Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. október 2025 18:28 Sigmundur Davíð er allt annað en sáttur með fermingarfræðsluna á Akureyri. Á myndinni er turn Lindarkirkju, sem tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun. Greint var frá því á Akureyri.net í gær að ekki hafi öllum foreldrum staðið á sama eftir fræðslukvöld fermingarbarna í Glerárkirkju í nýliðinni viku, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur var með fræðslu. Börnin frædd um mikilvægi sjálfsfróunar Ingþór Örn Valdimarsson greindi frá því að hann hefði sagt dóttur sína úr fermingarfræðslunni eftir fræðslukvöldið, eftir að hafa setið undir því sem hann kallaði Guðlast, undir hlátri og klappi presta kirkjunnar. Meðal annars hafi börnunum verið sagt frá mikilvægi sjálfsfróunar á köldum vetrarkvöldum og ágæti þess að skoða líkama hvert annars, með tilheyrandi glærum. Færsla Ingþórs. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði fyrir sig í útvarpsviðtali í gær þar sem hún sagði kynfræðslu fara misvel í fólk. Hún vildi kenna börnum að Jesú fagnaði ástinni og þau megi gera það líka, markmið hennar væri að valdefla börnin. Hún hafi ekkert talað um Maríu mey í fyrirlestrinum. Auk þess hafi fjöldi foreldra og fermingarbarna sem sóttu fræðsluna verið ánægð með hana. „Kynfræðsla fer misvel í fólk, ég fer misvel í fólk. Svo fara kristin gildi misvel í fólk, það er alveg pláss fyrir það. Það er eðlilegt að hlutir fari misvel í fólk,“ sagði Sigga Dögg. Tólf ára börn hvött til tilraunastarfsemi í kynlífi Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að frásagnirnar af fermingarfræðslunni á Akureyri séu því miður réttar. „...eins súrrealískt og galið það er að 12-13 ára börn í FERMINGARFRÆÐSLU séu þar hvött til hinnar ýmsu tilraunastarfsemi í kynlífi og það í kirkju.“ „Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun.“ Viðbrögð presta og annarra sem svara fyrir málið séu síst til þess fallin að bæta það. Þar birtist fyrst og fremst forherðing, skætingur og útúrsnúningar. Þjóðkirkjan þurfi að taka sér tak „Það er gott að við búum í frjálslyndu samfélagi þar sem kynlíf fólks varðar hvorki ríki né kirkju. Fullorðið fólk er og á að vera frjálst til að ræða þessi mál að vild og sinna hugðarefnum sínum svo framarlega sem það brýtur ekki á öðrum og blandar ekki börnum í málið,“ segir Sigmundur. Þjóðkirkjan þurfi hins vegar að fara taka sér tak og ná aftur tengingu við himin eða jörð, helst hvort tveggja. Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Miðflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Greint var frá því á Akureyri.net í gær að ekki hafi öllum foreldrum staðið á sama eftir fræðslukvöld fermingarbarna í Glerárkirkju í nýliðinni viku, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur var með fræðslu. Börnin frædd um mikilvægi sjálfsfróunar Ingþór Örn Valdimarsson greindi frá því að hann hefði sagt dóttur sína úr fermingarfræðslunni eftir fræðslukvöldið, eftir að hafa setið undir því sem hann kallaði Guðlast, undir hlátri og klappi presta kirkjunnar. Meðal annars hafi börnunum verið sagt frá mikilvægi sjálfsfróunar á köldum vetrarkvöldum og ágæti þess að skoða líkama hvert annars, með tilheyrandi glærum. Færsla Ingþórs. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði fyrir sig í útvarpsviðtali í gær þar sem hún sagði kynfræðslu fara misvel í fólk. Hún vildi kenna börnum að Jesú fagnaði ástinni og þau megi gera það líka, markmið hennar væri að valdefla börnin. Hún hafi ekkert talað um Maríu mey í fyrirlestrinum. Auk þess hafi fjöldi foreldra og fermingarbarna sem sóttu fræðsluna verið ánægð með hana. „Kynfræðsla fer misvel í fólk, ég fer misvel í fólk. Svo fara kristin gildi misvel í fólk, það er alveg pláss fyrir það. Það er eðlilegt að hlutir fari misvel í fólk,“ sagði Sigga Dögg. Tólf ára börn hvött til tilraunastarfsemi í kynlífi Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að frásagnirnar af fermingarfræðslunni á Akureyri séu því miður réttar. „...eins súrrealískt og galið það er að 12-13 ára börn í FERMINGARFRÆÐSLU séu þar hvött til hinnar ýmsu tilraunastarfsemi í kynlífi og það í kirkju.“ „Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun.“ Viðbrögð presta og annarra sem svara fyrir málið séu síst til þess fallin að bæta það. Þar birtist fyrst og fremst forherðing, skætingur og útúrsnúningar. Þjóðkirkjan þurfi að taka sér tak „Það er gott að við búum í frjálslyndu samfélagi þar sem kynlíf fólks varðar hvorki ríki né kirkju. Fullorðið fólk er og á að vera frjálst til að ræða þessi mál að vild og sinna hugðarefnum sínum svo framarlega sem það brýtur ekki á öðrum og blandar ekki börnum í málið,“ segir Sigmundur. Þjóðkirkjan þurfi hins vegar að fara taka sér tak og ná aftur tengingu við himin eða jörð, helst hvort tveggja.
Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Miðflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent