Lífið samstarf

Eldhúspartý KVIK er á laugar­daginn

Rafha
Í tilefni af endurhönnuðum sýningarsal býður Rafha til allsherjar hönnunarveislu á Suðurlandsbraut 16 á laugardaginn
Í tilefni af endurhönnuðum sýningarsal býður Rafha til allsherjar hönnunarveislu á Suðurlandsbraut 16 á laugardaginn

Laugardaginn 4. október frumsýnir KVIK nýja eldhúslínu hannaða af Rikke Frost ásamt því að kynna fjölmargar aðrar spennandi nýjungar. 

Í tilefni af endurhönnuðum sýningarsal er öllum sem dreymir um nýtt eldhús og öðrum forvitnum boðið til einnar allsherjar hönnunarveislu. Matgæðingurinn Jói Fel mætir á svæðið og töfrar fram girnilega rétti sem gestir fá að smakka á og Fín Vín sér svo um að væta kverkarnar með vínkynningu. Allir kátir krakkar fá krapís úr nýju Ninja Slush Ice vélinni.

Margrét Þórhallsdóttir sölustjóri KVIK í Reykjavík

ALIGN frumsýnd

Hinn margverðlaunaði hönnuður Rikke Frost fékk þá áskorun að skapa algjörlega einstakt útlit fyrir nýjustu eldhúslínuna frá KVIK. Útkoman er ALIGN þar sem fágað samspil fegurðar og þæginda, láréttar línur og náttúrulegir tónar eru í aðalhlutverki.

Aligne línan hefur fágað yfirbragð

Margrét Þórhallsdóttir sölustjóri KVIK í Reykjavík segir að ALIGN sé: 

Djarft útspil sem vekur strax athygli fyrir frumleika og nýja nálgun.
Rikke Frost er hönnuðurinn á bak við Aligne línuna

KVIK húsgögn líta dagsins ljós

Í ár kynnir KVIK jafnframt til leiks húsgagnalínu sem skapar fullkomið samspil milli eldhúss og borðstofu. Margrét segir að núna sé hægt að fá allt í stíl, eldhús, stóla og borðstofuborð, eitthvað sem margir hafa óskað eftir.

Sæktu innblástur fyrir heimilið þitt með COMPOSE

KVIK kynnir jafnframt COMPOSE línuna sem hagkvæman valkost. COMPOSE einkennist af tímalausri hönnun og fæst í mismunandi viðarlitum ásamt 6 öðrum fallegum mjúkum litatónum. Fjölmargar útfærslur og litir af COMPOSE bjóða upp á endalausa möguleika og þannig hægt að aðlaga að þörfum og smekk hvers og eins.

CELLENO sígild sveitasæla

Fyrir þá sem kjósa klassíska hönnun kemur CELLENO sterk inn. „CELLENO hentar fullkomnlega fyrir þá sem elska skandínavískan sveitastíl. Hún fæst bæði í Arizona Beige sem er í miklu uppáhaldi, en einnig í æðislega flottum grænum lit sem nýtur líka vinsælda“ segir Margrét.

Hönnuðir taka vel á móti þér

Frá klukkan 11 til 16 verða hönnuðir KVIK á staðnum til að gefa góð ráð. Allir sem bóka tíma í ráðgjöf fá óvæntan glaðning frá Meraki og fá sérstakan afsláttarmiða sem veitir 22% afslátt af innréttingum sem eru pantaðar fyrir 18. október. „Við vonumst til að sem flestir kíki í heimsókn, njóti veitinga og fái nýjar hugmyndir fyrir heimilið“ segir Margrét að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.