Sport

Dag­skráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og bar­áttan í Bestu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Barist verður á mörgum vígstöðvum í dag.
Barist verður á mörgum vígstöðvum í dag.

Nú er mikilvægt að setja ný batterí í fjarstýringuna því dagskráin er stútfull á íþróttarásum Sýnar og flakka þarf á milli stöðva til að sjá allt stuðið. DocZone-ið heldur sem betur fer utan um allt það helsta.

Veislan hefst klukkan 11:00 þegar Ryder bikarinn byrjar og hálftíma síðar tekur Brentford á móti Manchester United, á sama tíma og Coventry tekur á móti Íslendingaliðinu Birmingham.

Klukkan 13:40 hefjast svo nokkrir stórleikir. Liverpool, Chelsea og Manchester City spila öll á sama tíma og tveir leikir fara fram í Bestu deildinni, þeirra á meðal fallbaráttuslagur ÍA og KR.

Síðdegis klukkan 16:30 verður einnig boðið upp á frábæra leiki og spennan mun magnast fram eftir kvöldi.

Klukkan 19:00 verður komið að meistaraleik kvenna í körfubolta og úrslitastund í Bestu deild kvenna, á sama tíma og Ryder bikarinn tekur síðustu högg dagsins.

Dagskránna í heild sinni má finna hér fyrir neðan.

Sýn Sport

11:10 - Brentford og Manchester United mætast í ensku úrvalsdeildinni.

13:40 - DocZone fylgist með öllu því sem um er að vera í íþróttunum.

16:20 - Nottingham Forest og Sunderland mætast í ensku úrvalsdeildinni.

18:35 - Laugardagsmörkin fara yfir öll helstu atvikin úr enska boltanum.

18:55 - Tottenham tekur á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Sýn Sport 2

13:40 - Crystal Palace og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni.

Sýn Sport 3

13:40 - Chelsea og Brighton mætast í ensku úrvalsdeildinni.

Sýn Sport 4

11:00 - Ryder Cup

15:00 - Ryder Cup

19:00 - Ryder Cup

Sýn Sport Ísland

13:45 - ÍA og KR mætast í Bestu deildinni.

19:05 - Haukar og Njarðvík mætast í meistaraleik kvenna í körfubolta.

Sýn Sport Ísland 2

19:05 - Fram og FHL mætast í Bestu deildinni.

21:20 - Bestu mörkin gera upp fyrstu umferðina eftir skiptingu Bestu deildar kvenna.

Sýn Sport Ísland 3

13:50 - FH og Breiðablik mætast í Bestu deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×