað það heitir í flokkunarkerfinu, en hún segir ekki hvernig það getur lært á eigin forsendum. Þannig er hætta á að sjálfsmynd barnsins mótist af veikleikanum einum í stað þess að lausnirnar kalli fram styrkleikana. Foreldrar standa líka oft eftir ráðalausir. Þau fá niðurstöðu en ekki skýrar leiðbeiningar um hvað þau geti gert til að styðja barnið heima. Þau spyrja sig hvernig hjálpum við honum með heimanámið? Hvernig nýtum við styrkleika hennar? Of oft fá þau engin svör. Og kennarar eru oft í sömu stöðu. Þeir fá upplýsingar um greiningu en ekki tæki eða aðferðir til að nýta í kennslu. Þannig verður greiningin að byrði frekar en stuðningi, hún segir að eitthvað sé að en hún segir ekki hvernig eigi að mæta því. Við þurfum að spyrja okkur, hvers vegna er þetta svona? Af hverju hefur greiningin sjálf hlotið meira vægi en lausnirnar? Er það vegna þess að greiningin er mælanleg og hægt að setja hana í skýrslu á meðan lausnirnar eru flóknari og krefjast sveigjanleika? Er það vegna þess að kerfin okkar eru hönnuð til að safna gögnum en síður til að aðlaga kennsluhætti? Hver sem skýringin er þá er ljóst að jafnvægið er rangt. Greining getur verið gagnleg, en hún breytir engu ein og sér. Það sem skiptir máli er hvort lausnir fylgja í kjölfarið. Lausnir sem ekki aðeins mæta vanda barnsins, heldur byggja það upp, kalla fram styrkleika þess og kveikja nýja von um að það geti blómstrað. Lausnir sem kennarar geta gripið til strax í kennslustund og sem foreldrar geta notað heima til að styðja við nám barnsins. Það er í þessum lausnum sem vonin býr, ekki í orðinu sjálfu sem greiningin gefur. Þetta er líka spurning um forgangsröðun. Við setjum mikinn tíma, orku og fjármuni í að þróa ný próf, staðla mælitæki og uppfæra flokkunarkerfi. En hvað ef við setjum sömu orku í að þróa einfaldar aðferðir sem hægt er að kenna öllum kennurum? Aðferðir sem gera þeim kleift að mæta fjölbreyttum þörfum barna án þess að þurfa sérfræðipróf í hverri greiningu. Það væri raunveruleg breyting og það myndi hjálpa öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa fengið greiningu. Börn læra ekki af greiningu. Þau læra af kennslu sem mætir þeim á þeirra forsendum. Og kennarar kenna ekki betur við það að fá stimpil á barnið eða greiningu á blað. Þeir kenna betur þegar þeir hafa lausnir sem virka. Við verðum að snúa þessu við. Greiningar eiga ekki að vera markmið heldur tæki. Þær eiga að vísa okkur á næstu skref, ekki vera lokapunktur. Ef svo fer er hættan sú að kerfið okkar verði framúrskarandi í að skilgreina erfiðleika barna, en ófullnægjandi í að veita þeim raunverulega aðstoð til úrbóta. Börnin okkar eiga betra skilið. Foreldrar og kennarar eiga betra skilið. Við þurfum að leggja jafnmikla vinnu í lausnir og við leggjum í greiningar. Svarið ætti að vera augljóst, lausnirnar skipta máli. Þær eru það sem breytir daglegu lífi barnsins, sem gerir kennurum kleift að kenna og foreldrum kleift að styðja við barnið. Lausnirnar eru það sem gefa von. Greiningin getur verið byrjunin, en án lausna er hún aðeins orð á blaði. Ef við viljum raunverulega breyta menntakerfinu, þurfum við að spyrja okkur, í hvert skipti sem ný greining bætist í möppuna, hvaða lausn fylgir með? Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Greining er eins og að setja nafn á sjúkdóm án þess að ávísa meðferð. Hún skýrir vandann en leysir hann ekki. Í skólakerfinu höfum við náð langt í að finna nöfnin, ADHD, lesblinda, málþroskaröskun o.fl. en alltof stutt í að skapa úrræði sem breyta daglegu lífi barnanna. Börn eru mæld, prófuð og flokkuð og við fáum sífellt nákvæmari hugtök til að lýsa þeim erfiðleikum sem þau standa frammi fyrir. Það er vissulega mikilvægt að hafa tæki til að greina námsörðugleika, þau geta veitt skýringu og stundum opnað leið að stuðningi. En það sem vekur áhyggjur er að við virðumst of oft stoppa þar. Þegar greiningin liggur fyrir og er komin í möppu eða tölvukerfi, þá dofnar ákallið um að bregðast við í kennslustofunni. Það er eins og meginmarkmiðið sé að nefna erfiðleikann en ekki að leysa hann. Við segjum „þetta barn er með ADHD“ eða „þetta barn er með lesblindu“, en það fylgir engin skýr leiðbeining um hvað kennarinn á að gera næst. Foreldrar sitja uppi með skýrslu, kennarar með lista yfir greiningar í bekknum, en það sem vantar eru skrefin frammávið sem nýtast í daglegu starfi. Þessi áherslubreyting birtist í menningu kerfisins. Það er fjárfest í prófum og mælitækjum og það er settur mikill tími í að staðla og greina. Lausnirnar fá hins vegar oft lítið rými. Það er sjaldan hluti af samtalinu að hver greining kalli sjálfkrafa á stuðningsáætlun sem er hnitmiðuð, framkvæmanleg og lifandi í skólastofunni. Það er eins og við teljum að greiningin sjálf sé svar við vandanum þegar hún ætti aðeins að vera upphafið. Þessi nálgun hefur afleiðingar. Börn finna fljótt hvort greiningin breytir einhverju í þeirra skólagöngu eða ekki. Ef ekkert gerist, ef ekkert nýtt er reynt, þá verður greiningin að stimpilmerki fremur en tækifæri. Hún segir barninu hvað það heitir í flokkunarkerfinu, en hún segir ekki hvernig það getur lært á eigin forsendum. Þannig er hætta á að sjálfsmynd barnsins mótist af veikleikanum einum í stað þess að lausnirnar kalli fram styrkleikana. Foreldrar standa líka oft eftir ráðalausir. Þau fá niðurstöðu en ekki skýrar leiðbeiningar um hvað þau geti gert til að styðja barnið heima. Þau spyrja sig hvernig hjálpum við honum með heimanámið? Hvernig nýtum við styrkleika hennar? Of oft fá þau engin svör. Og kennarar eru oft í sömu stöðu. Þeir fá upplýsingar um greiningu en ekki tæki eða aðferðir til að nýta í kennslu. Þannig verður greiningin að byrði frekar en stuðningi, hún segir að eitthvað sé að en hún segir ekki hvernig eigi að mæta því. Við þurfum að spyrja okkur, hvers vegna er þetta svona? Af hverju hefur greiningin sjálf hlotið meira vægi en lausnirnar? Er það vegna þess að greiningin er mælanleg og hægt að setja hana í skýrslu á meðan lausnirnar eru flóknari og krefjast sveigjanleika? Er það vegna þess að kerfin okkar eru hönnuð til að safna gögnum en síður til að aðlaga kennsluhætti? Hver sem skýringin er þá er ljóst að jafnvægið er rangt. Greining getur verið gagnleg, en hún breytir engu ein og sér. Það sem skiptir máli er hvort lausnir fylgja í kjölfarið. Lausnir sem ekki aðeins mæta vanda barnsins, heldur byggja það upp, kalla fram styrkleika þess og kveikja nýja von um að það geti blómstrað. Lausnir sem kennarar geta gripið til strax í kennslustund og sem foreldrar geta notað heima til að styðja við nám barnsins. Það er í þessum lausnum sem vonin býr, ekki í orðinu sjálfu sem greiningin gefur. Þetta er líka spurning um forgangsröðun. Við setjum mikinn tíma, orku og fjármuni í að þróa ný próf, staðla mælitæki og uppfæra flokkunarkerfi. En hvað ef við setjum sömu orku í að þróa einfaldar aðferðir sem hægt er að kenna öllum kennurum? Aðferðir sem gera þeim kleift að mæta fjölbreyttum þörfum barna án þess að þurfa sérfræðipróf í hverri greiningu. Það væri raunveruleg breyting og það myndi hjálpa öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa fengið greiningu. Börn læra ekki af greiningu. Þau læra af kennslu sem mætir þeim á þeirra forsendum. Og kennarar kenna ekki betur við það að fá stimpil á barnið eða greiningu á blað. Þeir kenna betur þegar þeir hafa lausnir sem virka. Við verðum að snúa þessu við. Greiningar eiga ekki að vera markmið heldur tæki. Þær eiga að vísa okkur á næstu skref, ekki vera lokapunktur. Ef svo fer er hættan sú að kerfið okkar verði framúrskarandi í að skilgreina erfiðleika barna, en ófullnægjandi í að veita þeim raunverulega aðstoð til úrbóta. Börnin okkar eiga betra skilið. Foreldrar og kennarar eiga betra skilið. Við þurfum að leggja jafnmikla vinnu í lausnir og við leggjum í greiningar. Svarið ætti að vera augljóst, lausnirnar skipta máli. Þær eru það sem breytir daglegu lífi barnsins, sem gerir kennurum kleift að kenna og foreldrum kleift að styðja við barnið. Lausnirnar eru það sem gefa von. Greiningin getur verið byrjunin, en án lausna er hún aðeins orð á blaði. Ef við viljum raunverulega breyta menntakerfinu, þurfum við að spyrja okkur, í hvert skipti sem ný greining bætist í möppuna, hvaða lausn fylgir með? Höfundur er mannvinur og kennari.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun