Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar 16. október 2025 17:01 Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun