Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. október 2025 12:05 Íbúar borgarinnar forða sér frá henni vegna árásanna. EPA Þrjár loftárásir voru gerðar á Gasaborg í kjölfar ákalls Bandaríkjaforseta um að Ísraelar eigi að hætta árásum sínum. Ísraelsk yfirvöld undirbúa sig fyrir fyrsta hluta friðaráforma forsetans. Að minnsta kosti einn lést í loftárásum Ísraelshers á Gasaborg í morgun. Árásirnar voru gerðar bæði úr þyrlu og orustuþotu hersins. Meðal skotmarka var hópur íbúa sem var að athuga skemmdir sem gerðar höfðu verið á heimili þeirra samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Ísraelar halda áfram árásum úr ökutækjum í borginni og með drónum. Að minnsta kosti 66 íbúar á Gasa voru drepnir á síðasta sólarhring. Á mánudagskvöld samþykkti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, áætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um hvernig ætti að koma á friði á Gasa. Í gærkvöldi samþykktu Hamas-samtökin hluta af áætluninni, til að mynda að leysa alla ísraleska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið auk þess að láta völd sín af hendi til óháðrar palestínskrar stofnunar. Forsvarsmenn Hamas hafa áður sagst tilbúnir að sleppa takinu á stjórnartaumunum en hafa ekki viljað leggja niður vopn sín. Samtökin gerðu athugasemdir við hluta af áformum Trumps og óskuðu eftir að frekari samningaviðræður myndu eiga sér stað. Eftir svar Hamas kallaði Bandaríkjaforseti eftir því í gærkvöldi að Ísraelar myndu binda enda á árásirnar. Í morgun skipaði Netanjahú hermönnum Ísraelshers að undirbúa sig fyrir að taka á móti 48 gíslum, en talið er að tuttugu þeirra séu enn á lífi. Netanjahú sagðist ætla að vinna í samstarfi með Bandaríkjaforseta til að ljúka stríðinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Að minnsta kosti einn lést í loftárásum Ísraelshers á Gasaborg í morgun. Árásirnar voru gerðar bæði úr þyrlu og orustuþotu hersins. Meðal skotmarka var hópur íbúa sem var að athuga skemmdir sem gerðar höfðu verið á heimili þeirra samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Ísraelar halda áfram árásum úr ökutækjum í borginni og með drónum. Að minnsta kosti 66 íbúar á Gasa voru drepnir á síðasta sólarhring. Á mánudagskvöld samþykkti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, áætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um hvernig ætti að koma á friði á Gasa. Í gærkvöldi samþykktu Hamas-samtökin hluta af áætluninni, til að mynda að leysa alla ísraleska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið auk þess að láta völd sín af hendi til óháðrar palestínskrar stofnunar. Forsvarsmenn Hamas hafa áður sagst tilbúnir að sleppa takinu á stjórnartaumunum en hafa ekki viljað leggja niður vopn sín. Samtökin gerðu athugasemdir við hluta af áformum Trumps og óskuðu eftir að frekari samningaviðræður myndu eiga sér stað. Eftir svar Hamas kallaði Bandaríkjaforseti eftir því í gærkvöldi að Ísraelar myndu binda enda á árásirnar. Í morgun skipaði Netanjahú hermönnum Ísraelshers að undirbúa sig fyrir að taka á móti 48 gíslum, en talið er að tuttugu þeirra séu enn á lífi. Netanjahú sagðist ætla að vinna í samstarfi með Bandaríkjaforseta til að ljúka stríðinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira