Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson, Einar Freyr Sigurðsson og Helga Hilmisdóttir skrifa 7. október 2025 11:30 Texti og önnur gögn sem geyma upplýsingar um tungumálið eru lykillinn að þróun gervigreindarforrita á borð við ChatGPT, Claude og Gemini. Forritin byggja á mállíkönum sem eru mótuð með greiningu á textagögnum með það markmið að geta líkt eftir tungumálinu og myndað þannig læsilegan texta á öllum þeim málum sem það hefur „séð“ nógu mikið af. Langstærstur hluti þeirra texta sem líkönunum eru sýndir er á ensku. Flest stærstu mállíkönin eru þó fjöltyngd að því leyti að þau geta myndað texta á mörgum tungumálum. Bestu niðurstöðurnar sem fást úr líkönunum eru á málum sem mjög margir tala en tungumál sem færri tala standa ekki eins vel að vígi. Á alþjóðlegum fundi stjórnmálaleiðtoga, fræðimanna og fulltrúa tæknifyrirtækja um gervigreind í febrúar fyrr á þessu ári kom það fram að bæta þyrfti samkeppnisstöðu Evrópu. Meðal annars var rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim fjölmörgu tungumálum sem töluð eru í álfunni. Lykilatriði er að afla nægilegra gagna og vinna úr þeim svo að þau geti nýst til að búa til gervigreindarlíkön sem geta unnið með öll þessi tungumál. Liður í því er verkefnið European Language Data Space sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett á laggirnar. Þar geta eigendur gagna og rétthafar samið um notkun við þá sem vilja nýta þau. Árnastofnun hefur verið leiðandi í því að búa til og safna málgögnum á íslensku með það að markmiði að tryggja stöðu íslensku í tækniheiminum. Fimmtudaginn 9. október stendur Árnastofnun fyrir málþingi í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um European Language Data Space-verkefnið. Á málþinginu, Hagnýting málgagna með Language Data Space, tala íslenskir og erlendir sérfræðingar um markmiðið með verkefninu, markað fyrir málgögn og mikilvægi þeirra. Þá verða pallborðsumræður um málgögn, máltækni og gervigreind fyrir íslensku, og hvort og þá hvernig hægt sé að ná sátt um nýtingu textagagna við þróun gervigreindarlíkana. Málþingið er opið öllum áhugasömum og upplýsingar um skráningu má finna á vef Árnastofnunar, arnastofnun.is. Höfundar eru fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Máltækni Íslensk tunga Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Texti og önnur gögn sem geyma upplýsingar um tungumálið eru lykillinn að þróun gervigreindarforrita á borð við ChatGPT, Claude og Gemini. Forritin byggja á mállíkönum sem eru mótuð með greiningu á textagögnum með það markmið að geta líkt eftir tungumálinu og myndað þannig læsilegan texta á öllum þeim málum sem það hefur „séð“ nógu mikið af. Langstærstur hluti þeirra texta sem líkönunum eru sýndir er á ensku. Flest stærstu mállíkönin eru þó fjöltyngd að því leyti að þau geta myndað texta á mörgum tungumálum. Bestu niðurstöðurnar sem fást úr líkönunum eru á málum sem mjög margir tala en tungumál sem færri tala standa ekki eins vel að vígi. Á alþjóðlegum fundi stjórnmálaleiðtoga, fræðimanna og fulltrúa tæknifyrirtækja um gervigreind í febrúar fyrr á þessu ári kom það fram að bæta þyrfti samkeppnisstöðu Evrópu. Meðal annars var rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim fjölmörgu tungumálum sem töluð eru í álfunni. Lykilatriði er að afla nægilegra gagna og vinna úr þeim svo að þau geti nýst til að búa til gervigreindarlíkön sem geta unnið með öll þessi tungumál. Liður í því er verkefnið European Language Data Space sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett á laggirnar. Þar geta eigendur gagna og rétthafar samið um notkun við þá sem vilja nýta þau. Árnastofnun hefur verið leiðandi í því að búa til og safna málgögnum á íslensku með það að markmiði að tryggja stöðu íslensku í tækniheiminum. Fimmtudaginn 9. október stendur Árnastofnun fyrir málþingi í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um European Language Data Space-verkefnið. Á málþinginu, Hagnýting málgagna með Language Data Space, tala íslenskir og erlendir sérfræðingar um markmiðið með verkefninu, markað fyrir málgögn og mikilvægi þeirra. Þá verða pallborðsumræður um málgögn, máltækni og gervigreind fyrir íslensku, og hvort og þá hvernig hægt sé að ná sátt um nýtingu textagagna við þróun gervigreindarlíkana. Málþingið er opið öllum áhugasömum og upplýsingar um skráningu má finna á vef Árnastofnunar, arnastofnun.is. Höfundar eru fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun