Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar 10. október 2025 09:01 Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun