Handbolti

Þrír mark­verðir valdir en enginn Bjarki Már

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém, er ekki í íslenska hópnum sem mætir Þýskalandi.
Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém, er ekki í íslenska hópnum sem mætir Þýskalandi. vísir/vilhelm

Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið sautján leikmenn í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Þýskalandi í tveimur vináttulandsleikjum um mánaðarmótin.

Þrír markverðir eru í íslenska hópnum; Viktor Gísli Hallgrímsson, Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson.

Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum en þeir Orri Freyr Þorkelsson og Stiven Tobar Valencia manna vinstra hornið.

Ísland mætir Þýskalandi, sem Alfreð Gíslason stýrir, 30. október og 2. nóvember.

Janus Daði Smárason er ekki í hópnum en hann meiddist í leik með Pick Szeged á dögunum.

Íslenski hópurinn

Markverðir

  • Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (52/3)
  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (284/26)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, Barcelona (70/2)

Aðrir leikmenn

  • Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (103/107)
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, HSV Hamburg (23/7)
  • Elliði Snær Viðarsson, VFL Gummersbach (60/130)
  • Elvar Örn Jónsson, Magdeburg (89/205)
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, Madgeburg (71/155)
  • Haukur Þrastarsson, Reihn-Neckar Löwen (44/64)
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (54/162)
  • Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (90/325)
  • Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (28/86)
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (85/230)
  • Stiven Tobar Valencia, Benfica (20/23)
  • Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (17/34)
  • Viggó Kristjánsson, Erlangen (69/211)
  • Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (104/47)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×