Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 29. september 2025 07:01 Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun