Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 14. október 2025 12:00 Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ungir miðflokksmenn komu með nýjar derhúfur á landsþinginu sínu þar sem á stóð Ísland fyrst svo allt hitt. Slagorðið gefur til kynna að Miðflokkurinn sé að kalla eftir einangrunarstefnu. Á einföldu máli er verið að kalla eftir því að hlúa þurfi að hinu gamla góða íslenska samfélagi og stöðva alla alþjóðlega aðstoð. Slagorðið er að segja að Íslendingar eigi að huga að sínum eigin hagsmunum áður en þeir aðstoða aðra. Þetta sprettur m.a. út frá umræðunni um fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er satt, heilbrigðiskerfið okkar er fjársvelt og hefur verið það í of langan tíma. En til að fjármagna það þarf það að vera á kostnað þeirra sem minna mega sín? Ísland fyrst svo allt hitt gefur til kynna að íbúar landsins búi við verri kost en allar aðrar þjóðir heims. Það gefur til kynna að soft power í alþjóðafræðum sé tilgangslaust og fjármagnið fyrir slíkt eigi einungis að vera nýtt innanlands. Samkvæmt þessu á að nota þetta fjármagn einungis fyrir Íslendinga. Það á ekki að nota það til að aðstoða úkraínska herinn í sprengjuleit, það á ekki að nota það í að aðstoða aðrar þjóðir eftir náttúruhamfarir sem eyðileggja líf þúsunda, ef ekki milljóna, manna og það á ekki að nota þetta fjármagn til að veita sveltandi börnum mat og heilbrigðisþjónustu. Nei, þetta fjármagn á einungis að vera nýtt hér á landi. Ef allar þjóðir heims myndu hugsa svona, sérstaklega okkar nágrannaþjóðir, þá væri Ísland ekki landið sem það er í dag. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengum við Marshall-aðstoðina svokölluðu frá Bandaríkjunum. Við nýttum það fjármagn til að byggja upp fiskveiðikerfið og byggja virkjanir, verksmiðjur og frystihús. Í stuttu máli hafði þetta gífurleg áhrif á íslenskt samfélag og hjálpaði samfélaginu að nútímavæðast. Bankahrunið 2008 var hörmung fyrir Ísland en við stóðum ekki ein á þeim tíma. Færeyjar hlupu undir bagga og lánuðu Íslandi um sjö milljarða króna. Ásamt því tóku hinar Norðurlandaþjóðirnar saman í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisbankann og lánuðu Íslandi fjármagn til að komast í gegnum þetta hrun. Samkvæmt þessu myndi ætla að Ísland myndi skilja hversu mikilvægt það er að styðja á bakið við aðrar þjóðir. Ef við myndum einangra okkur fyllilega getum við þá átt von á því að aðrar þjóðir muni ekki aðstoða okkur þegar hörmungar dynja yfir. Þessi hugsunarháttur, Ísland fyrst, er hins vegar alls ekki nýr af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom fram beiðni frá fjölskyldum í Þýskalandi að taka á móti átta gyðingabörnum. Það var hópur Íslendinga sem barðist fyrir því að ríkisstjórnin tæki á móti þessum börnum í ljósi þeirra ofsókna sem gyðingar sættu í Þýskalandi. Forsætisráðherra landsins á þeim tíma, Hermann Jónasson, neitaði þessum börnum um vernd. Það var gert þar sem hann taldi best að Ísland ætti einungis að huga að hagsmunum Íslendinga. Hvað varðar afdrif þessara barna er ekki vitað en það er hægt að gera sér í hugarlund um það. Þessi saga hefur verið stundum til umræðu á seinustu árum, sú umræða hefur einkennst af skömm. Skömm af því að hafa ekki veitt hjálparhönd þar sem það hefði ekki haft áhrif á íslenskt samfélag að bjarga þeim börnum. En einhvern veginn er þessi orðræða sem Hermann Jónasson og aðrir stóðu fyrir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komin aftur á kreik í dag. Þessi orðræða er ekkert nema einangrunarstefna, svipað og ríkisstjórn Trumps talar fyrir í dag. Við fáum ekkert út úr því að einangra okkur í alþjóðlegu samfélagi. Orðræðan ætti frekar að vera um að heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild sinni sé fjársvelt. Sækja þarf fjármagnið á réttum stöðum, ekki láta það bitna á þeim sem minna mega sín. Það er hægt að sækja meira fjármagn með því að breyta kvótakerfinu, það er mjög óeðlilegt að hér séu nokkrir einstaklingar sem má kalla „kvótakónga“ þegar þessir peningar eiga að fara beint í ríkiskassann. Sama á við um fjármagnið í ferðaþjónustunni. Það eru til ýmsar betri leiðir til að sækja fjármagn fyrir þessi málefni sem tengjast ekki því að gera líf annarra verra, líf annarra sem búa við aðstæður sem Íslendingar geta ekki gert sér hugarlund um. Það er líka ákveðin hræsni að slíkt slagorð kemur frá Miðflokknum þegar formaður flokksins var sjálfur sekur um að fara með fjármagn úr aflandsfélaginu sínu, Wintris, út fyrir landssteinanna. Ekki var hann að setja Ísland í fyrsta sæti með slíku framferði. Finnum betri leiðir til að fjármagna grunnstoðir samfélagsins sem gerir líf Íslendinga betra frekar en að einangra landið, gera Ísland veikara á alþjóðavettvangi og taka fjármagn af þeim sem minna mega sín. Verum fyrirmyndar samfélag og stöndum saman, með mannúð í fyrirrúmi. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun