Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 29. september 2025 09:01 Fyrr í mánuðinum lögðum við í Framsókn til að Reykjavíkurborg yrði aðili að verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem er hluti af alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Þátttaka í verkefninu felur í sér markvissa og kerfisbundna innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skuldbindingu um að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Borgin hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmálinn er innleiddur í leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Með þátttöku í verkefninu væri stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Hvers vegna skiptir máli að verða Barnvænt sveitarfélag? Það er þannig að flest, ef ekki allt, í borginni snertir líf barns. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Við segjum oft að gæði samfélags séu mæld eftir því hvernig við hlúum að börnum okkar. Þetta er ekki bara falleg setning heldur prófsteinn á manngildi okkar og forgangsröðun. Þegar börnum líður vel þá líður samfélaginu vel og þegar börn finna að þau skipta máli og geti haft áhrif á þeirra nærsamfélag þá verður borgin betri og mennskari. Við eigum að gera allt sem við getum til að það sé gott að vera barn í Reykjavík. Börn eru ekki aðeins framtíðin, þau eru nútíðin. Þau lifa hér og nú í borginni okkar og upplifa daglega ákvarðanir borgarstjórnar. Allt sem borgin gerir, frá fjárhagsáætlunum til ákvarðana um skipulagsmál, hefur áhrif á börn. Þegar við ákveðum hvernig hverfi eru skipulögð, hvernig samgöngur eru hannaðar, hvernig þjónusta er veitt í skólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum þá upplifum við, sem teljumst fullorðin, það ekki með sama hætti og börn. Það sem fyrir okkur kann að vera lítið atriði í fjárhagsáætlun getur haft afgerandi áhrif á líf barns. Þess vegna skiptir máli að við hugum alltaf að því hverjar afleiðingar ákvarðana og þjónustu borgarinnar er á börn. Lengi býr að fyrstu gerð og þar á forgangsröðin að liggja. Afgreiðsla meirihluta borgarstjórnar í málinu felur í sér algjört metnaðarleysi Reykjavíkurráð ungmenna hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við það að Reykjavíkurborg hefji þá vegferð að verða Barnvænt sveitarfélag. Það segir okkur að þau vilja að við tökum hagsmuni þeirra alvarlega og hlustum á börn þegar við tökum ákvarðanir. Meirihluti borgarstjórnar virðist þó ekki vera sannfærður um ágæti verkefnisins. Raunar báru ræður meirihlutans með sér vanþekkingu á verkefninu og skort á vilja til að láta kné fylgja kviði þegar kemur að réttindum barna. Meirihlutinn hélt því fram að borgin væri nú þegar Barnvænt sveitarfélag og vísaði til tillögu sem samþykkt var árið 2014. Staðreyndin er þó sú að þróun á verkefninu Barnvænt sveitarfélög hófst ekki fyrr en árið 2016 og 18. nóvember 2019 í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samning um samstarf við félagsmálaráðuneytið við innleiðingu verkefnisins undir formerkjunum Barnvænt Ísland. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið ákvörðun um að verða Barnvænt sveitarfélag þótt tekin hafa verið skref í átt að innleiðingu barnasáttmálans í starf borgarinnar t.a.m. með ofangreindum réttindaskólum. Meirihlutinn segist vera hlynntur því að barnasáttmálinn sé markvisst og kerfislega innleiddur í Reykjavíkurborg en í stað þess sýna það í verki með því að samþykkja tillögu um þátttöku í verkefni sem snýr einmitt að því kom hann með breytingartillögu þess efnis að ávinningur verkefnisins verði skoðaður. Það vekur furðu að meirihlutinn átti sig ekki á augljósum ávinningi verkefnisins fyrir hagsmuni barna, líkt og fjölmörg sveitarfélög hafa gert bæði hérlendis og erlendis. En sennilega var málinu vísað áfram til frekari greiningar svo að meirihlutinn geti lagt málið aftur fram seinna sem sitt eigið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Hagsmunir barna eiga að vera í fyrsta sæti Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Samþykkt tillögunnar hefði verið tækifæri fyrir borgarstjórn Reykjavíkur að sameinast um að setja réttindi barna í forgang. Ekki vegna þess að í því felst ákveðin táknræn viðurkenning. Mun frekar vegna þess að í því fælist raunveruleg skuldbinding borgarinnar um að innleiða Barnasáttmálann með markvissum og kerfisbundnum hætti í stjórnsýslu og starfsemi Reykjavíkurborgar sem og að þverpólitísk samstaða um þátttöku í verkefninu væri yfirlýsing til barna í borginni um að þau skipta máli. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Það á ekki að skipta máli hvaðan gott kemur. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Réttindi barna Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum lögðum við í Framsókn til að Reykjavíkurborg yrði aðili að verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem er hluti af alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Þátttaka í verkefninu felur í sér markvissa og kerfisbundna innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skuldbindingu um að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Borgin hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmálinn er innleiddur í leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Með þátttöku í verkefninu væri stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Hvers vegna skiptir máli að verða Barnvænt sveitarfélag? Það er þannig að flest, ef ekki allt, í borginni snertir líf barns. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Við segjum oft að gæði samfélags séu mæld eftir því hvernig við hlúum að börnum okkar. Þetta er ekki bara falleg setning heldur prófsteinn á manngildi okkar og forgangsröðun. Þegar börnum líður vel þá líður samfélaginu vel og þegar börn finna að þau skipta máli og geti haft áhrif á þeirra nærsamfélag þá verður borgin betri og mennskari. Við eigum að gera allt sem við getum til að það sé gott að vera barn í Reykjavík. Börn eru ekki aðeins framtíðin, þau eru nútíðin. Þau lifa hér og nú í borginni okkar og upplifa daglega ákvarðanir borgarstjórnar. Allt sem borgin gerir, frá fjárhagsáætlunum til ákvarðana um skipulagsmál, hefur áhrif á börn. Þegar við ákveðum hvernig hverfi eru skipulögð, hvernig samgöngur eru hannaðar, hvernig þjónusta er veitt í skólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum þá upplifum við, sem teljumst fullorðin, það ekki með sama hætti og börn. Það sem fyrir okkur kann að vera lítið atriði í fjárhagsáætlun getur haft afgerandi áhrif á líf barns. Þess vegna skiptir máli að við hugum alltaf að því hverjar afleiðingar ákvarðana og þjónustu borgarinnar er á börn. Lengi býr að fyrstu gerð og þar á forgangsröðin að liggja. Afgreiðsla meirihluta borgarstjórnar í málinu felur í sér algjört metnaðarleysi Reykjavíkurráð ungmenna hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við það að Reykjavíkurborg hefji þá vegferð að verða Barnvænt sveitarfélag. Það segir okkur að þau vilja að við tökum hagsmuni þeirra alvarlega og hlustum á börn þegar við tökum ákvarðanir. Meirihluti borgarstjórnar virðist þó ekki vera sannfærður um ágæti verkefnisins. Raunar báru ræður meirihlutans með sér vanþekkingu á verkefninu og skort á vilja til að láta kné fylgja kviði þegar kemur að réttindum barna. Meirihlutinn hélt því fram að borgin væri nú þegar Barnvænt sveitarfélag og vísaði til tillögu sem samþykkt var árið 2014. Staðreyndin er þó sú að þróun á verkefninu Barnvænt sveitarfélög hófst ekki fyrr en árið 2016 og 18. nóvember 2019 í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samning um samstarf við félagsmálaráðuneytið við innleiðingu verkefnisins undir formerkjunum Barnvænt Ísland. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið ákvörðun um að verða Barnvænt sveitarfélag þótt tekin hafa verið skref í átt að innleiðingu barnasáttmálans í starf borgarinnar t.a.m. með ofangreindum réttindaskólum. Meirihlutinn segist vera hlynntur því að barnasáttmálinn sé markvisst og kerfislega innleiddur í Reykjavíkurborg en í stað þess sýna það í verki með því að samþykkja tillögu um þátttöku í verkefni sem snýr einmitt að því kom hann með breytingartillögu þess efnis að ávinningur verkefnisins verði skoðaður. Það vekur furðu að meirihlutinn átti sig ekki á augljósum ávinningi verkefnisins fyrir hagsmuni barna, líkt og fjölmörg sveitarfélög hafa gert bæði hérlendis og erlendis. En sennilega var málinu vísað áfram til frekari greiningar svo að meirihlutinn geti lagt málið aftur fram seinna sem sitt eigið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Hagsmunir barna eiga að vera í fyrsta sæti Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Samþykkt tillögunnar hefði verið tækifæri fyrir borgarstjórn Reykjavíkur að sameinast um að setja réttindi barna í forgang. Ekki vegna þess að í því felst ákveðin táknræn viðurkenning. Mun frekar vegna þess að í því fælist raunveruleg skuldbinding borgarinnar um að innleiða Barnasáttmálann með markvissum og kerfisbundnum hætti í stjórnsýslu og starfsemi Reykjavíkurborgar sem og að þverpólitísk samstaða um þátttöku í verkefninu væri yfirlýsing til barna í borginni um að þau skipta máli. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Það á ekki að skipta máli hvaðan gott kemur. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar