„Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2025 22:37 Eivör Lalía, Kristjana Rut, Daníel Jóhann og Yrsa Lalía. Vísir/Lýður Átta mánaða íslensk stúlka hefur vakið heimsathygli eftir að hún fékk gleraugu og sá heiminn í nýju ljósi. Milljónir hafa horft á myndband af augnablikinu á samfélagsmiðlum, en það kom fjölskyldunni nokkuð í opna skjöldu þegar heimsfræg poppstjarna deildi myndbandinu á dögunum. Kristjana og Daníel eiga tvær dætur, Eivöru Lalíu og Yrsu Lalíu, en Yrsa, sú yngri, var aðeins nokkurra mánaða þegar í ljós kom að hún sæi ekki vel. Reyndist vera „staurblind“ „Hún gerði skrítna hreyfingu með hausinn og það var í rauninni það eina sem kveikti á einhverjum bjöllum hjá okkur og við fórum með hana til barnalæknis og hann sagði strax að þetta væri sjóninn. Við fengum tíma hjá augnlækni og hún sagði bara að hún væri staurblind,“ segir Kristjana og flissar. Hún lonníetturnar fékk á nefið.Vísir/Lýður Hún var ekki nema hálfs árs gömul þegar hún fékk gleraugun sín í fyrsta sinn og Kristjana deildi myndbandi af augnablikinu á TikTok. Síðan hafa yfir 140 milljónir horft á myndbandið, margir hafa deilt og skilaboðum hefur rignt inn. „Þetta er alveg skrítið, við vorum ekkert að búast við þessu,“ segir Daníel. Kristjana hafi annað slagið verið að deila hversdagslegum myndböndum á TikTok og allt í einu hafi áhorf á þetta myndband sprungið út. „Við vitum ekkert hvað við eigum að gera við þetta núna,“ segir Daníel. Þetta sé ekki frægð eða athygli sem þau hafi verið að leitast eftir. „Nei alls ekki,“ segir Kristjana og Daníel tekur. „Við vorum ekkert endilega að leitast eftir þessu.“ Það var svo undir lok þessarar viku sem engin önnur en Britney Spears deildi myndbandinu. Daníel sem er flugþjónn var í Bandaríkjunum vegna vinnu þegar Britney deildi myndbandinu og var sofandi, en Kristjana tók fyrst eftir því þegar hún byrjaði að fá fullt af skilaboðum. „Ég var bara vó, þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn. Það er alveg erfitt að vera ein með tvö börn þannig ég gat í rauninni ekkert mikið pælt í því,“ segir Kristjana. Hún hafi áður fengið læk frá frægu fólki, en Britney sé klárlega sú frægasta. „Þetta er bara magnað,“ segir Daníel. Á fleygiferð síðan gleraugun fóru á nebbann Eftir að myndbandið fór á flug hefur Kristjana fengið fjöldann allan af skilaboðum frá foreldrum, bæði á Íslandi og erlendis frá, sem segja að myndbönd Kristjönu hafi hjálpað þeirra börnum. „Ég hef alveg fengið skilaboð frá foreldrum sem segjast hafa séð myndbandið þar sem hún er að gera þessa hreyfingu með hausinn, og þau hafa í framhaldi af því farið með börnin sín til læknis og fengið gleraugu,“ segir Kristjana. En finnið þið mun á Yrsu eftir að hún byrjaði að sjá betur? „Já, en hún tekur samt alveg gleraugun mikið af sér og svoleiðis, en mér finnst alveg vera stór munur á henni, bara í hegðun og hvernig henni líður,“ segir Daníel. „Þegar hún fékk gleraugun þá fór hún bara af stað. Þá fór hún að standa upp og labba meðfram og skríða,“ bætir Kristjana við. Yrsa Lalía er búin að vera á fullu að skoða umheiminn með eigin augum síðan hún fékk gleraugun sín fínu.Vísir/Lýður Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Kristjana og Daníel eiga tvær dætur, Eivöru Lalíu og Yrsu Lalíu, en Yrsa, sú yngri, var aðeins nokkurra mánaða þegar í ljós kom að hún sæi ekki vel. Reyndist vera „staurblind“ „Hún gerði skrítna hreyfingu með hausinn og það var í rauninni það eina sem kveikti á einhverjum bjöllum hjá okkur og við fórum með hana til barnalæknis og hann sagði strax að þetta væri sjóninn. Við fengum tíma hjá augnlækni og hún sagði bara að hún væri staurblind,“ segir Kristjana og flissar. Hún lonníetturnar fékk á nefið.Vísir/Lýður Hún var ekki nema hálfs árs gömul þegar hún fékk gleraugun sín í fyrsta sinn og Kristjana deildi myndbandi af augnablikinu á TikTok. Síðan hafa yfir 140 milljónir horft á myndbandið, margir hafa deilt og skilaboðum hefur rignt inn. „Þetta er alveg skrítið, við vorum ekkert að búast við þessu,“ segir Daníel. Kristjana hafi annað slagið verið að deila hversdagslegum myndböndum á TikTok og allt í einu hafi áhorf á þetta myndband sprungið út. „Við vitum ekkert hvað við eigum að gera við þetta núna,“ segir Daníel. Þetta sé ekki frægð eða athygli sem þau hafi verið að leitast eftir. „Nei alls ekki,“ segir Kristjana og Daníel tekur. „Við vorum ekkert endilega að leitast eftir þessu.“ Það var svo undir lok þessarar viku sem engin önnur en Britney Spears deildi myndbandinu. Daníel sem er flugþjónn var í Bandaríkjunum vegna vinnu þegar Britney deildi myndbandinu og var sofandi, en Kristjana tók fyrst eftir því þegar hún byrjaði að fá fullt af skilaboðum. „Ég var bara vó, þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn. Það er alveg erfitt að vera ein með tvö börn þannig ég gat í rauninni ekkert mikið pælt í því,“ segir Kristjana. Hún hafi áður fengið læk frá frægu fólki, en Britney sé klárlega sú frægasta. „Þetta er bara magnað,“ segir Daníel. Á fleygiferð síðan gleraugun fóru á nebbann Eftir að myndbandið fór á flug hefur Kristjana fengið fjöldann allan af skilaboðum frá foreldrum, bæði á Íslandi og erlendis frá, sem segja að myndbönd Kristjönu hafi hjálpað þeirra börnum. „Ég hef alveg fengið skilaboð frá foreldrum sem segjast hafa séð myndbandið þar sem hún er að gera þessa hreyfingu með hausinn, og þau hafa í framhaldi af því farið með börnin sín til læknis og fengið gleraugu,“ segir Kristjana. En finnið þið mun á Yrsu eftir að hún byrjaði að sjá betur? „Já, en hún tekur samt alveg gleraugun mikið af sér og svoleiðis, en mér finnst alveg vera stór munur á henni, bara í hegðun og hvernig henni líður,“ segir Daníel. „Þegar hún fékk gleraugun þá fór hún bara af stað. Þá fór hún að standa upp og labba meðfram og skríða,“ bætir Kristjana við. Yrsa Lalía er búin að vera á fullu að skoða umheiminn með eigin augum síðan hún fékk gleraugun sín fínu.Vísir/Lýður
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira