Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 08:29 Aftureldingarmenn fögnuðu með ungum aðdáendum eftir þriðja markið gegn KA í gær, í sigrinum mikilvæga. Sýn Sport Elmar Kári Enesson Cogic skoraði afar dýrmætt mark með ótrúlegum hætti fyrir Aftureldingu gegn KA í gær, beint úr hornspyrnu, í Bestu deildinni í fótbolta. Mörkin úr leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. Víkingar geta gjörsamlega stungið af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, með sigri gegn Stjörnunni í kvöld, eftir að Valsmenn töpuðu 2-0 gegn Fram í Úlfarsárdal í gær. Það var hinn brasilíski Fred sem skoraði bæði mörk Fram, hans fyrstu í sumar, og var það seinna afar laglegt. Valur og Stjarnan eru fjórum stigum á eftir Víkingi fyrir leikinn í kvöld en Fram tókst með sigrinum að jafna FH að stigum í 5.-6. sæti, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar þrjár umferðir eru eftir. Vestri er kominn í skelfileg mál eftir 5-0 risatap á heimavelli gegn ÍBV í gær, þar sem Hermann Þór Ragnarsson skoraði þrennu. Vestri er núna aðeins tveimur stigum frá fallsæti en ÍBV er aftur á móti komið upp fyrir KA og á toppinn í neðri hlutanum, eða í 7. sæti deildarinnar. Afturelding vann sinn fyrsta sigur síðan í júní, þegar liðið vann endurkomusigur gegn KA í gær, 3-2. Mosfellingar eru enn í fallsæti en komu KR á botninn með sigrinum og eru tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir með marki beint úr aukaspyrnu en Afturelding skoraði þrjú mörk á sex mínútna kafla, um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Hrannar Snær Magnússon skoraði fyrst eftir magnað einstaklingsframtak og Elmar Kári skoraði svo markið ótrúlega beint úr hornspyrnu, áður en Hrannar bætti svo við sínu öðru marki. Ívar Örn Árnason hleypti aftur spennu í leikinn á 85. mínútu en þar við sat. Besta deild karla Mest lesið Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Víkingar geta gjörsamlega stungið af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, með sigri gegn Stjörnunni í kvöld, eftir að Valsmenn töpuðu 2-0 gegn Fram í Úlfarsárdal í gær. Það var hinn brasilíski Fred sem skoraði bæði mörk Fram, hans fyrstu í sumar, og var það seinna afar laglegt. Valur og Stjarnan eru fjórum stigum á eftir Víkingi fyrir leikinn í kvöld en Fram tókst með sigrinum að jafna FH að stigum í 5.-6. sæti, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar þrjár umferðir eru eftir. Vestri er kominn í skelfileg mál eftir 5-0 risatap á heimavelli gegn ÍBV í gær, þar sem Hermann Þór Ragnarsson skoraði þrennu. Vestri er núna aðeins tveimur stigum frá fallsæti en ÍBV er aftur á móti komið upp fyrir KA og á toppinn í neðri hlutanum, eða í 7. sæti deildarinnar. Afturelding vann sinn fyrsta sigur síðan í júní, þegar liðið vann endurkomusigur gegn KA í gær, 3-2. Mosfellingar eru enn í fallsæti en komu KR á botninn með sigrinum og eru tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir með marki beint úr aukaspyrnu en Afturelding skoraði þrjú mörk á sex mínútna kafla, um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Hrannar Snær Magnússon skoraði fyrst eftir magnað einstaklingsframtak og Elmar Kári skoraði svo markið ótrúlega beint úr hornspyrnu, áður en Hrannar bætti svo við sínu öðru marki. Ívar Örn Árnason hleypti aftur spennu í leikinn á 85. mínútu en þar við sat.
Besta deild karla Mest lesið Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira