Erlent

Fjögurra manna fjöl­skylda meðal látinna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Rússar skutu á heimili fólks í Zaporizhia héraðinu í nótt.
Rússar skutu á heimili fólks í Zaporizhia héraðinu í nótt. EPA

Að  minnsta kosti sex voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna.

Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á vesturhluta Lviv-héraðsins sem er við landamæri Úkraínu og Póllands. Vólódimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði að Rússar hefðu skotið rúmlega fimmtíu flugskeytum og um fimm hundruð drónum. 

Fimm létust í árásinni, þar af fjögurra manna fjölskylda sem var á heimili sínu í Lviv-héraðinu. Talsmaður neyðarþjónustunnar sagði, samkvæmt Reuters, að ekki hefði verið gerð jafn umfangsmikil árás í Lviv frá byrjun stríðsins.

 Rússar gerðu árásir víðs vegar um Úkraínu. Í Zaporizhia-héraðinu, á suðausturhluta Úkraínu, lést einn og tíu særðust. Yfir 73 þúsund manns eru án rafmagns vegna árása á innviði héraðsins. Einnig voru gerðar árásir á innviði í héruðunum Ivano-Frankivsk, Vinnytsia, Chernihiv, Kherson, Kharkiv og Odesa.

Vegna nálægðar árásanna við Pólland undirbjó herinn sig þar fyrir varnaraðgerðir. Pólskar flugvélar og flugvélar bandamanna þeirra voru starfræktar í lofthelgi Póllands auk þess sem loftvarnarkerfið var fært á hæsta viðbúnaðarstig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×