Handbolti

Sex marka tap í fyrsta Evrópu­leik Sel­fyssinga

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr Leik Selfoss í Olís-deildinni
Úr Leik Selfoss í Olís-deildinni Vísir/Viktor Freyr

Kvennalið Selfoss skrifaði sig í sögubækurnar í dag þegar liðið lék sinn fyrsta Evrópuleik í handbolta en liðið sótti AEK Aþenu heim í Grikklandi.

Selfyssingar áttu á brattan að sækja í dag og lentu tíu mörkum undir um miðjan seinni hálfleik, 24-14. Ágætis lokakafli lagaði þó stöðuna svolítið til en Selfoss skoraði síðustu tvö mörkin í leiknum sem lauk með sex marka sigri heimakvenna, 32-26.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst í liði Selfoss með fimm mörk líkt og Ída Bjarklind Magnúsdóttir.

Liðin mætast aftur á Selfossi þann 5. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×