Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. október 2025 07:00 Það er hressilega gaman að fara yfir starfsferilinn með Davíð Tómasi Tómassyni, framkvæmdastjóra Moodup, sem hóf sinn feril sem rappari, síðan dómari, síðar Boot Camp þjálfari og nú framkvæmdastjóri Moodup sem fyrir helgi sameinaðist Kjarna, mannauðs- og launalausnum Origo og heitir núna Kjarni Moodup ehf. Vísir/Anton Brink Það er svo gott að vera minnt á það reglulega að við þurfum ekki öll að feta sömu leið. Og eins að lífið getur tekið okkur á svo skemmtilegar nýjar brautir. Það sem við kannski eitt sinn héldum að yrði framtíðin, reynist á endanum fjarri lagi. Að fara yfir starfsframann með Davíð Tómasi Tómassyni framkvæmdastjóra Moodup er því hressilega skemmtilegt. Enda má segja að starfsframinn hans hafi hafist sem rappari: „Það umhverfi er orðið allt annað í dag. Því þessir ungu strákar eins og Birnir, Aron Kaan og fleiri; þeir eru allir duglegir við að byggja hvorn annan upp,“ segir Davíð meðal annars um þau ár. Sem á endanum komu honum á ekki nógu góðan stað. „Ég ákvað þá að skipta alfarið um gír. Fór á fullt í heilsuna. Líkamlega og andlega,“ segir Davíð, sem segir líka mjög skemmtilega frá því hvernig honum tókst að verða Boot Camp þjálfari. Þegar símtalið kom síðan frá æskufélaganum Birni Brynjólfi Björnssyni, stofnanda Moodup, kom ekkert annað til greina en að leggja félaga sínum lið við uppbygginguna á þessu unga og spennandi fyrirtæki. „Ég sagði samt við hann; Björn, þú veist að ég veit ekkert um hugbúnað. En þá svaraði Björn bara: Við finnum bara út úr því í sameiningu.“ Hattar á höfði Í febrúar bárust þær fréttir að eignarhaldsfélagið Skyggnir hefði keypt Moodup, en Skyggnir á meðal annars fyrirtækin Origo, Syndis, Tölvutek og Helix. Davíð segir að ótrúlega mörg spennandi tækifæri hafi opnast við þetta. Til dæmis sé það þróunarverkefni búið að vera í gangi síðustu mánuði að nýta gervigreindina til að tengja Moodup og launakerfið Kjarna, sem er í eigu Origo, saman. Fyrir helgi var síðan tilkynnt að Kjarni, mannauðs- og launalausnir Origo, og Moodup hefðu sameinast undir nafninu Kjarni Moodup ehf. „Hugmyndin er að geta virkjað gervigreindina til að vinna þvert á báðar lausnir. Kjarni er með öll starfsmannagögnin og Moodup mælir starfsánægju. Með þessum gögnum er því hægt að búa til spálíkan sem getur spáð fyrir um líklegt brottfall eða gefið þér hugmyndir af úrbótum á milli sviða og deilda,“ segir Davíð og ljómar allur af spenningi. „Þarna er þá til dæmis hægt að skoða sérstaka þætti eins og hvernig er starfsfólki að líða eða þau að mælast miðað við mismunandi kynslóðir; Baby boomers kynslóðinni til dæmis.“ Hjá Moodup starfa fimm manns og hefur fyrirtækið vaxið ótrúlega hratt frá því að það var stofnað árið 2021. Moodup þjónar nú þegar vel yfir 100 vinnustöðum en með Moodup svarar starfsfólk spurningum um starfsánægju, líðan og fleira, í símanum sínum. Sem stjórnendur sjá niðurstöður úr nánast á rauntíma. „Eins og þetta var áður voru vinnustaðir að gera þessar stóru vinnustaðagreiningar kannski einu sinni til tvisvar á ári. Sem er auðvitað ekki skilvirkasta leiðin því ef það gerist eitthvað á vinnustað til dæmis í febrúar, er það ekki mjög gagnlegt að vera að lesa úr vinnustaðaskýrslu tíu ellefu mánuðum síðar,“ segir Davíð. Davíð tók við framkvæmdastjórastarfinu hjá Moodup í fyrravor, þegar Björn réði sig sem framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Davíð varð líka pabbi í fyrsta sinn í fyrra, á átján mánaða son og þegar viðtalið er tekið, var hann nýkominn af fyrsta foreldrafundinum. „Sem ég hefði ekki viljað missa af,“ skýrir hann út, enda leikskólinn að sjálfsögðu stór áfangi hjá öllum börnum. Davíð er því í þessu hlutverki sem við mörg hver þekkjum svo vel; er með marga hatta á höfði. Sem hafa líka til þessa verið alls konar. Þannig að við skulum byrja á byrjuninni og rýna í starfsframann. Sem í tilfelli Davíðs hófst á rapparaferlinum sem tónlistarmaðurinn Dabbi T. Frægðin ekki alltaf sæla Til að setja hlutina í smá samhengi má nefna að Davíð er fæddur 1988. Davíð fór snemma að fikta við tónlist og segir að það sem honum hafi fundist skemmtilegast var að fylgja tónlist eftir sem er á íslensku. „Mér hefur alltaf fundist gaman að miðla og deila einhverjum sögum eða upplýsingum. Rottweiler voru mjög vinsælir á þessum tíma og snemma tókum við Emmsjé Gauti okkur og Magse sig saman, stofnuðu hljómsveitina 32C en þá hafði Davíð þegar slegið í gegn með sólóplötuna sína Óheflað málfar. Það er þó ekki allt tekið á sældina þótt frægðin hafi vissulega verið um tíma. Því eins og oft fylgir, fór lífið í algjört rugl af ýmsum ástæðum. Margt fannst Davíð líka þess eðlis að umhverfið hafði neikvæð áhrif á hann. Menn voru meira að rífa hvorn annan niður og með stæla. Og heilt yfir var þetta rosalega egó-tengdur tími þar sem sjálfhverfan nærði mig. Ég meina: Maður stóð kannski uppi á sviði fyrir framan hundruði fólks, stundum þúsundir og espaði fólk upp í að kalla nafnið mitt aftur og aftur. Það er auðvitað eitthvað egóískt við þetta.“ Davíð setti tónlistina því alveg á hilluna í nokkur ár. En árið 2015 steig hann þó aftur á svið eftir nokkurra ára hlé, kominn á miklu betri stað í lífinu og ljóst að unga fólkið hafði engu gleymt. Körfuboltadómari Árið 2015, þegar fyrrgreind umfjöllun birtist í Vísi um að Dabbi T hefði einfaldlega slegið í gegn hjá MR-ingum, var Davíð hins vegar orðinn þekktari fyrir allt annað hlutverk: Sem körfuboltaþjálfari. Hvernig kom það eiginlega til? „Það skýrist eiginlega af Georgíu systur minni,“ segir Davíð og hlær. En systir hans Georgía er níu árum eldri en hann og hefur alla tíð verið mikil fyrirmynd. „Frá því ég var lítill hef ég horft til Georgíu með stjörnur í augunum. Hún fór í dómgæsluna og einhvern tíma þegar ég var að hlusta á hana tala um einhvern leik og sá hversu mikið geislaði af henni hugsaði ég með mér: Ég verð að prófa þetta,“ segir Davíð og bætir við: „Þannig að frá því að ég er 17 ára og verð síðan alþjóðlegur dómari 2017 hefur dómgæslan átt hug minn og hjarta, hefur kennt mér ótrúlega margt og verið mér mjög gefandi.“ Á dögunum bárust þó fréttir um að Davíð væri hættur að dæma, eitthvað sem kom til eftir margra mánaða deilur við Körfuboltasamband Íslands. Í dag munum við ekkert fara út í þá sálma, enda kom viðtalið við Davíð til áður en þær fréttir bárust. Um dómgæsluna segir Davíð samt: „Ég var reyndar ekkert besti þjálfarinn. Og það er eitt af því sem skiptir svo miklu máli í verkefnum sem maður tekur að sér að málið snýst ekkert endilega um að vera bestur, heldur að gera sitt besta. Dómgæslan kennir manni líka mjög margt sem nýtist annars staðar í starfsframanum,“ segir Davíð og bætir við: Til dæmis samskipti. Því dómari þarf að vera yfirvegaður og geta gengið á milli manna, stigið inn í aðstæður þar sem mögulega þarf að skilja aðila að. Áhorfendur og leikmenn þurfa að upplifa dómara hafa fullkomna stjórn á aðstæðum, sem þýðir að í samskiptum þarf maður að vera bæði mildur og harður í senn.“ Þjálfari Boot Camp Það er mjög skemmtilegt að heyra Davíð tala um það, hvernig það kom til að hann varð þjálfari í Boot Camp. Því Boot Camp tók fljótlega yfir sem ástríða í lífinu, eftir að Davíð sneri við blaðinu, setti heilsuna í forgang og breytti öllu; allt frá því að hætta neyslu yfir í hollt mataræði og heilbrigt líf. „Þegar ég tók heilsuna í gegn var ég búin að vera í óhollustunni í mörg ár, hreyfði mig ekkert og reykti tvo pakka á dag. Ég man samt eftir því augnabliki þar sem ég hugsaði með mér: Bíddu, ég ætla ekki að vera þessi maður…,“ segir Davíð um viðsnúninginn og bætir við: „Í framhaldinu hætti ég að reykja, fór að stunda andlega iðkun eins og hugleiðslu og fara til sálfræðings og á fullt í ræktina.“ Davíð fannst samt frekar leiðinlegt að vera bara í tækjasalnum og sló því til að prófa Boot Camp sem vinkona hans benti á. Og ég varð í raun dolfallinn strax. Þetta er líka svo mikið samfélag þannig að ég hugsaði bara með mér: Þetta er fólkið mitt!“ Eftir tvær vikur í Boot Camp fékk Davíð hugmynd. „Á þessum tíma var Róbert Traustason einn af stofnendum Boot Camp iðjuþálfari á stöðinni. Ég gekk upp að honum og spurði: Vantar ekki þjálfara? Róbert leit á mig og spurði á móti: Ertu með einhverja reynslu í að þjálfa?Nei svaraði ég…“ Róbert svaraði þá kurteisilega að það væri engin vöntun á þjálfurum. „En það kom ekki í veg fyrir að um það bil tveimur vikum síðar gekk ég aftur að honum og sagði: Jæja, hvernig er staðan: Vantar ekki þjálfara? Nei, ekkert frekar en um daginn svaraði Róbert.“ Mánuður leið. „Aftur gekk ég að Róberti. Sagði honum að ég væri klár í slaginn ef það vantaði. Sem hann sagði að þyrfti ekkert frekar en fyrri daginn,“ segir Davíð og bætir við: „En síðan hringir hann í mig í ofboði einn daginn og spyr: Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur og þjálfað?“ Símtalið kom til vegna veikinda þjálfara sem komu upp á síðustu stundu. Og síðan þá hefur Davíð þjálfað. „Ég þjálfa reyndar ekki lengur á stöðinni en hef haldið nokkrum fyrirtækjahópum hjá mér áfram og þjálfa þá fjögur hádegi í viku.“ Annars vegar hittir Davíð miðbæjarhópinn sinn, en í honum eru starfsmenn frá Landsbankanum, Seðlabanka Íslands og Advania svo eitthvað sé nefnt. „Við hittumst og æfum í 45 mínútur á Arnarhóli,“ segir Davíð. Sem síðan mætir tvisvar í viku til Eflu verkfræðistofu í Bæjarhálsi. Og finnst þetta alltaf jafn gaman! Starfsferill Davíðs er góð áminning til okkar um að ekki allir þurfa að feta sömu leiðina. Davíð segir sína reynslu vera þá að allt sem við ræktum vaxi og hann mæli því alltaf með því að fólk segi Já við tækifærum og láti vaða, í bland við þá kúnst að vera mátulega kærulaus. Vísir/Anton Brink Moodup og góðu ráðin Er nú loks komið að starfinu sem Davíð gegnir í dag: Moodup. „Við Björn erum æskuvinir úr Hagaskóla en tengdumst þó ekki aftur vináttuböndum fyrr en ég var orðinn svona 25-26 ára, búinn að breyta um lífstíl og búinn að taka heilsuna í gegn,“ segir Davíð. Björn var þá að stofna Moodup og þróa hugbúnaðinn og þótt bæði hugbúnaðargeirinn og mannauðsfræðin hafi verið honum alveg ný á nálinni þá, upplifði hann stöðuna þó þannig að enn á ný, var hann að ramba inn á einhverja braut sem honum finnst algjört æði. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og það verður líka að segjast að þetta samfélag mannauðsfólks á Íslandi er rosalega gott samfélag sem tók strax ofboðslega vel á móti mér,“ segir Davíð. Auðheyrt er að Davíð finnst Moodup síðan vera það mælitæki sem að sjálfsögðu skarar fram úr öllum öðrum. Heldur þú að aðrir hattar eða fyrri hattar á höfði hjálpi þér í vinnunni fyrir Moodup: Til dæmis að í því að hafa tilfinningu fyrir því hvað ætti að mæla í líðan starfsfólks eða hvernig er gott að lesa úr mælingum? „Tvímælalaust,“ svarar Davíð að bragði. „Öll reynsla hefur mér fundist nýtast mér mjög vel. Dómgæslan í samskiptum, rappið og tónlistin í því að koma fram, þjálfarahlutverkið að ná til fólks. Allt eru þetta hlutverk sem veita manni innsýn og innblástur fyrir alls konar hlutum sem geta komið upp á vinnustaðnum. Og styrkja mig í þeirri hæfni að lesa úr niðurstöðum eða vita hvernig er gott að nálgast niðurstöðurnar.“ Ef þú værir að gefa ungu fólki ráð sem upplifir sig kannski þannig að það sé ekki að feta hinn hefðbundna veg eða viti jafnvel ekki hvað það eigi að gera, hvaða ráð myndir þú gefa? ,,Ætli það væri ekki að segja Já við tækifærum. Þótt þú vitir ekki mikið um málið fyrir fram, eins og til dæmis var með hugbúnaðargeirann þegar Björn hringdi í mig fyrst, en er í dag eitthvað sem ég hef lært mikið á og brenn fyrir,“ segir Davíð og bætir við: Ég hef líka lært það á minni vegferð að allt vex sem maður ræktar. Sama hvað er. Á sama tíma myndi ég segja að við ættum ekkert að taka öllum hlutum of alvarlega. Það er líka ákveðin kúnst að vera hæfilega kærulaus, slá einfaldlega til, segja já við tækifærum og trúa því að maður finni út úr þeim.“ Starfsframi Mannauðsmál Tækni Tengdar fréttir „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Það er ákveðinn stjörnuljómi sem fylgir spjallinu við Soffíu Kristínu Jónsdóttur framkvæmdastjóra og eiganda Iceland Sync. Enda gefur hún okkur innsýn í heljarinnar starfsemi á bakvið tjöldin; Hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá fræga fólkinu. 16. júní 2025 07:00 „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02 Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Að fara yfir starfsframann með Davíð Tómasi Tómassyni framkvæmdastjóra Moodup er því hressilega skemmtilegt. Enda má segja að starfsframinn hans hafi hafist sem rappari: „Það umhverfi er orðið allt annað í dag. Því þessir ungu strákar eins og Birnir, Aron Kaan og fleiri; þeir eru allir duglegir við að byggja hvorn annan upp,“ segir Davíð meðal annars um þau ár. Sem á endanum komu honum á ekki nógu góðan stað. „Ég ákvað þá að skipta alfarið um gír. Fór á fullt í heilsuna. Líkamlega og andlega,“ segir Davíð, sem segir líka mjög skemmtilega frá því hvernig honum tókst að verða Boot Camp þjálfari. Þegar símtalið kom síðan frá æskufélaganum Birni Brynjólfi Björnssyni, stofnanda Moodup, kom ekkert annað til greina en að leggja félaga sínum lið við uppbygginguna á þessu unga og spennandi fyrirtæki. „Ég sagði samt við hann; Björn, þú veist að ég veit ekkert um hugbúnað. En þá svaraði Björn bara: Við finnum bara út úr því í sameiningu.“ Hattar á höfði Í febrúar bárust þær fréttir að eignarhaldsfélagið Skyggnir hefði keypt Moodup, en Skyggnir á meðal annars fyrirtækin Origo, Syndis, Tölvutek og Helix. Davíð segir að ótrúlega mörg spennandi tækifæri hafi opnast við þetta. Til dæmis sé það þróunarverkefni búið að vera í gangi síðustu mánuði að nýta gervigreindina til að tengja Moodup og launakerfið Kjarna, sem er í eigu Origo, saman. Fyrir helgi var síðan tilkynnt að Kjarni, mannauðs- og launalausnir Origo, og Moodup hefðu sameinast undir nafninu Kjarni Moodup ehf. „Hugmyndin er að geta virkjað gervigreindina til að vinna þvert á báðar lausnir. Kjarni er með öll starfsmannagögnin og Moodup mælir starfsánægju. Með þessum gögnum er því hægt að búa til spálíkan sem getur spáð fyrir um líklegt brottfall eða gefið þér hugmyndir af úrbótum á milli sviða og deilda,“ segir Davíð og ljómar allur af spenningi. „Þarna er þá til dæmis hægt að skoða sérstaka þætti eins og hvernig er starfsfólki að líða eða þau að mælast miðað við mismunandi kynslóðir; Baby boomers kynslóðinni til dæmis.“ Hjá Moodup starfa fimm manns og hefur fyrirtækið vaxið ótrúlega hratt frá því að það var stofnað árið 2021. Moodup þjónar nú þegar vel yfir 100 vinnustöðum en með Moodup svarar starfsfólk spurningum um starfsánægju, líðan og fleira, í símanum sínum. Sem stjórnendur sjá niðurstöður úr nánast á rauntíma. „Eins og þetta var áður voru vinnustaðir að gera þessar stóru vinnustaðagreiningar kannski einu sinni til tvisvar á ári. Sem er auðvitað ekki skilvirkasta leiðin því ef það gerist eitthvað á vinnustað til dæmis í febrúar, er það ekki mjög gagnlegt að vera að lesa úr vinnustaðaskýrslu tíu ellefu mánuðum síðar,“ segir Davíð. Davíð tók við framkvæmdastjórastarfinu hjá Moodup í fyrravor, þegar Björn réði sig sem framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Davíð varð líka pabbi í fyrsta sinn í fyrra, á átján mánaða son og þegar viðtalið er tekið, var hann nýkominn af fyrsta foreldrafundinum. „Sem ég hefði ekki viljað missa af,“ skýrir hann út, enda leikskólinn að sjálfsögðu stór áfangi hjá öllum börnum. Davíð er því í þessu hlutverki sem við mörg hver þekkjum svo vel; er með marga hatta á höfði. Sem hafa líka til þessa verið alls konar. Þannig að við skulum byrja á byrjuninni og rýna í starfsframann. Sem í tilfelli Davíðs hófst á rapparaferlinum sem tónlistarmaðurinn Dabbi T. Frægðin ekki alltaf sæla Til að setja hlutina í smá samhengi má nefna að Davíð er fæddur 1988. Davíð fór snemma að fikta við tónlist og segir að það sem honum hafi fundist skemmtilegast var að fylgja tónlist eftir sem er á íslensku. „Mér hefur alltaf fundist gaman að miðla og deila einhverjum sögum eða upplýsingum. Rottweiler voru mjög vinsælir á þessum tíma og snemma tókum við Emmsjé Gauti okkur og Magse sig saman, stofnuðu hljómsveitina 32C en þá hafði Davíð þegar slegið í gegn með sólóplötuna sína Óheflað málfar. Það er þó ekki allt tekið á sældina þótt frægðin hafi vissulega verið um tíma. Því eins og oft fylgir, fór lífið í algjört rugl af ýmsum ástæðum. Margt fannst Davíð líka þess eðlis að umhverfið hafði neikvæð áhrif á hann. Menn voru meira að rífa hvorn annan niður og með stæla. Og heilt yfir var þetta rosalega egó-tengdur tími þar sem sjálfhverfan nærði mig. Ég meina: Maður stóð kannski uppi á sviði fyrir framan hundruði fólks, stundum þúsundir og espaði fólk upp í að kalla nafnið mitt aftur og aftur. Það er auðvitað eitthvað egóískt við þetta.“ Davíð setti tónlistina því alveg á hilluna í nokkur ár. En árið 2015 steig hann þó aftur á svið eftir nokkurra ára hlé, kominn á miklu betri stað í lífinu og ljóst að unga fólkið hafði engu gleymt. Körfuboltadómari Árið 2015, þegar fyrrgreind umfjöllun birtist í Vísi um að Dabbi T hefði einfaldlega slegið í gegn hjá MR-ingum, var Davíð hins vegar orðinn þekktari fyrir allt annað hlutverk: Sem körfuboltaþjálfari. Hvernig kom það eiginlega til? „Það skýrist eiginlega af Georgíu systur minni,“ segir Davíð og hlær. En systir hans Georgía er níu árum eldri en hann og hefur alla tíð verið mikil fyrirmynd. „Frá því ég var lítill hef ég horft til Georgíu með stjörnur í augunum. Hún fór í dómgæsluna og einhvern tíma þegar ég var að hlusta á hana tala um einhvern leik og sá hversu mikið geislaði af henni hugsaði ég með mér: Ég verð að prófa þetta,“ segir Davíð og bætir við: „Þannig að frá því að ég er 17 ára og verð síðan alþjóðlegur dómari 2017 hefur dómgæslan átt hug minn og hjarta, hefur kennt mér ótrúlega margt og verið mér mjög gefandi.“ Á dögunum bárust þó fréttir um að Davíð væri hættur að dæma, eitthvað sem kom til eftir margra mánaða deilur við Körfuboltasamband Íslands. Í dag munum við ekkert fara út í þá sálma, enda kom viðtalið við Davíð til áður en þær fréttir bárust. Um dómgæsluna segir Davíð samt: „Ég var reyndar ekkert besti þjálfarinn. Og það er eitt af því sem skiptir svo miklu máli í verkefnum sem maður tekur að sér að málið snýst ekkert endilega um að vera bestur, heldur að gera sitt besta. Dómgæslan kennir manni líka mjög margt sem nýtist annars staðar í starfsframanum,“ segir Davíð og bætir við: Til dæmis samskipti. Því dómari þarf að vera yfirvegaður og geta gengið á milli manna, stigið inn í aðstæður þar sem mögulega þarf að skilja aðila að. Áhorfendur og leikmenn þurfa að upplifa dómara hafa fullkomna stjórn á aðstæðum, sem þýðir að í samskiptum þarf maður að vera bæði mildur og harður í senn.“ Þjálfari Boot Camp Það er mjög skemmtilegt að heyra Davíð tala um það, hvernig það kom til að hann varð þjálfari í Boot Camp. Því Boot Camp tók fljótlega yfir sem ástríða í lífinu, eftir að Davíð sneri við blaðinu, setti heilsuna í forgang og breytti öllu; allt frá því að hætta neyslu yfir í hollt mataræði og heilbrigt líf. „Þegar ég tók heilsuna í gegn var ég búin að vera í óhollustunni í mörg ár, hreyfði mig ekkert og reykti tvo pakka á dag. Ég man samt eftir því augnabliki þar sem ég hugsaði með mér: Bíddu, ég ætla ekki að vera þessi maður…,“ segir Davíð um viðsnúninginn og bætir við: „Í framhaldinu hætti ég að reykja, fór að stunda andlega iðkun eins og hugleiðslu og fara til sálfræðings og á fullt í ræktina.“ Davíð fannst samt frekar leiðinlegt að vera bara í tækjasalnum og sló því til að prófa Boot Camp sem vinkona hans benti á. Og ég varð í raun dolfallinn strax. Þetta er líka svo mikið samfélag þannig að ég hugsaði bara með mér: Þetta er fólkið mitt!“ Eftir tvær vikur í Boot Camp fékk Davíð hugmynd. „Á þessum tíma var Róbert Traustason einn af stofnendum Boot Camp iðjuþálfari á stöðinni. Ég gekk upp að honum og spurði: Vantar ekki þjálfara? Róbert leit á mig og spurði á móti: Ertu með einhverja reynslu í að þjálfa?Nei svaraði ég…“ Róbert svaraði þá kurteisilega að það væri engin vöntun á þjálfurum. „En það kom ekki í veg fyrir að um það bil tveimur vikum síðar gekk ég aftur að honum og sagði: Jæja, hvernig er staðan: Vantar ekki þjálfara? Nei, ekkert frekar en um daginn svaraði Róbert.“ Mánuður leið. „Aftur gekk ég að Róberti. Sagði honum að ég væri klár í slaginn ef það vantaði. Sem hann sagði að þyrfti ekkert frekar en fyrri daginn,“ segir Davíð og bætir við: „En síðan hringir hann í mig í ofboði einn daginn og spyr: Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur og þjálfað?“ Símtalið kom til vegna veikinda þjálfara sem komu upp á síðustu stundu. Og síðan þá hefur Davíð þjálfað. „Ég þjálfa reyndar ekki lengur á stöðinni en hef haldið nokkrum fyrirtækjahópum hjá mér áfram og þjálfa þá fjögur hádegi í viku.“ Annars vegar hittir Davíð miðbæjarhópinn sinn, en í honum eru starfsmenn frá Landsbankanum, Seðlabanka Íslands og Advania svo eitthvað sé nefnt. „Við hittumst og æfum í 45 mínútur á Arnarhóli,“ segir Davíð. Sem síðan mætir tvisvar í viku til Eflu verkfræðistofu í Bæjarhálsi. Og finnst þetta alltaf jafn gaman! Starfsferill Davíðs er góð áminning til okkar um að ekki allir þurfa að feta sömu leiðina. Davíð segir sína reynslu vera þá að allt sem við ræktum vaxi og hann mæli því alltaf með því að fólk segi Já við tækifærum og láti vaða, í bland við þá kúnst að vera mátulega kærulaus. Vísir/Anton Brink Moodup og góðu ráðin Er nú loks komið að starfinu sem Davíð gegnir í dag: Moodup. „Við Björn erum æskuvinir úr Hagaskóla en tengdumst þó ekki aftur vináttuböndum fyrr en ég var orðinn svona 25-26 ára, búinn að breyta um lífstíl og búinn að taka heilsuna í gegn,“ segir Davíð. Björn var þá að stofna Moodup og þróa hugbúnaðinn og þótt bæði hugbúnaðargeirinn og mannauðsfræðin hafi verið honum alveg ný á nálinni þá, upplifði hann stöðuna þó þannig að enn á ný, var hann að ramba inn á einhverja braut sem honum finnst algjört æði. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og það verður líka að segjast að þetta samfélag mannauðsfólks á Íslandi er rosalega gott samfélag sem tók strax ofboðslega vel á móti mér,“ segir Davíð. Auðheyrt er að Davíð finnst Moodup síðan vera það mælitæki sem að sjálfsögðu skarar fram úr öllum öðrum. Heldur þú að aðrir hattar eða fyrri hattar á höfði hjálpi þér í vinnunni fyrir Moodup: Til dæmis að í því að hafa tilfinningu fyrir því hvað ætti að mæla í líðan starfsfólks eða hvernig er gott að lesa úr mælingum? „Tvímælalaust,“ svarar Davíð að bragði. „Öll reynsla hefur mér fundist nýtast mér mjög vel. Dómgæslan í samskiptum, rappið og tónlistin í því að koma fram, þjálfarahlutverkið að ná til fólks. Allt eru þetta hlutverk sem veita manni innsýn og innblástur fyrir alls konar hlutum sem geta komið upp á vinnustaðnum. Og styrkja mig í þeirri hæfni að lesa úr niðurstöðum eða vita hvernig er gott að nálgast niðurstöðurnar.“ Ef þú værir að gefa ungu fólki ráð sem upplifir sig kannski þannig að það sé ekki að feta hinn hefðbundna veg eða viti jafnvel ekki hvað það eigi að gera, hvaða ráð myndir þú gefa? ,,Ætli það væri ekki að segja Já við tækifærum. Þótt þú vitir ekki mikið um málið fyrir fram, eins og til dæmis var með hugbúnaðargeirann þegar Björn hringdi í mig fyrst, en er í dag eitthvað sem ég hef lært mikið á og brenn fyrir,“ segir Davíð og bætir við: Ég hef líka lært það á minni vegferð að allt vex sem maður ræktar. Sama hvað er. Á sama tíma myndi ég segja að við ættum ekkert að taka öllum hlutum of alvarlega. Það er líka ákveðin kúnst að vera hæfilega kærulaus, slá einfaldlega til, segja já við tækifærum og trúa því að maður finni út úr þeim.“
Starfsframi Mannauðsmál Tækni Tengdar fréttir „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Það er ákveðinn stjörnuljómi sem fylgir spjallinu við Soffíu Kristínu Jónsdóttur framkvæmdastjóra og eiganda Iceland Sync. Enda gefur hún okkur innsýn í heljarinnar starfsemi á bakvið tjöldin; Hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá fræga fólkinu. 16. júní 2025 07:00 „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02 Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
„Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00
Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Það er ákveðinn stjörnuljómi sem fylgir spjallinu við Soffíu Kristínu Jónsdóttur framkvæmdastjóra og eiganda Iceland Sync. Enda gefur hún okkur innsýn í heljarinnar starfsemi á bakvið tjöldin; Hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá fræga fólkinu. 16. júní 2025 07:00
„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04
Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02
Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01