Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2025 18:33 Svandís segist þekkja þjónustu Ljóssins vel. Hún hafi nýtt sér hana bæði sem krabbameinssjúklingur og aðstandandi og hafi áður kynnst henni sem heilbrigðisráðherra. Hún segir starfsemi samtakanna gríðarlega mikilvæga. Vilhelm/Anton Brink Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“ Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“
Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira