Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 11:48 Vladímír Osetsjkin í viðtali við AP-fréttastofuna árið 2022. Hann flúði Rússland þegar stjórnvöld þar byrjuðu að þjarma að honum fyrir að afhjúpa illa meðferð á föngum í fangelsum landsins. AP/Francois Mori Fjórir menn voru handteknir í Frakklandi, grunaðir um að leggja á ráðin um að ráðast á rússneskan aðgerðasinna í útlegð. Frönsk yfirvöld hafa ekki greint frá þjóðerni mannanna eða hvort þeir séu taldir útsendrar erlendrar leyniþjónustu. Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins. Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins.
Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“