„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Árni Sæberg skrifar 7. október 2025 12:07 Hanna Katrín vísar fullyrðingum Bændasamtakanna á bug. Vísir/Sigurjón Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. „Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“ Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“
Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira