Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Dynjandi 20. október 2025 11:30 Feðgarnir Gunnlaugur Egill Steindórsson aðstoðarframkvæmdastjóri (t.v.) og Steindór Gunnlaugsson framkvæmdastjóri. Samtals hafa þeir unnið hjá Dynjanda í 59 ár. Dynjandi ehf. hefur selt og þjónustað PELTOR heyrnarhlífar og heyrnartól í um 60 ár. Það má segja að bygging Búrfellsvirkjunar og bygging álversins í Straumsvík hafi markað fyrstu stóru skrefin í sölu öryggisbúnaðar hjá okkur í Dynjanda en þá var m.a. boðið upp á öryggishjálma, heyrnarhlífar og öryggisskófatnað. Stofnandi fyrirtækisins, Gunnlaugur Pálmi Steindórsson, hafði á þessum árum hitt stofnanda Peltors AB í Svíþjóð, Thore Palmae, sem stofnaði fyrirtækið 1950 en hann hafði reynslu úr sænska flughernum og var meðvitaður um mikla þörf á betri heyrnarhlífum og einnig heyrnartólum til að geta haft samskipti í miklum hávaða. Heyrnarhlífarnar þóttu sérlega góð hönnun í upphafi og þykja enn í dag vera þægilegar og góðar til langrar notkunar í senn og veita virkilega góða vernd gegn hávaða. Hlífarnar komu snemma með vökvafylltum púðum til að auka þægindin í mjög miklum hávaða, t.d. í vélarúmum skipa. Þá kom Peltor með heyrnarhlífar sem voru hannaðar fyrir börn og ungmenni til að verja gegn hávaða í frístundum. Á níunda áratugnum komu á sjónarsviðið svokölluð lúpukerfi sem þótti vera bylting, m.a. fyrir starfsfólk í íslenskum iðnaði. Í þessum kerfum var hægt að hlusta á þrjár rásir sem voru ýmist útvarpsrásir og eða afspilun tónlistar. Þá komu einnig fram heyrnartól til tengingar við útvarp og til samskipta við önnur heyrnartól og síðar við talstöðvar sem var enn ein byltingin. Rétt eftir aldamót byrjaði Peltor með rally hjálma sem nutu mikilla vinsælda hér á árum áður. Rally hjálmasett fyrir opinn hjálm voru mikið notuð í rally hjálmana og rötuðu svo til sjómanna og voru mikið notuð og reyndust áreiðanleg við krefjandi aðstæður. Á tíunda áratug síðustu aldar fékk Dynjandi nokkrar viðurkenningar frá Peltor, m.a. gullheyrnarhlífina. Í byrjun tíunda áratugarins komu á markaðinn heyrnartól með innbyggðu FM útvarpi sem landsmenn tóku vel. Á þessum tíma fengum við nokkrar viðurkenningar frá Peltor, m.a. gullheyrnarhlífina, en miðað við höfðatölu áttum við besta árangurinn hjá þeim. Síðan þá hefur Peltor komið með reglulegar uppfærslur á heyrnarhlífum og fylgst vel með tækninni. Í dag eru þetta mikil samskiptatæki sem hægt er að tengja við síma, talstöðvar og til að streyma tónlist og öðru efni. Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Það má segja að bygging Búrfellsvirkjunar og bygging álversins í Straumsvík hafi markað fyrstu stóru skrefin í sölu öryggisbúnaðar hjá okkur í Dynjanda en þá var m.a. boðið upp á öryggishjálma, heyrnarhlífar og öryggisskófatnað. Stofnandi fyrirtækisins, Gunnlaugur Pálmi Steindórsson, hafði á þessum árum hitt stofnanda Peltors AB í Svíþjóð, Thore Palmae, sem stofnaði fyrirtækið 1950 en hann hafði reynslu úr sænska flughernum og var meðvitaður um mikla þörf á betri heyrnarhlífum og einnig heyrnartólum til að geta haft samskipti í miklum hávaða. Heyrnarhlífarnar þóttu sérlega góð hönnun í upphafi og þykja enn í dag vera þægilegar og góðar til langrar notkunar í senn og veita virkilega góða vernd gegn hávaða. Hlífarnar komu snemma með vökvafylltum púðum til að auka þægindin í mjög miklum hávaða, t.d. í vélarúmum skipa. Þá kom Peltor með heyrnarhlífar sem voru hannaðar fyrir börn og ungmenni til að verja gegn hávaða í frístundum. Á níunda áratugnum komu á sjónarsviðið svokölluð lúpukerfi sem þótti vera bylting, m.a. fyrir starfsfólk í íslenskum iðnaði. Í þessum kerfum var hægt að hlusta á þrjár rásir sem voru ýmist útvarpsrásir og eða afspilun tónlistar. Þá komu einnig fram heyrnartól til tengingar við útvarp og til samskipta við önnur heyrnartól og síðar við talstöðvar sem var enn ein byltingin. Rétt eftir aldamót byrjaði Peltor með rally hjálma sem nutu mikilla vinsælda hér á árum áður. Rally hjálmasett fyrir opinn hjálm voru mikið notuð í rally hjálmana og rötuðu svo til sjómanna og voru mikið notuð og reyndust áreiðanleg við krefjandi aðstæður. Á tíunda áratug síðustu aldar fékk Dynjandi nokkrar viðurkenningar frá Peltor, m.a. gullheyrnarhlífina. Í byrjun tíunda áratugarins komu á markaðinn heyrnartól með innbyggðu FM útvarpi sem landsmenn tóku vel. Á þessum tíma fengum við nokkrar viðurkenningar frá Peltor, m.a. gullheyrnarhlífina, en miðað við höfðatölu áttum við besta árangurinn hjá þeim. Síðan þá hefur Peltor komið með reglulegar uppfærslur á heyrnarhlífum og fylgst vel með tækninni. Í dag eru þetta mikil samskiptatæki sem hægt er að tengja við síma, talstöðvar og til að streyma tónlist og öðru efni.
Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira