„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Árni Sæberg skrifar 7. október 2025 12:07 Hanna Katrín vísar fullyrðingum Bændasamtakanna á bug. Vísir/Sigurjón Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. „Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“ Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“
Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira