Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifa 17. október 2025 14:02 Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun