1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 21. október 2025 10:33 Um 1500 ungmenni á aldrinum 18–29 ára í Reykjavík eru ekki í námi, vinnu eða virkni. Bakvið þessa tölu eru raunverulegir einstaklingar. Ungt fólk sem á allt lífið framundan. Það skiptir því máli að við grípum ungt fólk í vanvirkni og veitum því þann stuðning sem það þarf til að komast aftur í virkni. Hugtakið sem notað er yfir hópinn er NEET (e. Not in Education, Employment or Training) og er þetta hópur sem ráðamenn um alla Evrópu hafa haft vaxandi áhyggjur af. Árið 2023 var hlutfall einstaklinga á aldrinum 15-29 ára í hópnum yfir 11% í Evrópusambandinu. Á Íslandi var hlutfallið 6,3% hjá einstaklingum á aldrinum 16–24 ára árið 2022, samkvæmt Hagstofunni. Ástæður þess að einstaklingarnir eru í vanvirkni eru ólíkar. Sum ungmenni hafa flosnað úr skóla eða glímt við námserfiðleika, önnur glíma við andlega vanheilsu, veikindi eða félagslega erfiðleika sem gera þeim erfitt fyrir að hefja eða halda vinnu. Afleiðingarnar vanvirkni eru miklar bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Ungt fólk í vanvirkni byggir ekki upp reynslu, færni eða tengslanet í gegnum nám eða vinnu. Sjálfstraust og félagsfærni einstaklinga í vanvirkni minnkar og hættan á félagslegri einangrun, fátækt og vanlíðan eykst. Fyrir samfélagið getur vanvirkni ungs fólks falið í sér mannauðstap, leitt til lækkunar á framleiðni þjóðarinnar og aukið kostnað við velferðarkerfið. Það er því ljóst að mikilvægt er að auka stuðning við ungmenni sem detta úr virkni. Við þurfum að stíga stærri skref Við í Framsókn teljum að Reykjavíkurborg þurfi að stíga stærri skref til að mæta þessum hópi ungs fólks. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að velferðarsviði verði falið, í samstarfi við menningar- og íþróttasvið og skóla- og frístundasvið, að útfæra aðgerðir til að að auka virkni og stuðning við einstaklinga á aldrinum 16-29 ára sem eru ekki í námi, vinnu eða virkni. Við leggjum einnig til að borgin útfæri farsældarsamninga við foreldra eða forsjáraðila barna sem ljúka grunnskóla, með það að markmiði að auka samstarf borgarinnar við framhaldsskóla og bregðast við brottfalli úr framhaldsskólum. Það gerir það að verkum að framhaldsskólinn og sveitarfélagið geta átt í nánari samstarfi og hægt er að bregðast strax við merkjum um að einstaklingur sé að flosna upp úr námi. Slíkir samningar hafa gefist vel í öðrum sveitarfélögum eins og Árborg. Reynslan sýnir okkur að með réttri nálgun og samstilltum aðgerðum má ná árangri með hópum sem falla á milli skips og bryggju í hefðbundinni velferðarþjónustu. Með því að grípa inn í með snemmtækri íhlutun, samþættingu á þjónustu og einstaklingsmiðuðum stuðningi getum við hjálpað ungu fólki að finna sína leið og komast í nám, vinnu eða aðra virkni. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um 1500 ungmenni á aldrinum 18–29 ára í Reykjavík eru ekki í námi, vinnu eða virkni. Bakvið þessa tölu eru raunverulegir einstaklingar. Ungt fólk sem á allt lífið framundan. Það skiptir því máli að við grípum ungt fólk í vanvirkni og veitum því þann stuðning sem það þarf til að komast aftur í virkni. Hugtakið sem notað er yfir hópinn er NEET (e. Not in Education, Employment or Training) og er þetta hópur sem ráðamenn um alla Evrópu hafa haft vaxandi áhyggjur af. Árið 2023 var hlutfall einstaklinga á aldrinum 15-29 ára í hópnum yfir 11% í Evrópusambandinu. Á Íslandi var hlutfallið 6,3% hjá einstaklingum á aldrinum 16–24 ára árið 2022, samkvæmt Hagstofunni. Ástæður þess að einstaklingarnir eru í vanvirkni eru ólíkar. Sum ungmenni hafa flosnað úr skóla eða glímt við námserfiðleika, önnur glíma við andlega vanheilsu, veikindi eða félagslega erfiðleika sem gera þeim erfitt fyrir að hefja eða halda vinnu. Afleiðingarnar vanvirkni eru miklar bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Ungt fólk í vanvirkni byggir ekki upp reynslu, færni eða tengslanet í gegnum nám eða vinnu. Sjálfstraust og félagsfærni einstaklinga í vanvirkni minnkar og hættan á félagslegri einangrun, fátækt og vanlíðan eykst. Fyrir samfélagið getur vanvirkni ungs fólks falið í sér mannauðstap, leitt til lækkunar á framleiðni þjóðarinnar og aukið kostnað við velferðarkerfið. Það er því ljóst að mikilvægt er að auka stuðning við ungmenni sem detta úr virkni. Við þurfum að stíga stærri skref Við í Framsókn teljum að Reykjavíkurborg þurfi að stíga stærri skref til að mæta þessum hópi ungs fólks. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að velferðarsviði verði falið, í samstarfi við menningar- og íþróttasvið og skóla- og frístundasvið, að útfæra aðgerðir til að að auka virkni og stuðning við einstaklinga á aldrinum 16-29 ára sem eru ekki í námi, vinnu eða virkni. Við leggjum einnig til að borgin útfæri farsældarsamninga við foreldra eða forsjáraðila barna sem ljúka grunnskóla, með það að markmiði að auka samstarf borgarinnar við framhaldsskóla og bregðast við brottfalli úr framhaldsskólum. Það gerir það að verkum að framhaldsskólinn og sveitarfélagið geta átt í nánari samstarfi og hægt er að bregðast strax við merkjum um að einstaklingur sé að flosna upp úr námi. Slíkir samningar hafa gefist vel í öðrum sveitarfélögum eins og Árborg. Reynslan sýnir okkur að með réttri nálgun og samstilltum aðgerðum má ná árangri með hópum sem falla á milli skips og bryggju í hefðbundinni velferðarþjónustu. Með því að grípa inn í með snemmtækri íhlutun, samþættingu á þjónustu og einstaklingsmiðuðum stuðningi getum við hjálpað ungu fólki að finna sína leið og komast í nám, vinnu eða aðra virkni. Höfundur er borgarfulltrúi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun