Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 17:48 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Félag atvinnurekenda gagnrýnir hækkun áfengisskatta nú um áramótin. Félagið telur að ýmsar breytingar þurfi að gera á lögum um skattlagningu áfengis, að hluta til vegna loftslagsbreytinga. Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum. Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum.
Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira