Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar 13. október 2025 17:00 Félagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við geðrænar áskoranir. Þeir eru oft fyrsti snertipunktur fólks við hjálparkerfi samfélagsins og brúa bilið á milli einstaklinga, fjölskyldna og þjónustu. Félagsráðgjafar vinna út frá áfallamiðaðri nálgun og byggir starf þeirra á heildrænu sjónarhorni þar sem tekið er tillit til félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta sem hafa áhrif á andlega heilsu. Stuðningur og þverfagleg samvinna Félagsráðgjafar vinna að því að efla fólk til að takast á við erfiðleika í lífinu. Þeir veita ráðgjöf og hagnýtan stuðning við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir, hvort sem um er að ræða þunglyndi, kvíða, streituraskanir eða alvarlegar geðraskanir. Mikilvægur hluti starfsins felst í að hjálpa fólki að tengjast viðeigandi þjónustu og úrræðum í samfélaginu. Félagsráðgjafar starfa innan heilbrigðiskerfisins í þverfaglegum teymum með læknum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Þeir sjá um að meta félagslegar aðstæður sjúklinga, aðstoða við útskriftaráætlanir og tryggja samfellu í þjónustu. Forvarnir og fræðsla Félagsráðgjafar stuðla að aukinni þekkingu á geðheilbrigði, vinna gegn fordómum og styrkja samfélagsleg stuðningsnet með fræðslu, hópastarfi og upplýsingamiðlun. Með þekkingu sinni á félagslegum kerfum og mannlegum samskiptum hjálpa þeir fólki að finna styrk sinn og bæta lífsgæði sín. Aðgengi og valfrelsi Félagsráðgjafar starfa bæði í opinbera kerfinu og í einkarekstri. Til að tryggja jafnt aðgengi að samtalsmeðferð félagsráðgjafa þarf greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga að taka til þjónustunnar. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað kallað eftir því að breytingar frá árinu 2020, á grein 21. a. í lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar, verði útfæðar og fjármagnaðar í þeim tilgangi að auka aðgengi fólks að félagsráðgjöf. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október ár hvert er tileinkaður vitundarvakningu um geðheilbrigði. Markmiðið er að auka fræðslu, sporna gegn fordómum og minna á að enn er þörf á öflugum stuðningi og samstilltu átaki til að bæta geðheilbrigði í samfélaginu. Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífgæða og samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við geðrænar áskoranir. Þeir eru oft fyrsti snertipunktur fólks við hjálparkerfi samfélagsins og brúa bilið á milli einstaklinga, fjölskyldna og þjónustu. Félagsráðgjafar vinna út frá áfallamiðaðri nálgun og byggir starf þeirra á heildrænu sjónarhorni þar sem tekið er tillit til félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta sem hafa áhrif á andlega heilsu. Stuðningur og þverfagleg samvinna Félagsráðgjafar vinna að því að efla fólk til að takast á við erfiðleika í lífinu. Þeir veita ráðgjöf og hagnýtan stuðning við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir, hvort sem um er að ræða þunglyndi, kvíða, streituraskanir eða alvarlegar geðraskanir. Mikilvægur hluti starfsins felst í að hjálpa fólki að tengjast viðeigandi þjónustu og úrræðum í samfélaginu. Félagsráðgjafar starfa innan heilbrigðiskerfisins í þverfaglegum teymum með læknum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Þeir sjá um að meta félagslegar aðstæður sjúklinga, aðstoða við útskriftaráætlanir og tryggja samfellu í þjónustu. Forvarnir og fræðsla Félagsráðgjafar stuðla að aukinni þekkingu á geðheilbrigði, vinna gegn fordómum og styrkja samfélagsleg stuðningsnet með fræðslu, hópastarfi og upplýsingamiðlun. Með þekkingu sinni á félagslegum kerfum og mannlegum samskiptum hjálpa þeir fólki að finna styrk sinn og bæta lífsgæði sín. Aðgengi og valfrelsi Félagsráðgjafar starfa bæði í opinbera kerfinu og í einkarekstri. Til að tryggja jafnt aðgengi að samtalsmeðferð félagsráðgjafa þarf greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga að taka til þjónustunnar. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað kallað eftir því að breytingar frá árinu 2020, á grein 21. a. í lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar, verði útfæðar og fjármagnaðar í þeim tilgangi að auka aðgengi fólks að félagsráðgjöf. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október ár hvert er tileinkaður vitundarvakningu um geðheilbrigði. Markmiðið er að auka fræðslu, sporna gegn fordómum og minna á að enn er þörf á öflugum stuðningi og samstilltu átaki til að bæta geðheilbrigði í samfélaginu. Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífgæða og samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun