Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2025 22:05 Hegseth vísar til hinna meintu smyglara sem hryðjuverkamanna. AP Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti þetta á samfélagsmiðlum í dag og vísaði til hinna látnu sem hryðjuverkamanna. Í heildina hafi nú að minnsta kosti 34 látist í loftárásum Bandaríkjahers á meinta fíkniefnasmyglara. „Eiturlyfja-hryðjuverkamenn sem hafa hug á að færa okkur eitur finna hvergi örugga höfn á þessu jarðarhálfhveli. Alveg eins og Al Qaeda herjaði á föðurlandið okkar eru þessir bátar að herja á landamæri okkar og fólk,“ segir í færslunni, þar sem Hegseth vísar til stríðsins gegn hryðjuverkum sem Bandaríkjastjórn lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Yesterday, at the direction of President Trump, the Department of War conducted a lethal kinetic strike on a vessel being operated by a Designated Terrorist Organization and conducting narco-trafficking in the Eastern Pacific. The vessel was known by our intelligence to be… pic.twitter.com/BayDhUZ4Ac— Secretary of War Pete Hegseth (@SecWar) October 22, 2025 Í myndskeiðinu hér að ofan, sem Hegseth deidli á X, sést þegar bátur hálffullur af brúnum kössum springur í loft upp á miðri ferð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur réttlætt loftárásirnar með því að segja Bandaríkin eiga í vopnuðum átökum gegn eiturlyfjasmyglurum og lýst þeim sem ólöglegum vígamönnum. Trump hefur margsinnis sagt að ólögleg fíkniefni sem komi til Bandaríkjanna með umræddum bátum, sér í lagi fentanýl, séu að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Fentanýl berst aftur á móti til Bandaríkjanna í gegnum landamæri þeirra við Mexíkó, samkvæmt umfjöllun AP. Bandaríkjaher kom sér upp óvenjulega stórum herflota á Karabíska hafinu og undan ströndum Venesúela í sumar. Stækkunin vakti spurningar um hvort Trump væri með þessu að gera tilraun til að steypa Nicolás Maduro forseta Venesúela af stóli, að því er kemur fram í umfjöllun AP. Maduro sætir ákæru fyrir fíkniefnabrot í Bandaríkjunum. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54 Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti þetta á samfélagsmiðlum í dag og vísaði til hinna látnu sem hryðjuverkamanna. Í heildina hafi nú að minnsta kosti 34 látist í loftárásum Bandaríkjahers á meinta fíkniefnasmyglara. „Eiturlyfja-hryðjuverkamenn sem hafa hug á að færa okkur eitur finna hvergi örugga höfn á þessu jarðarhálfhveli. Alveg eins og Al Qaeda herjaði á föðurlandið okkar eru þessir bátar að herja á landamæri okkar og fólk,“ segir í færslunni, þar sem Hegseth vísar til stríðsins gegn hryðjuverkum sem Bandaríkjastjórn lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Yesterday, at the direction of President Trump, the Department of War conducted a lethal kinetic strike on a vessel being operated by a Designated Terrorist Organization and conducting narco-trafficking in the Eastern Pacific. The vessel was known by our intelligence to be… pic.twitter.com/BayDhUZ4Ac— Secretary of War Pete Hegseth (@SecWar) October 22, 2025 Í myndskeiðinu hér að ofan, sem Hegseth deidli á X, sést þegar bátur hálffullur af brúnum kössum springur í loft upp á miðri ferð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur réttlætt loftárásirnar með því að segja Bandaríkin eiga í vopnuðum átökum gegn eiturlyfjasmyglurum og lýst þeim sem ólöglegum vígamönnum. Trump hefur margsinnis sagt að ólögleg fíkniefni sem komi til Bandaríkjanna með umræddum bátum, sér í lagi fentanýl, séu að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Fentanýl berst aftur á móti til Bandaríkjanna í gegnum landamæri þeirra við Mexíkó, samkvæmt umfjöllun AP. Bandaríkjaher kom sér upp óvenjulega stórum herflota á Karabíska hafinu og undan ströndum Venesúela í sumar. Stækkunin vakti spurningar um hvort Trump væri með þessu að gera tilraun til að steypa Nicolás Maduro forseta Venesúela af stóli, að því er kemur fram í umfjöllun AP. Maduro sætir ákæru fyrir fíkniefnabrot í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54 Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54
Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01