Fótbolti

Að­eins sá sjö­tti til að skora tvö sjálf­mörk í einum leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Maxime Esteve vill eflaust gleyma leiknum í dag sem fyrst
Maxime Esteve vill eflaust gleyma leiknum í dag sem fyrst Vísir/Getty

Það gerist ekki á hverjum degi að leikmenn skori tvö sjálfsmörk í einum og sama leiknum og raunar hefur það aðeins gerst sex sinnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Maxime Esteve varð í gær sá sjötti til að afreka það.

Esteve er leikmaður Burnley en liðið tapaði 5-1 gegn Manchester City í dag þar sem Esteve stýrði boltanum tvívegis í rangt mark.

Þetta var í sjötta sinn sem leikmaður skorar tvö sjálfsmörk í ensku úrvalsdeildinni í sama leiknum en það var enginn annar en Jamie Carragher sem reið á vaðið þegar Liverpool tapaði 2-3 gegn Manchester United á Anfield í september 1999. Carragher skoraði alls sjö sjálfmörk á ferlinum, sem er það næst mesta sem nokkur hefur skorað í rangt mark í ensku deildinni.

Ein versta sjálfsmarkaframmistaða í sögu deildarinnar hlýtur þó að falla framherjanum Jonathan Walters í skaut sem gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö sjálfsmörk og brenndi svo af víti þegar Stoke tapaði 0-4 gegn Chelsea á heimavelli 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×