Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. október 2025 07:03 Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun