Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar 2. október 2025 13:00 Við tölum gjarnan um mannauð eins og hann sé töflureiknir, hæfni inn, afköst út. En fólk vinnur ekki í tómarúmi. Það andar, hugsar, lærir og lifir í raunverulegu rými – með lofti, birtu, hljóði, hita og raka þ.e. þáttum innivistar sem annaðhvort styðja okkur eða hamla. Ef við lítum á mannauð sem fjárfestingu, er eðlilegt að huga að umhverfinu sem ver fjárfestinguna. Áhrifin af góðri innivistin eru líka mælanleg en sem dæmi þá getur aukinn loftflæðishraði skilað um 1–3% bættri frammistöðu. Af hverju skiptir þetta máli rekstrarlega? 1–3% meðalbót á frammistöðu dag eftir dag, þegar lagt er saman yfir heilt teymi, getur orðið umtalsverður ávinningur miðað við launakostnað og tekjur. Við þekkjum þetta öll skýrari haus þegar loftið er ferskt, meiri þolinmæði þegar hitinn er jafnstilltur og sveigjanlegri hugsun í birtu sem líkir eftir deginum. Þegar rýmið vinnur gegn okkur skríður þreyta inn síðdegis, höfuðverkur lætur á sér kræla eftir fundahring og einbeitingin gufar upp í lokuðu rými. Augun þreytast, hálsinn þornar, nefið þyngist þegar loftið er þétt; hitinn hnikast, ljós flöktir og bakgrunnshljóð krefst athygli. Áður en varir fer orkan meira í að mæta aðstæðum en verkefnum. Fyrirtæki fjárfesta í fólki, ráða, kenna, leiða og hvetja. Sú fjárfesting bætist við hæfni sem einstaklingar hafa safnað í gegnum nám, vinnu og lífið. Raunávöxtunin ræðst þó líka af rýminu sjálfu. Öflug teymi blómstra í rýmum sem styðja vinnuna, gott loftflæði, eðlilegt rakastig, skýr hljóðvist og góð lýsing. Þar verða fundir styttri og skýrari, skapandi vinna hraðari og dagurinn endar síður í orkuskorti. Góð innivist er ekki aukahlutur heldur er hún innviður. Við erum vön að tala um netkerfi, tölvubúnað og öryggi gagna sem innviði fyrirtækja, innivist er líka innviðamál. Hún hefur bein áhrif á heilsu, vellíðan og frammistöðu dag eftir dag og þar með nýtingu starfsfólks. Kannski er það kjarni spurninganna hér að ofan: Getur mannauðurinn skilað sínu besta ef rýmið vinnur á móti? Hvert á starfsfólk að leita þegar einkenni vegna slæmrar innivistar gera vart við sig? Á mannauðsstjórinn að tryggja að innivistin sé í lagi – eða hvar liggur sú ábyrgð? Hvað kostar 1-3% bætt frammistaða í þínum rekstri? Við lifum á tímum harðrar samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir því sem blanda hæfni og velferðar ræður meira um afköst, þeim mun meira vegur aðbúnaðurinn á vinnustað. Góð innivist er ekki lúxus; hún er margfeldisstuðullinn sem lætur mannauð bera ávöxt – leiðin til að hámarka afkastagetu, nýtingu og raunafköst án þess að brenna fólk út. Höfundur er mannfræðingur (MA) með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í lýðheilsuvísindum og hagnýtri jafnréttisfræði og starfar sem viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Við tölum gjarnan um mannauð eins og hann sé töflureiknir, hæfni inn, afköst út. En fólk vinnur ekki í tómarúmi. Það andar, hugsar, lærir og lifir í raunverulegu rými – með lofti, birtu, hljóði, hita og raka þ.e. þáttum innivistar sem annaðhvort styðja okkur eða hamla. Ef við lítum á mannauð sem fjárfestingu, er eðlilegt að huga að umhverfinu sem ver fjárfestinguna. Áhrifin af góðri innivistin eru líka mælanleg en sem dæmi þá getur aukinn loftflæðishraði skilað um 1–3% bættri frammistöðu. Af hverju skiptir þetta máli rekstrarlega? 1–3% meðalbót á frammistöðu dag eftir dag, þegar lagt er saman yfir heilt teymi, getur orðið umtalsverður ávinningur miðað við launakostnað og tekjur. Við þekkjum þetta öll skýrari haus þegar loftið er ferskt, meiri þolinmæði þegar hitinn er jafnstilltur og sveigjanlegri hugsun í birtu sem líkir eftir deginum. Þegar rýmið vinnur gegn okkur skríður þreyta inn síðdegis, höfuðverkur lætur á sér kræla eftir fundahring og einbeitingin gufar upp í lokuðu rými. Augun þreytast, hálsinn þornar, nefið þyngist þegar loftið er þétt; hitinn hnikast, ljós flöktir og bakgrunnshljóð krefst athygli. Áður en varir fer orkan meira í að mæta aðstæðum en verkefnum. Fyrirtæki fjárfesta í fólki, ráða, kenna, leiða og hvetja. Sú fjárfesting bætist við hæfni sem einstaklingar hafa safnað í gegnum nám, vinnu og lífið. Raunávöxtunin ræðst þó líka af rýminu sjálfu. Öflug teymi blómstra í rýmum sem styðja vinnuna, gott loftflæði, eðlilegt rakastig, skýr hljóðvist og góð lýsing. Þar verða fundir styttri og skýrari, skapandi vinna hraðari og dagurinn endar síður í orkuskorti. Góð innivist er ekki aukahlutur heldur er hún innviður. Við erum vön að tala um netkerfi, tölvubúnað og öryggi gagna sem innviði fyrirtækja, innivist er líka innviðamál. Hún hefur bein áhrif á heilsu, vellíðan og frammistöðu dag eftir dag og þar með nýtingu starfsfólks. Kannski er það kjarni spurninganna hér að ofan: Getur mannauðurinn skilað sínu besta ef rýmið vinnur á móti? Hvert á starfsfólk að leita þegar einkenni vegna slæmrar innivistar gera vart við sig? Á mannauðsstjórinn að tryggja að innivistin sé í lagi – eða hvar liggur sú ábyrgð? Hvað kostar 1-3% bætt frammistaða í þínum rekstri? Við lifum á tímum harðrar samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir því sem blanda hæfni og velferðar ræður meira um afköst, þeim mun meira vegur aðbúnaðurinn á vinnustað. Góð innivist er ekki lúxus; hún er margfeldisstuðullinn sem lætur mannauð bera ávöxt – leiðin til að hámarka afkastagetu, nýtingu og raunafköst án þess að brenna fólk út. Höfundur er mannfræðingur (MA) með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í lýðheilsuvísindum og hagnýtri jafnréttisfræði og starfar sem viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun