Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 16. október 2025 17:30 Síðustu vikur hafa tvö mál verið áberandi í umræðunni; skortur á úrræðum fyrir börn í vímuefnaneyslu og slæm staða í fangelsismálum. Í báðum málaflokkum er margumtöluð innviðaskuld átakanleg. Þarna birtast okkur mjög veikir hlekkir í keðjunni sem mótar velferðarkerfið okkar. En hvar byrjar þessi keðja? Erum við að standa okkur nógu vel þegar kemur að því að búa börnum og nýjum foreldrum til öruggt umhverfi? Síðan 2014 hafa Norðmenn verið að prófa sig áfram og rannsaka á sama tíma verkefnið Sammen pa vei. Fyrirmyndin er 40 ára alþjóðlegt verkefni sem heitir Nurse Family Partnership sem er til staðar í fjölda landa. Verkefnið er á vegum Barnaverndarstofu í Noregi og gengur út á að grípa tilvonandi mæður sem hafa upplifað áföll, alist upp við krefjandi aðstæður eða búa við veikt félagslegt umhverfi. Konum er boðið upp á stuðning á meðgöngu og á fyrstu árum barnsins, á viðkvæmasta mótunartíma hvers barns. Konurnar hafa aðgang að fagmanneskju sem þær geta leitað til án hindrana sem heimsækir líka móðurina aðra hvora viku. Viðkomandi hjálpar mæðrum að takast á við áskoranir sem þær standa frammi fyrir, hvort sem er að ná tökum á fjármálum, svara spurningum um uppeldi og leiðbeina um bestu aðferðir við umönnun barnanna og valdeflingu sem dæmi. Ég átti nýverið samtal við konu sem nýtti þessa þjónustu og gaf mér leyfi til að vitna í orð sín, með leyfi forseta: „Það var ómetanleg tilfinning að upplifa að maður væri séður af velferðarkerfinu á viðkvæmum tímamótum í lífinu. Stuðningurinn og eftirfylgnin sem ég fékk fyrstu tvö árin í lífi barnsins míns gaf mér styrkinn og sjálfstraustið sem ég þurfti til þess að koma í veg fyrir að barnið mitt erfði mín eigin áföll og áföll kynslóðanna á undan mér." Við þurfum ekki að finna upp hjólið, en við verðum að finna leiðir til að standa betur með foreldrum og búa börnum öruggt umhverfi. Mér finnst full ástæða til þess að skoða betur það sem hefur virkað í löndum sem við berum okkur saman við með það fyrir augum að styrkja velferðarkerfið okkar. Þess vegna ætla ég að fara aðeins betur ofan í saumana á þessu verkefni. Nánar um Family Nurse Partnership Eins og áður sagði er Family Nurse Partnership (FNP) stuðningsverkefni fyrir ungar mæður sem eru í viðkvæmri stöðu. Verkefnið nýtist bæði foreldrum og barni, en er unnið fyrst og fremst í gegnum móðurina. Maki móður tekur einnig virkan þátt sem styrkir framkvæmd verkefnisins og bætir árangur fyrir barnið eins og kemur fram í skýrslu Fatherhood Institute frá árinu 2022. Markmiðið er að styrkja foreldrahæfni, bæta heilsu og efla félagslega og efnahagslega stöðu fjölskyldunnar. FNP er leyfisbundið verkefni og þróað við háskólann í Colorado í Denver, Bandaríkjunum og er innleitt í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Skotlandi, Norður-Írlandi, Búlgaríu og Noregi. Á 40 ára líftíma verkefnisins hefur orðið til alþjóðlegt net fagfólks sem deilir reynslu milli landa, en verkefnið er rannsóknarbundið. Rannsóknir sýna að FNP stuðlar að verulegum umbótum fyrir mæður og börn þeirra bæði heilsufarslega og félagslega. Langtímarannsóknir sem gerðar voru í Bandaríkjunum og Kanada sýna að konur sem taka þátt í FNP eru líklegri til að ganga með börnin sín fulla meðgöngu og fæða börn í eðlilegri fæðingarþyngd. Þær eru líklegri til að halda áfram brjóstagjöf og nýta bólusetningar í samræmi við leiðbeiningar og ólíklegri til að reykja á meðgöngu eða hefja tóbaksnotkun á ný eftir fæðingu. Þátttakendur í verkefninu eru líklegri til að halda áfram námi eða verða aftur virk í atvinnuþátttöku. Verkefnið hefur jákvæð áhrif á sjálfstæði og framtíðarhorfur mæðranna, ekki aðeins á heilsu þeirra og barna heldur árangur í lífinu almennt. Langtímarannsóknir sýna að börn mæðra sem fengu stuðning í gegnum NFP eru með betri námsárangur og félagsfærni, minni hegðunarvandamál og eru ólíklegri til að verða skjólstæðingar lögreglu og dómskerfisins. Einnig hefur komið í ljós að mæðurnar sjálfar eru ólíklegri til að verða fyrir ofbeldi eða beita ofbeldi. Greiningar sýna að fyrir hvern dollara sem fjárfest er í FNP geta sparast þrír til sex dollarar til lengri tíma í heilbrigðis-, mennta- og réttarkerfi. Árangurinn byggir ekki aðeins á fræðslu, heldur á tengslum, trúnaði og samfelldri eftirfylgni. Mæðurnar fá einstaklingsmiðaða þjónustu frá einstaklingi sem þær treysta og hefur hlotið sérstaka þjálfun til að sinna verkefninu. FNP sýnir að snemmtæk íhlutun virkar þegar ungar mæður í viðkvæmri stöðu fá raunverulegan stuðning, trúnað og fræðslu frá fagfólki. Börn geta villst af leið vegna ýmissa ástæða og vandi þeirra á sér ekki alltaf rætur í uppeldi eða félagslegum aðstæðum, en í einhverjum tilfellum er það þó þannig. Allir foreldrar vilja gera sitt besta en það getur verið flókið að rjúfa vítahring áfalla fyrri kynslóða og koma í veg fyrir að þau flytjist áfram til nýrra kynslóða. Eins og rannsóknir á FNP sýna fram á þá geta utanaðkomandi langtímaaðstoð á þessum viðkvæma tímapunkti í lífi ungra kvenna gert gæfumun, bæði fyrir þær og ekki síður börnin. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fangelsismál Fíkn Fjölskyldumál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa tvö mál verið áberandi í umræðunni; skortur á úrræðum fyrir börn í vímuefnaneyslu og slæm staða í fangelsismálum. Í báðum málaflokkum er margumtöluð innviðaskuld átakanleg. Þarna birtast okkur mjög veikir hlekkir í keðjunni sem mótar velferðarkerfið okkar. En hvar byrjar þessi keðja? Erum við að standa okkur nógu vel þegar kemur að því að búa börnum og nýjum foreldrum til öruggt umhverfi? Síðan 2014 hafa Norðmenn verið að prófa sig áfram og rannsaka á sama tíma verkefnið Sammen pa vei. Fyrirmyndin er 40 ára alþjóðlegt verkefni sem heitir Nurse Family Partnership sem er til staðar í fjölda landa. Verkefnið er á vegum Barnaverndarstofu í Noregi og gengur út á að grípa tilvonandi mæður sem hafa upplifað áföll, alist upp við krefjandi aðstæður eða búa við veikt félagslegt umhverfi. Konum er boðið upp á stuðning á meðgöngu og á fyrstu árum barnsins, á viðkvæmasta mótunartíma hvers barns. Konurnar hafa aðgang að fagmanneskju sem þær geta leitað til án hindrana sem heimsækir líka móðurina aðra hvora viku. Viðkomandi hjálpar mæðrum að takast á við áskoranir sem þær standa frammi fyrir, hvort sem er að ná tökum á fjármálum, svara spurningum um uppeldi og leiðbeina um bestu aðferðir við umönnun barnanna og valdeflingu sem dæmi. Ég átti nýverið samtal við konu sem nýtti þessa þjónustu og gaf mér leyfi til að vitna í orð sín, með leyfi forseta: „Það var ómetanleg tilfinning að upplifa að maður væri séður af velferðarkerfinu á viðkvæmum tímamótum í lífinu. Stuðningurinn og eftirfylgnin sem ég fékk fyrstu tvö árin í lífi barnsins míns gaf mér styrkinn og sjálfstraustið sem ég þurfti til þess að koma í veg fyrir að barnið mitt erfði mín eigin áföll og áföll kynslóðanna á undan mér." Við þurfum ekki að finna upp hjólið, en við verðum að finna leiðir til að standa betur með foreldrum og búa börnum öruggt umhverfi. Mér finnst full ástæða til þess að skoða betur það sem hefur virkað í löndum sem við berum okkur saman við með það fyrir augum að styrkja velferðarkerfið okkar. Þess vegna ætla ég að fara aðeins betur ofan í saumana á þessu verkefni. Nánar um Family Nurse Partnership Eins og áður sagði er Family Nurse Partnership (FNP) stuðningsverkefni fyrir ungar mæður sem eru í viðkvæmri stöðu. Verkefnið nýtist bæði foreldrum og barni, en er unnið fyrst og fremst í gegnum móðurina. Maki móður tekur einnig virkan þátt sem styrkir framkvæmd verkefnisins og bætir árangur fyrir barnið eins og kemur fram í skýrslu Fatherhood Institute frá árinu 2022. Markmiðið er að styrkja foreldrahæfni, bæta heilsu og efla félagslega og efnahagslega stöðu fjölskyldunnar. FNP er leyfisbundið verkefni og þróað við háskólann í Colorado í Denver, Bandaríkjunum og er innleitt í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Skotlandi, Norður-Írlandi, Búlgaríu og Noregi. Á 40 ára líftíma verkefnisins hefur orðið til alþjóðlegt net fagfólks sem deilir reynslu milli landa, en verkefnið er rannsóknarbundið. Rannsóknir sýna að FNP stuðlar að verulegum umbótum fyrir mæður og börn þeirra bæði heilsufarslega og félagslega. Langtímarannsóknir sem gerðar voru í Bandaríkjunum og Kanada sýna að konur sem taka þátt í FNP eru líklegri til að ganga með börnin sín fulla meðgöngu og fæða börn í eðlilegri fæðingarþyngd. Þær eru líklegri til að halda áfram brjóstagjöf og nýta bólusetningar í samræmi við leiðbeiningar og ólíklegri til að reykja á meðgöngu eða hefja tóbaksnotkun á ný eftir fæðingu. Þátttakendur í verkefninu eru líklegri til að halda áfram námi eða verða aftur virk í atvinnuþátttöku. Verkefnið hefur jákvæð áhrif á sjálfstæði og framtíðarhorfur mæðranna, ekki aðeins á heilsu þeirra og barna heldur árangur í lífinu almennt. Langtímarannsóknir sýna að börn mæðra sem fengu stuðning í gegnum NFP eru með betri námsárangur og félagsfærni, minni hegðunarvandamál og eru ólíklegri til að verða skjólstæðingar lögreglu og dómskerfisins. Einnig hefur komið í ljós að mæðurnar sjálfar eru ólíklegri til að verða fyrir ofbeldi eða beita ofbeldi. Greiningar sýna að fyrir hvern dollara sem fjárfest er í FNP geta sparast þrír til sex dollarar til lengri tíma í heilbrigðis-, mennta- og réttarkerfi. Árangurinn byggir ekki aðeins á fræðslu, heldur á tengslum, trúnaði og samfelldri eftirfylgni. Mæðurnar fá einstaklingsmiðaða þjónustu frá einstaklingi sem þær treysta og hefur hlotið sérstaka þjálfun til að sinna verkefninu. FNP sýnir að snemmtæk íhlutun virkar þegar ungar mæður í viðkvæmri stöðu fá raunverulegan stuðning, trúnað og fræðslu frá fagfólki. Börn geta villst af leið vegna ýmissa ástæða og vandi þeirra á sér ekki alltaf rætur í uppeldi eða félagslegum aðstæðum, en í einhverjum tilfellum er það þó þannig. Allir foreldrar vilja gera sitt besta en það getur verið flókið að rjúfa vítahring áfalla fyrri kynslóða og koma í veg fyrir að þau flytjist áfram til nýrra kynslóða. Eins og rannsóknir á FNP sýna fram á þá geta utanaðkomandi langtímaaðstoð á þessum viðkvæma tímapunkti í lífi ungra kvenna gert gæfumun, bæði fyrir þær og ekki síður börnin. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun