Handbolti

Ómar Ingi frá­bær með Magdeburg í naumum sigri

Árni Jóhannsson skrifar
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi í ham fyrr á tímabilinu
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi í ham fyrr á tímabilinu vísir/Getty

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leiddu sína menn í Magdeburg til sigurs gegn Hamburg í þýsku Bundeslígunni í handbolta fyrr í dag. Ómar Ingi var í einu orði sagt frábær en leiknum lauk með 29-30 sigri en spilað var í Hamborg.

Hamborg byrjaði betur og leiddi í hálfleik 16-12. Þá fóru Gísli og Ómar á flug og náðu í sigurinn fyrir sína menn. Ómar leiddi stigaskorun síns liðs og skoraði 15 mörk fyrir sína menn. Gísli kom næstur í markaskorun fyrir Magdeburg og skoraði fimm mörk og klikkaði ekki á skoti. Að lokum leit eins marks sigur dagsins ljós 29-30 fyrir gestina frá Magdeburg sem náðu forskotinu þegar minna en helmingur seinni hálfleiks var eftir. Einar Ólafsson var í liðið Hamborg í dag og skoraði eitt mark.

Magdeburg er rétt fyrir utan Evrópusætin sem í boði eru þegar liðið er búið að spila fimm leiki. Magdeburg situr í sjötta sæti með níu stig og eru einu stigi frá fimmta sætinu sem gefur sæti í Evrópu en þar sitja Füchse Berlin sem hafa spilað tveimur leikjum meira. Ómar Ingi er kominn með 64 mörk í deildinni í vetur en hann skoraði líka 15 mörk gegn Lemgo fyrr á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×