Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 23. október 2025 22:01 Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun