Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. október 2025 16:41 Stöðvarfjörður er í Fjarðabyggð. Vísir/Vilhelm Á síðustu fjórum árum hefur íbúum á Stöðvarfirði verið ráðlagt að sjóða vatnið sitt í alls 79 daga vegna sex mengunartilfella í vatnsbóli bæjarins. Þrjú af sex tilfellunum komu upp á síðustu þremur mánuðum. Það var síðast nú fyrir helgi sem tilkynning var birt á heimasíðu Fjarðabyggðar þar sem greint var frá að mengun hefði komið upp í vatnsbóli bæjarins vegna mikillar rigningar dagana á undan. Þess vegna sé mælt með að íbúar sjóði allt neysluvatn en óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa, til að mynda til að baða sig. Þar á undan greindist mengun í vatninu þann 9. september 2025 en sýni var tekið úr vatninu einnig vegna mikillar rigningar. Suðutilmæli voru í gildi í eina viku. Vert er að taka fram að tilkynning um að óhætt væri að hætt að sjóða vatnið kom tveimur dögum eftir að suðutilmælin féllu úr gildi á heimasíðu Fjarðabyggðar. Hin fjögur tilfellin um mengun í neysluvatni Stöðfirðinga uppgötvuðust við reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands samkvæmt svari þeirra við fyrirspurn fréttastofu. Þann 22. júlí 2025 greindist mengun og voru suðutilmæli í gildi í alls níu daga. Geislunin nauðsynleg Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði fengu magapest vegna mengunartilfellsins í júlí sem reyndist vera ekólí- og kólígerlamengun. Sýnatakan var framkvæmd 22. júlí en formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar og íbúum var ekki tilkynnt um mengunina fyrr en sólarhring eftir það. Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, sagði þá í viðtali á Vísi að rigning valdi íbúum kvíða og treysti þeir ekki vatnsbólinu. Ástandið hafi áhrif á daglegt líf fólks en hún var meðal þeirra sem veiktust vegna mengunarinnar. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva. Hún sagði í kvöldfréttum Sýnar 28. september að hún væri einnig farin að kaupa vatn til að létta á „suðeríinu.“ Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði þá í viðtali á Vísi í byrjun september að beðið sé eftir geislunartæki sem sé einnig nýtt víða um land í vatnsbólum líkt og þessu. Með uppsetningu tækisins verði vandamálið úr sögunni. Þau nýti þá allar mögulegar leiðar til að upplýsa íbúa, sendu til dæmis smáskilaboð á íbúana og birtu tilkynningar á heimasíðu, íbúasíðu og á svæðisbundnum miðlum. „Ef að aðstæður eru með þeim hætti að ekki er hægt að tryggja að yfirborðsvatn berist ekki í neysluvatn þá er gagnlegt og í raun nauðsynlegt að geisla vatnið. Geislun á neysluvatni með UV geislun sótthreinsar það og gerir það öruggt til neyslu,“ segir í skriflegu svari Heilbrigðisstofnunar Austurlands við fyrirspurn fréttastofu. Sjá nánar: Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Eitt mengunartilfelli kom upp í marsmánuði árið 2024 við reglubundið eftirlit og var íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatnið í 25 daga eða til 2. apríl 2024. Ekkert tilfelli kom upp árið 2023 en eitt árið 2022 og annað árið 2021. Árið 2021 voru suðutilmæli í gildi í tæpar fjórar vikur en 2022 átta daga. Fjarðabyggð Vatnsból Vatn Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Það var síðast nú fyrir helgi sem tilkynning var birt á heimasíðu Fjarðabyggðar þar sem greint var frá að mengun hefði komið upp í vatnsbóli bæjarins vegna mikillar rigningar dagana á undan. Þess vegna sé mælt með að íbúar sjóði allt neysluvatn en óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa, til að mynda til að baða sig. Þar á undan greindist mengun í vatninu þann 9. september 2025 en sýni var tekið úr vatninu einnig vegna mikillar rigningar. Suðutilmæli voru í gildi í eina viku. Vert er að taka fram að tilkynning um að óhætt væri að hætt að sjóða vatnið kom tveimur dögum eftir að suðutilmælin féllu úr gildi á heimasíðu Fjarðabyggðar. Hin fjögur tilfellin um mengun í neysluvatni Stöðfirðinga uppgötvuðust við reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands samkvæmt svari þeirra við fyrirspurn fréttastofu. Þann 22. júlí 2025 greindist mengun og voru suðutilmæli í gildi í alls níu daga. Geislunin nauðsynleg Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði fengu magapest vegna mengunartilfellsins í júlí sem reyndist vera ekólí- og kólígerlamengun. Sýnatakan var framkvæmd 22. júlí en formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar og íbúum var ekki tilkynnt um mengunina fyrr en sólarhring eftir það. Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, sagði þá í viðtali á Vísi að rigning valdi íbúum kvíða og treysti þeir ekki vatnsbólinu. Ástandið hafi áhrif á daglegt líf fólks en hún var meðal þeirra sem veiktust vegna mengunarinnar. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva. Hún sagði í kvöldfréttum Sýnar 28. september að hún væri einnig farin að kaupa vatn til að létta á „suðeríinu.“ Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði þá í viðtali á Vísi í byrjun september að beðið sé eftir geislunartæki sem sé einnig nýtt víða um land í vatnsbólum líkt og þessu. Með uppsetningu tækisins verði vandamálið úr sögunni. Þau nýti þá allar mögulegar leiðar til að upplýsa íbúa, sendu til dæmis smáskilaboð á íbúana og birtu tilkynningar á heimasíðu, íbúasíðu og á svæðisbundnum miðlum. „Ef að aðstæður eru með þeim hætti að ekki er hægt að tryggja að yfirborðsvatn berist ekki í neysluvatn þá er gagnlegt og í raun nauðsynlegt að geisla vatnið. Geislun á neysluvatni með UV geislun sótthreinsar það og gerir það öruggt til neyslu,“ segir í skriflegu svari Heilbrigðisstofnunar Austurlands við fyrirspurn fréttastofu. Sjá nánar: Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Eitt mengunartilfelli kom upp í marsmánuði árið 2024 við reglubundið eftirlit og var íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatnið í 25 daga eða til 2. apríl 2024. Ekkert tilfelli kom upp árið 2023 en eitt árið 2022 og annað árið 2021. Árið 2021 voru suðutilmæli í gildi í tæpar fjórar vikur en 2022 átta daga.
Fjarðabyggð Vatnsból Vatn Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent