Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2025 17:54 Johnathan Rinderknecht, er sakaður um að hafa kveikt Pacific Palisades eldinn, sem er sá skæðasti í sögu Los Angeles. AP Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna. Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans. Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans.
Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35
Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06