Innlent

Rúm­lega þrjá­tíu skjálftar á Vestur­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jarðskjálftasvæði ofan Mýra.
Jarðskjálftasvæði ofan Mýra. Vísir/KMU

Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum á Vesturlandi, norður af Borgarnesi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Svæðið er hluti af Ljósufjallakerfinu.

Stærsti skjálftinn sem hefur mælst hingað til var 3,2 að stærð. Rúmlega þrjátíu skjálftar hafa mælst í hrinunni.

Síðast mældist skjálfti 3,2 að stærð þann 29. júlí síðastliðinn. Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftans hafi orðið vart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×