Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 10:43 Leiðtogarnir funda fyrir luktum dyrum í dag en gert er ráð fyrir blaðamannafundi seinnipartinn. Getty/WPA Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. „Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“ Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
„Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“
Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira