Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 14. október 2025 10:45 Kæru lesendur og annað gott Framsóknarfólk Grasrótin er hjartað í Framsókn Framsóknarflokkurinn var stofnaður árið 1916 og er uppruni flokksins er einstakur þar sem hann varð til úr grasrótinni. Hann spratt upp úr kaupfélögunum, úr bændastéttinni, úr sveitarfélögunum, úr lífi og starfi venjulegs fólks sem vildi byggja réttlátara samfélag og sá það gat gert meira saman en í sitthvoru lagi. Hreyfingin varð að veruleika vegna þess að fólk lagði saman krafta sína saman, ekki fyrir sjálft sig, heldur fyrir heildina. Þessi hugsjón lifir enn í dag. Hún er ekki minning um liðna tíma; hún er grunnurinn að framtíðinni. Framsóknarflokkurinn hefur lifað af tímana vegna þess að hann hefur alltaf treyst á kraft fólksins. Það er þessi trú á manneskjuna, á skynsama manneskjulega nálgun, sem hefur haldið okkur á floti og gert okkur að þeim flokki sem við erum. Lausnin liggur í grasrótinni Við getum talað um stefnu, samstarf, stjórnarsáttmála og stjórnmálalega stöðu, en ekkert af þessu skiptir máli nema flokkurinn hafi lifandi, virka og stolta grasrót. Við verðum að leggja áherslu á starfið innanfrá með því að hlusta á félagana, virkja nýtt fólk, og skapa vettvang þar sem hugmyndir spretta fram, þroskast og verða að aðgerðum því þegar grasrótin er sterk, er Framsókn sterk. Við þurfum að styrkja tengslin milli forystunnar og aðildarfélaganna, tryggja að upplýsingaflæði sé lifandi og gagnkvæmt, og skapa virka farvegi fyrir félaga til að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanir. Slíkum markmiðum náum við með markvissum aðgerðum á borð við reglulegum fundum, opnu samtali og skipulögðu reglulegu starfi um allt land. Að láta meira að okkur kveða í íslenskum stjórnmálum Framsókn hefur alla burði til að vera sterkara afl í íslenskum stjórnmálum en nokkru sinni fyrr. Við höfum sýnt árangur í verkum í húsnæðismálum, innviðauppbyggingu, menntamálum og efnahagsmálum en það er ekki nóg að vinna vel, við verðum líka að segja frá því. Við verðum að minna fólk á hvers vegna Framsókn skiptir máli. Við erum flokkur jafnvægis, ábyrgðar, samvinnu og í dag þegar samfélagið virðist oft klofið og samtalið hart, er þörfin fyrir miðju og manneskjulega rödd meiri en nokkru sinni. Hlutverk ritara er að vera brú milli forystu og fólks Ritari Framsóknar þarf að vera brú milli forystu og félaga og ef mér verður treyst fyrir því hlutverki mun ég vinna að því að styrkja innra starf flokksins með skipulagi og samvinnu, efla þátttöku nýrra félaga með hvatningu og fræðslu. Ég býð mig fram til ritara Framsóknarflokksins vegna þess að ég trúi á þetta starf okkar, á samvinnu, á félagshyggjuna og á þann kraft sem býr í félögum um land allt. Ég trúi því af heilum hug að framtíð Framsóknar liggi ekki í því að elta strauma, heldur að styrkja rótina. Að lausnin á næstu áratugum hvort sem er í stjórnmálum, samfélagsumræðu eða innra starfi felst í því að efla grasrótina, tengja fólk og byggja traust innan frá. Þegar við gerum það, verður Framsókn aftur sú kraftmikla hreyfing sem færir fólki von, traust og framtíðarsýn. Því Framsókn er ekki aðeins flokkur hún er hreyfing fólks og framtíðin okkar byrjar í grasrótinni. Höfundur er oddviti í Múlaþingi, varaþingmaður í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í embætti ritara Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kæru lesendur og annað gott Framsóknarfólk Grasrótin er hjartað í Framsókn Framsóknarflokkurinn var stofnaður árið 1916 og er uppruni flokksins er einstakur þar sem hann varð til úr grasrótinni. Hann spratt upp úr kaupfélögunum, úr bændastéttinni, úr sveitarfélögunum, úr lífi og starfi venjulegs fólks sem vildi byggja réttlátara samfélag og sá það gat gert meira saman en í sitthvoru lagi. Hreyfingin varð að veruleika vegna þess að fólk lagði saman krafta sína saman, ekki fyrir sjálft sig, heldur fyrir heildina. Þessi hugsjón lifir enn í dag. Hún er ekki minning um liðna tíma; hún er grunnurinn að framtíðinni. Framsóknarflokkurinn hefur lifað af tímana vegna þess að hann hefur alltaf treyst á kraft fólksins. Það er þessi trú á manneskjuna, á skynsama manneskjulega nálgun, sem hefur haldið okkur á floti og gert okkur að þeim flokki sem við erum. Lausnin liggur í grasrótinni Við getum talað um stefnu, samstarf, stjórnarsáttmála og stjórnmálalega stöðu, en ekkert af þessu skiptir máli nema flokkurinn hafi lifandi, virka og stolta grasrót. Við verðum að leggja áherslu á starfið innanfrá með því að hlusta á félagana, virkja nýtt fólk, og skapa vettvang þar sem hugmyndir spretta fram, þroskast og verða að aðgerðum því þegar grasrótin er sterk, er Framsókn sterk. Við þurfum að styrkja tengslin milli forystunnar og aðildarfélaganna, tryggja að upplýsingaflæði sé lifandi og gagnkvæmt, og skapa virka farvegi fyrir félaga til að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanir. Slíkum markmiðum náum við með markvissum aðgerðum á borð við reglulegum fundum, opnu samtali og skipulögðu reglulegu starfi um allt land. Að láta meira að okkur kveða í íslenskum stjórnmálum Framsókn hefur alla burði til að vera sterkara afl í íslenskum stjórnmálum en nokkru sinni fyrr. Við höfum sýnt árangur í verkum í húsnæðismálum, innviðauppbyggingu, menntamálum og efnahagsmálum en það er ekki nóg að vinna vel, við verðum líka að segja frá því. Við verðum að minna fólk á hvers vegna Framsókn skiptir máli. Við erum flokkur jafnvægis, ábyrgðar, samvinnu og í dag þegar samfélagið virðist oft klofið og samtalið hart, er þörfin fyrir miðju og manneskjulega rödd meiri en nokkru sinni. Hlutverk ritara er að vera brú milli forystu og fólks Ritari Framsóknar þarf að vera brú milli forystu og félaga og ef mér verður treyst fyrir því hlutverki mun ég vinna að því að styrkja innra starf flokksins með skipulagi og samvinnu, efla þátttöku nýrra félaga með hvatningu og fræðslu. Ég býð mig fram til ritara Framsóknarflokksins vegna þess að ég trúi á þetta starf okkar, á samvinnu, á félagshyggjuna og á þann kraft sem býr í félögum um land allt. Ég trúi því af heilum hug að framtíð Framsóknar liggi ekki í því að elta strauma, heldur að styrkja rótina. Að lausnin á næstu áratugum hvort sem er í stjórnmálum, samfélagsumræðu eða innra starfi felst í því að efla grasrótina, tengja fólk og byggja traust innan frá. Þegar við gerum það, verður Framsókn aftur sú kraftmikla hreyfing sem færir fólki von, traust og framtíðarsýn. Því Framsókn er ekki aðeins flokkur hún er hreyfing fólks og framtíðin okkar byrjar í grasrótinni. Höfundur er oddviti í Múlaþingi, varaþingmaður í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í embætti ritara Framsóknar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun