Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 18:05 Mynd úr safni. Franski sjóherinn hefur farið um borð í olíuskip og grunar að þaðan hafi drónarnir komið sem hafa hrellt Dani síðustu vikur. Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni. Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni.
Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira