Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar 16. október 2025 08:30 Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana? Ísland fyrst er ekki merki um skeytingarleysi gagnvart umheiminum heldur áminning um að frumskylda ríkisins er að standa vörð um hagsmuni, velferð og öryggi eigin borgara. Krafa um að hlúa fyrst að innviðum er ekki afneitun á alþjóðlegri samvinnu heldur rökrétt forgangsröðun. Ísland hefur sem smáríki takmarkaða burði, því skiptir höfuðmáli að fjármunir séu vel nýttir, bæði innanlands og utan. Íslenska ríkið er ekki öllum skuldbundið í sama mæli og sumum alls ekki. Þegar ríkið fer að starfa eins og alþjóðleg góðgerðasamtök og stjórnmálamenn álíta sig fulltrúa heimsins en ekki þjóðarinnar þá er ruglað saman kristnum siðaboðskap og pólitískri hugmyndafræði. Boðið um að elska náunga sinn snýst um sjálfviljuga miskunn einstaklinga en ekki opinbera stefnu sem fjármögnuð er með skattheimtu. Krafan um Ísland fyrst endurspeglar það rof sem hefur myndast milli almennings og valdhafa, almennings og fjölmiðla, almennings og stofnana. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmál á Vesturlöndum snúist æ minna um að leysa raunveruleg vandamál en sífellt meira um dyggðaskreytingar á alþjóðlegum vettvangi. Það er engin tilviljun að traust á stjórnmálum hefur dvínað. Almenningur upplifir að eigin hagsmunir séu látnir víkja fyrir óljósum alþjóðlegum markmiðum. Í stað þess að taka hinn almenna borgara alvarlega hefur elítan brugðist við með því að gera lítið úr honum og áhyggjum hans, hann er afskrifaður sem öfgafullur, afturhald eða ógn við lýðræðið. Það er einmitt slík firring sem grefur undan trausti til ríkisins og lýðræðisins. Ísland fyrst er ekki bara krafa um forgangsröðun, það er ákall til yfirvalda um að hlusta á landann. Að stjórnmála- og embættismenn rifji upp tilgang íslenska ríkisins, hverjum þeir eru skuldbundnir og hverra hagsmuna þeim ber að gæta. Höfundur er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana? Ísland fyrst er ekki merki um skeytingarleysi gagnvart umheiminum heldur áminning um að frumskylda ríkisins er að standa vörð um hagsmuni, velferð og öryggi eigin borgara. Krafa um að hlúa fyrst að innviðum er ekki afneitun á alþjóðlegri samvinnu heldur rökrétt forgangsröðun. Ísland hefur sem smáríki takmarkaða burði, því skiptir höfuðmáli að fjármunir séu vel nýttir, bæði innanlands og utan. Íslenska ríkið er ekki öllum skuldbundið í sama mæli og sumum alls ekki. Þegar ríkið fer að starfa eins og alþjóðleg góðgerðasamtök og stjórnmálamenn álíta sig fulltrúa heimsins en ekki þjóðarinnar þá er ruglað saman kristnum siðaboðskap og pólitískri hugmyndafræði. Boðið um að elska náunga sinn snýst um sjálfviljuga miskunn einstaklinga en ekki opinbera stefnu sem fjármögnuð er með skattheimtu. Krafan um Ísland fyrst endurspeglar það rof sem hefur myndast milli almennings og valdhafa, almennings og fjölmiðla, almennings og stofnana. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmál á Vesturlöndum snúist æ minna um að leysa raunveruleg vandamál en sífellt meira um dyggðaskreytingar á alþjóðlegum vettvangi. Það er engin tilviljun að traust á stjórnmálum hefur dvínað. Almenningur upplifir að eigin hagsmunir séu látnir víkja fyrir óljósum alþjóðlegum markmiðum. Í stað þess að taka hinn almenna borgara alvarlega hefur elítan brugðist við með því að gera lítið úr honum og áhyggjum hans, hann er afskrifaður sem öfgafullur, afturhald eða ógn við lýðræðið. Það er einmitt slík firring sem grefur undan trausti til ríkisins og lýðræðisins. Ísland fyrst er ekki bara krafa um forgangsröðun, það er ákall til yfirvalda um að hlusta á landann. Að stjórnmála- og embættismenn rifji upp tilgang íslenska ríkisins, hverjum þeir eru skuldbundnir og hverra hagsmuna þeim ber að gæta. Höfundur er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun