Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. september 2025 11:58 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldþrot Play koma til með að hafa áhrif. Vísir/Arnar Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur. Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“ Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“
Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira