„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Árni Sæberg skrifar 7. október 2025 12:07 Hanna Katrín vísar fullyrðingum Bændasamtakanna á bug. Vísir/Sigurjón Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. „Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“ Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
„Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“
Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira