Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 10:43 Leiðtogarnir funda fyrir luktum dyrum í dag en gert er ráð fyrir blaðamannafundi seinnipartinn. Getty/WPA Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. „Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“ Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
„Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“
Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent