Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. október 2025 07:03 Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar