Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar 24. október 2025 09:47 Vesalings bankarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og hafa auk að minnsta kosti þriggja lífeyrissjóða stöðvað tímabundið veitingu verðtryggðra lána og sumir líka óverðtryggðra lána með skilmálum um breytilega vexti í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands um ólögmæti þeirra. Sem betur fer eru þó til afar einfaldar og hagnýtar lausnir á þessum meinta vanda. Fyrir verðtryggðu lánin: ●Stöðvið allar lánveitingar verðtryggðra lána til neytenda, líka með föstum vöxtum. ●Gerið tímabundnu stöðvunina varanlega! Það þarfnast engra frekari aðgerða. ●Bjóðið neytendum með eldri verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð lán og fylgið í þetta sinn lögum með því að setja engin skilyrði um greiðslumat við skuldbreytinguna. Fyrir óverðtryggðu lánin: ●Fylgið lögum og leiðréttið vexti útistandandi óverðtryggðra lána neytenda í þá sem var upphaflega samið um enda eru skilmálarnir um breytingar á þeim ólöglegir. ●Endurgreiðið með dráttarvöxtum alla þegar oftekna vexti umfram samningsvexti! ●Bjóðið neytendum óverðtryggð lán með föstum vöxtum allan lánstímann og hafið þá engar áhyggjur af því að verða gripnir aftur glóðvolgir því það er fullkomlega löglegt. ●Ef þið viljið endilega bjóða neytendum óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, farið þá framvegis eftir ykkar eigin greiðslumati og hækkið ekki vexti á neinu slíku láni umfram það sem þið höfðuð sjálfir reiknað út að rúmaðist innan greiðslugetu lántakandans því þá amast varla neinn yfir vaxtabreytingum innan þeirra marka. Sérlausn vegna fyrstu kaupa: ●Greiðslujöfnun: Til að auðvelda fyrstu kaupendum að standast greiðslumat getur lánið verið afborgunarlaust þannig að eingöngu eru greiddir vextir af því fyrstu 3-5 árin. Að þeim tíma liðnum er greiðslumatið endurnýjað og greiðslubyrðin aðlöguð að því svo að afborganir af höfuðstól hefjist. Þetta er svo endurtekið með jafn löngu millibili á lánstímanum þar til greiðslubyrðin samsvarar því sem nægir til að greiða lánið að endingu niður að fullu. ●Fyrstu kaupendur: Neytendur sem hafa ekki átt eigin íbúð undangengin 5 ár líkt og á við um opinber úrræði vegna fyrstu kaupa. Óverulegur eignarhlutur sem hefur ekki verið keyptur heldur fenginn í arf eða af svipuðum ástæðum telst ekki vera eigin íbúð. Lánveitendum er hjartanlega velkomið að leita ráða hjá Hagsmunasamtökum heimilanna um nánari útfærslur á þessum sem og öðrum lausnum í þágu neytenda á fjármálamarkaði. Heimilin eiga ekki að vera fóður fyrir bankana! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vesalings bankarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og hafa auk að minnsta kosti þriggja lífeyrissjóða stöðvað tímabundið veitingu verðtryggðra lána og sumir líka óverðtryggðra lána með skilmálum um breytilega vexti í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands um ólögmæti þeirra. Sem betur fer eru þó til afar einfaldar og hagnýtar lausnir á þessum meinta vanda. Fyrir verðtryggðu lánin: ●Stöðvið allar lánveitingar verðtryggðra lána til neytenda, líka með föstum vöxtum. ●Gerið tímabundnu stöðvunina varanlega! Það þarfnast engra frekari aðgerða. ●Bjóðið neytendum með eldri verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð lán og fylgið í þetta sinn lögum með því að setja engin skilyrði um greiðslumat við skuldbreytinguna. Fyrir óverðtryggðu lánin: ●Fylgið lögum og leiðréttið vexti útistandandi óverðtryggðra lána neytenda í þá sem var upphaflega samið um enda eru skilmálarnir um breytingar á þeim ólöglegir. ●Endurgreiðið með dráttarvöxtum alla þegar oftekna vexti umfram samningsvexti! ●Bjóðið neytendum óverðtryggð lán með föstum vöxtum allan lánstímann og hafið þá engar áhyggjur af því að verða gripnir aftur glóðvolgir því það er fullkomlega löglegt. ●Ef þið viljið endilega bjóða neytendum óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, farið þá framvegis eftir ykkar eigin greiðslumati og hækkið ekki vexti á neinu slíku láni umfram það sem þið höfðuð sjálfir reiknað út að rúmaðist innan greiðslugetu lántakandans því þá amast varla neinn yfir vaxtabreytingum innan þeirra marka. Sérlausn vegna fyrstu kaupa: ●Greiðslujöfnun: Til að auðvelda fyrstu kaupendum að standast greiðslumat getur lánið verið afborgunarlaust þannig að eingöngu eru greiddir vextir af því fyrstu 3-5 árin. Að þeim tíma liðnum er greiðslumatið endurnýjað og greiðslubyrðin aðlöguð að því svo að afborganir af höfuðstól hefjist. Þetta er svo endurtekið með jafn löngu millibili á lánstímanum þar til greiðslubyrðin samsvarar því sem nægir til að greiða lánið að endingu niður að fullu. ●Fyrstu kaupendur: Neytendur sem hafa ekki átt eigin íbúð undangengin 5 ár líkt og á við um opinber úrræði vegna fyrstu kaupa. Óverulegur eignarhlutur sem hefur ekki verið keyptur heldur fenginn í arf eða af svipuðum ástæðum telst ekki vera eigin íbúð. Lánveitendum er hjartanlega velkomið að leita ráða hjá Hagsmunasamtökum heimilanna um nánari útfærslur á þessum sem og öðrum lausnum í þágu neytenda á fjármálamarkaði. Heimilin eiga ekki að vera fóður fyrir bankana! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar