Meðalmennskan plagar Brján Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. október 2025 07:03 Halldór Gylfason og Ilmur Kristjánsdóttir fara með aðalhlutverk í gamanþáttaröðinni. Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. Sex þátta serían Brjánn hóf göngu sína á Sýn+ í september og lauk fyrir skömmu. Halldór Gylfason fer með aðalhlutverkið en einnig leika í þáttunum Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi jr.), Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og fleiri góðir. Sigurjón Kjartansson, sem er þekktastur fyrir grín og handritsskrif, leikstýrir Brjáni en hann hefur áður leikstýrt átta þáttum af Fóstbræðrum kringum aldamót og kvikmyndinni Fullu húsi í fyrra. Handrit þáttanna skrifa þau Sólmundur Hólm, sem skrifaði Ice Guys og Jarðarförina mína, og Karen Björg Þorsteinsdóttir sem hefur áður skrifað Venjulegt fólk, Kennarastofuna og Útilegu, en þau fara jafnframt með aukahlutverk í þáttunum. Lítilmagninn í Laugardal Hugmyndin að Brjáni byggir á stuttmynd sem Erlingur Jack Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður Þróttar og kvikmyndaframleiðandi, gerði í kvikmyndaskólanum árið 2010. Gaman er að horfa á stuttmyndina núna fimmtán árum síðar og sjá hvernig úr varð heil gamanþáttaröð. Þó formið sé lengra er hugmyndin sú sama: miðaldra auðnuleysingi sem eyðir dögum sínum í fótboltatölvuleiknum Football Manager fær óvænt þjálfarastöðu hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti. Mikil gróska hefur verið undanfarin ár í gerð gamanþátta sem fjalla um þjálfara sem gengur brösuglega í starfi. Þar má nefna bandarísku þættina Ted Lasso sem fjalla um síglaða Kanannsem verður þjálfari bresks liðs og hina norsku Heimebane sem fjalla um kvenkyns þjálfara hjá karlaliði. Hérlendis fengu handboltaþættirnir Afturelding góðar viðtökur og mér skilst að fái framhaldslíf með annarri seríu. Will Still hefur þjálfað Reims, Lens og Southampton. Mér varð líka hugsað til nýlegra frétta af mönnum sem nýttu reynslu sína í Football Manager hjá alvöru fótboltaliðum. Belgíski aðstoðarþjálfarinn Will Still varð óvænt þjálfari belgíska liðsins Lierse aðeins 24 ára gamall en hann þakkaði FM fyrir að hafa vakið áhuga sinn á þjálfun. Hinn serbneski Andrej Pavlovic fékk starf sem greinandi neðrideildarliðsins FK Bežanija eftir að hafa gert liðið að serbneskum meisturum tíu ár í röð í tölvuleiknum. Við Íslendingar fengum svo reyndar okkar eigin sögu af FM-spilara sem varð þjálfari þegar Orri Fannar Þórissyni varð ráðinn þjálfari Knattspyrnufélags Vesturbæjar í fyrra. Hann komst í heimspressuna þegar kom í ljós að hann hafði eytt átta prósentum ævi sinnar í tölvuleiknum. Ég var nokkuð spenntur fyrir Brjáni enda hefur Sigurjón Kjartansson komið að ýmsu góðu gríni gegnum árin og er Dóri Gylfa sömuleiðis verulega vanmetinn grínleikari. Knattspyrnufélagið Þróttur fannst mér sömuleiðis sniðugur kandídat í grínþætti af nokkrum ástæðum. Félagið var stofnað 1949 en hefur aldrei orðið Íslandsmeistari í fótbolta, hvorki í karla- né kvennaflokki. Konurnar hafa verið ofarlega í efstu deild undanfarin ár en karlaliðið varið mestum tíma í næstefstu deild. Björgólfur Takefusa skoraði tíu mörk sumarið 2003.Úrklippa úr DV Frægt er þegar karlalið Þróttar var efst eftir fyrri hluta mótsins árið 2003 en endaði á að falla með skömm. Undanfarin ár hefur liðið verið uppnefnt „project nothing“ í hlaðvörpum og núna í sumar gerði liðið sig líklegt til að fara upp um deild en koxaði á lykilstundu (um svipað leyti og þættirnar hófu göngu sína). Slagorð liðsins er eins og samið fyrir lið sem ætlar sér ekki að vinna heldur bara tóra: „Lifi Þróttur“. Með öðrum orðum er liðið fullkominn vettvangur fyrir sögu um lítilmagna. Brjáni gefinn séns Brjánn var einu sinni efnilegur fótboltamaður en býr í dag heima hjá móður sinni, Matthildi (Önnu Kristínu), vinnur hjá fjölskyldufyrirtækinu, heildsölu sem selur hárvörur, og eyðir tíma sínum í að spila Football Manager og mæta á leiki hjá Þrótti. Plakat þáttanna með helstu persónum. Móðirin hefur gúdderaða auðnuleysi sonarins í mörg ár og litli bróðirinn Hreinn (Steindi Jr) er svo mikil rola að hann þorir ekki að takast á við Brján, öðru starfsfólki til mikillar gremju. Hreinn er jafnundirgefin eiginkonu sinni, Alexöndru (Ragnhildur Steinunn), sem gerir reglulega lítið úr honum. Eina manneskja fjölskyldunnar sem er ekki alveg meðvirk með Brjáni er yngsta systkinið, Hrönn (Karen Björg). Hér er efni í spennandi disfúnksjónal fjölskyldu og ýmsir möguleikar á átökum. Þau eru þó furðulítil og aðallega á yfirborðinu. Eftir áralanga lognmollu og iðjuleysi verða vendingar í lífi Brjáns þegar þjálfari karlaliðs Þróttar er rekinn vegna yfirvofandi falls liðsins. Gamla kempan Erlingur (Sigurður Sigurjónsson) er ráðinn þjálfari liðsins og hann fær Brján til liðs við sig sem aðstoðarþjálfari. Eftir óvænta uppákomu endar Brjánn hins vegar sem aðalþjálfari og þarf að taka á honum stóra sínum. Samhliða þessum stóra þræði eru tveir smærri aukaþræðir, Hreinn þarf að halda hárvörusýningu hjá fjölskyldufyrirtækinu og Hrönn fer að grúska í fortíð Brjáns og rannsaka hvað gerðist sem batt endi á feril hans. Við þurfum að tala um Brján Eftir forvitnilega byrjun og persónugallerý sem geymir spennandi karaktera dettur botninn úr þættinum. Brjánn fremur höfuðsynd grínþátta: hann er ekki nógu fyndinn. Kringumstæðurnar eru skondnar og inn á milli koma ágætis brandarar en þeir eru bara of fáir til að áhorfið sé þess virði. Oft og tíðum fannst mér hreinlega ekkert vera að gerast, senur sem hvorki bættu við persónusköpun, ýtti framvindunni áfram né fengu mann til að hlæja. Miðað við botnlausa reynslu Sigurjóns Kjartanssonar af frumlegu og óhefluðu gríni kemur manni á óvart hvað tónninn er flatur og hvað fáir sénsar eru teknir í gríninu. Kára Árnasyni bregður stuttlega fyrir í þáttunum. Brjánn er sömuleiðis spennandi karakter á blaði en útfærslan virkilega daufleg. Erfiðleikar hans við þjálfun liðsins eru ekki það miklir að maður finni til meðaumkunar með honum, hann er ekki nógu erfiður til að gera stemminguna óþægilega eins og Larry David-karakter né er hann nógu hlægilegur til að maður geti hlegið að honum sem fígúru. Hann er bara frekar leiðinlegur gaur. Kómedíur geta samt gengið þó grínið sé takmarkað. En þá þurfa persónurnar að vera hrífandi eða framvindan að vera spennandi. Tvennt á að halda okkur við efnið: annars vegar rannsókn systurinnar Hrannar á því sem kom fyrir Brján þegar hann var ungur og hins vegar úrslit lokaleiksins við Val sem Eggert Atlason (Hilmir Snær), sem á að hafa slasað Brján, þjálfar. Litla fjölskyldan í Laugardalnum. Mér var of sama um Brján sem persónu til að vera spenntur fyrir fortíðinni og því sem gerðist í raun og veru. Hann er ekki nógu margslunginn, beyglaður eða breyskur til að maður hugsi: Hvað kom eiginlega fyrir? Lokaleikurinn er síðan ekki nægilega vel undirbyggður. Hér hefði verið ærið tilefni til að fá samtöl milli Brjáns og Eggerts, rifja upp gamlar deilur og búa til núning. Það er ekki gert. Ef áhorfendur fá enga sérstaka ástæða til að halda með liðinu eða þjálfaranum til hvers ættu þeir þá að horfa. Persónusköpun Brjáns situr líka á hakanum því þræðir Hreins og Hrannar þurfa pláss. Frekar en að vera bitastæð persona er Hrönn fyrst og fremst tannhjól í frásögninni, hún gerir lítið annað en að komast á snoðir um fortíð Brjáns. Hreinn er eiginlega skemmtilegasti karakterinn í seríunni. Hreinn er margslungnari, algjör meðvirknissjúklingur, kóar með Brjáni og leyfir konu sinni að tala niður til sín. Steindi er frábær í hlutverkinu. Þráður Hreins gengur út á framkvæmd hárvörusýningar fyrirtækisins. Þorir hann að vera eigin herra og taka stjórnina? Hvað hann varðar finnst mér þó vera ákveðið glatað tækifæri. Dýnamíkin milli Hreins og eiginkonunnar Alexöndru er fyndin og óþægileg. Ég hefði bara viljað meira af því og að gengið væri lengra. En það er ekkert farið mjög djúpt og vandamálin leyst fullauðveldlega. Manni verður sömuleiðis ljóst þegar líður á seinni hluta seríunnar að markmiðið er að gera feel-good fjölskylduþætti. Nú ætla ég að spilla stóra leyndarmálinu: Brjánn hætti ekki í fótbolta af því hann meiddist alvarlega heldur af því hann var svo kvíðinn. Upp kemst um að Brjánn hafi verið að ljúga í öll þessi ár, honum er hent úr liðinu og hann verður sér til mikillar skammar. Hann lokar sig aftur inni í herbergi til að spila Football Manager. En síðan breytist þátturinn úr gríni í eitthvað valdeflandi fræðsluefni fyrir unga fótboltamenn. Skilaboðin eru: Það er í lagi að vera kvíðinn en það er mikilvægt að tala um tilfinningar sínar. Ég er ekki ósammála því en þetta er frekar óspennandi sjónvarp. Síðan kemur lokaleikurinn og það er bundin falleg slaufa á öll fyrirliggjandi vandamál og allt endar vel, jibbýkóla. Brjánn ræður aðstoðarþjálfarann Freydísi, sem hann heldur reyndar að heiti allt annað.Sýn Þannig að ég get ekki sagt að sagan af Brjáni hafi heillað mig upp úr skónum. Annað sem ég verð að kvarta yfir, er fótboltahluti þáttanna. Þó það sé þungamiðjan er fótboltinn nánast alveg fjarverandi. Við sjáum örstutt brot úr tveimur leikjum og svo reglulegar æfingar. Á þessum æfingum eru yfirleitt bara svona átta leikmenn og svo er bara einn leikmaður á bekknum þegar við sjáum varamannabekk liðsins. Væntanlega er hér verið að spara, allavega hvað myndefnið af leikjunum varðar. En hitt finnst mér vera lélegt, yfirleitt eru tuttugu plús leikmenn á æfingum og þú verður alltaf að vera með fullmannaðan varamannabekk. Svona smáatriði eru í sjálfu sér nauðaómerkileg en þegar það safnast saman þá fer manni að líða eins og menn hafi ekki lagt allt sitt í framleiðsluna. Niðurstaða: Rétt eins og sjálf aðalpersóna nær Brjánn aldrei þeim hæðum sem hann lofaði í byrjun. Meðalmennska plagar þættina, brandararnir eru ekki nógu margir og sagan er of óspennandi til að halda manni við efnið. Gagnrýni Magnúsar Jochums Brjánn Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. 12. september 2025 07:07 Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Sex þátta serían Brjánn hóf göngu sína á Sýn+ í september og lauk fyrir skömmu. Halldór Gylfason fer með aðalhlutverkið en einnig leika í þáttunum Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi jr.), Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og fleiri góðir. Sigurjón Kjartansson, sem er þekktastur fyrir grín og handritsskrif, leikstýrir Brjáni en hann hefur áður leikstýrt átta þáttum af Fóstbræðrum kringum aldamót og kvikmyndinni Fullu húsi í fyrra. Handrit þáttanna skrifa þau Sólmundur Hólm, sem skrifaði Ice Guys og Jarðarförina mína, og Karen Björg Þorsteinsdóttir sem hefur áður skrifað Venjulegt fólk, Kennarastofuna og Útilegu, en þau fara jafnframt með aukahlutverk í þáttunum. Lítilmagninn í Laugardal Hugmyndin að Brjáni byggir á stuttmynd sem Erlingur Jack Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður Þróttar og kvikmyndaframleiðandi, gerði í kvikmyndaskólanum árið 2010. Gaman er að horfa á stuttmyndina núna fimmtán árum síðar og sjá hvernig úr varð heil gamanþáttaröð. Þó formið sé lengra er hugmyndin sú sama: miðaldra auðnuleysingi sem eyðir dögum sínum í fótboltatölvuleiknum Football Manager fær óvænt þjálfarastöðu hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti. Mikil gróska hefur verið undanfarin ár í gerð gamanþátta sem fjalla um þjálfara sem gengur brösuglega í starfi. Þar má nefna bandarísku þættina Ted Lasso sem fjalla um síglaða Kanannsem verður þjálfari bresks liðs og hina norsku Heimebane sem fjalla um kvenkyns þjálfara hjá karlaliði. Hérlendis fengu handboltaþættirnir Afturelding góðar viðtökur og mér skilst að fái framhaldslíf með annarri seríu. Will Still hefur þjálfað Reims, Lens og Southampton. Mér varð líka hugsað til nýlegra frétta af mönnum sem nýttu reynslu sína í Football Manager hjá alvöru fótboltaliðum. Belgíski aðstoðarþjálfarinn Will Still varð óvænt þjálfari belgíska liðsins Lierse aðeins 24 ára gamall en hann þakkaði FM fyrir að hafa vakið áhuga sinn á þjálfun. Hinn serbneski Andrej Pavlovic fékk starf sem greinandi neðrideildarliðsins FK Bežanija eftir að hafa gert liðið að serbneskum meisturum tíu ár í röð í tölvuleiknum. Við Íslendingar fengum svo reyndar okkar eigin sögu af FM-spilara sem varð þjálfari þegar Orri Fannar Þórissyni varð ráðinn þjálfari Knattspyrnufélags Vesturbæjar í fyrra. Hann komst í heimspressuna þegar kom í ljós að hann hafði eytt átta prósentum ævi sinnar í tölvuleiknum. Ég var nokkuð spenntur fyrir Brjáni enda hefur Sigurjón Kjartansson komið að ýmsu góðu gríni gegnum árin og er Dóri Gylfa sömuleiðis verulega vanmetinn grínleikari. Knattspyrnufélagið Þróttur fannst mér sömuleiðis sniðugur kandídat í grínþætti af nokkrum ástæðum. Félagið var stofnað 1949 en hefur aldrei orðið Íslandsmeistari í fótbolta, hvorki í karla- né kvennaflokki. Konurnar hafa verið ofarlega í efstu deild undanfarin ár en karlaliðið varið mestum tíma í næstefstu deild. Björgólfur Takefusa skoraði tíu mörk sumarið 2003.Úrklippa úr DV Frægt er þegar karlalið Þróttar var efst eftir fyrri hluta mótsins árið 2003 en endaði á að falla með skömm. Undanfarin ár hefur liðið verið uppnefnt „project nothing“ í hlaðvörpum og núna í sumar gerði liðið sig líklegt til að fara upp um deild en koxaði á lykilstundu (um svipað leyti og þættirnar hófu göngu sína). Slagorð liðsins er eins og samið fyrir lið sem ætlar sér ekki að vinna heldur bara tóra: „Lifi Þróttur“. Með öðrum orðum er liðið fullkominn vettvangur fyrir sögu um lítilmagna. Brjáni gefinn séns Brjánn var einu sinni efnilegur fótboltamaður en býr í dag heima hjá móður sinni, Matthildi (Önnu Kristínu), vinnur hjá fjölskyldufyrirtækinu, heildsölu sem selur hárvörur, og eyðir tíma sínum í að spila Football Manager og mæta á leiki hjá Þrótti. Plakat þáttanna með helstu persónum. Móðirin hefur gúdderaða auðnuleysi sonarins í mörg ár og litli bróðirinn Hreinn (Steindi Jr) er svo mikil rola að hann þorir ekki að takast á við Brján, öðru starfsfólki til mikillar gremju. Hreinn er jafnundirgefin eiginkonu sinni, Alexöndru (Ragnhildur Steinunn), sem gerir reglulega lítið úr honum. Eina manneskja fjölskyldunnar sem er ekki alveg meðvirk með Brjáni er yngsta systkinið, Hrönn (Karen Björg). Hér er efni í spennandi disfúnksjónal fjölskyldu og ýmsir möguleikar á átökum. Þau eru þó furðulítil og aðallega á yfirborðinu. Eftir áralanga lognmollu og iðjuleysi verða vendingar í lífi Brjáns þegar þjálfari karlaliðs Þróttar er rekinn vegna yfirvofandi falls liðsins. Gamla kempan Erlingur (Sigurður Sigurjónsson) er ráðinn þjálfari liðsins og hann fær Brján til liðs við sig sem aðstoðarþjálfari. Eftir óvænta uppákomu endar Brjánn hins vegar sem aðalþjálfari og þarf að taka á honum stóra sínum. Samhliða þessum stóra þræði eru tveir smærri aukaþræðir, Hreinn þarf að halda hárvörusýningu hjá fjölskyldufyrirtækinu og Hrönn fer að grúska í fortíð Brjáns og rannsaka hvað gerðist sem batt endi á feril hans. Við þurfum að tala um Brján Eftir forvitnilega byrjun og persónugallerý sem geymir spennandi karaktera dettur botninn úr þættinum. Brjánn fremur höfuðsynd grínþátta: hann er ekki nógu fyndinn. Kringumstæðurnar eru skondnar og inn á milli koma ágætis brandarar en þeir eru bara of fáir til að áhorfið sé þess virði. Oft og tíðum fannst mér hreinlega ekkert vera að gerast, senur sem hvorki bættu við persónusköpun, ýtti framvindunni áfram né fengu mann til að hlæja. Miðað við botnlausa reynslu Sigurjóns Kjartanssonar af frumlegu og óhefluðu gríni kemur manni á óvart hvað tónninn er flatur og hvað fáir sénsar eru teknir í gríninu. Kára Árnasyni bregður stuttlega fyrir í þáttunum. Brjánn er sömuleiðis spennandi karakter á blaði en útfærslan virkilega daufleg. Erfiðleikar hans við þjálfun liðsins eru ekki það miklir að maður finni til meðaumkunar með honum, hann er ekki nógu erfiður til að gera stemminguna óþægilega eins og Larry David-karakter né er hann nógu hlægilegur til að maður geti hlegið að honum sem fígúru. Hann er bara frekar leiðinlegur gaur. Kómedíur geta samt gengið þó grínið sé takmarkað. En þá þurfa persónurnar að vera hrífandi eða framvindan að vera spennandi. Tvennt á að halda okkur við efnið: annars vegar rannsókn systurinnar Hrannar á því sem kom fyrir Brján þegar hann var ungur og hins vegar úrslit lokaleiksins við Val sem Eggert Atlason (Hilmir Snær), sem á að hafa slasað Brján, þjálfar. Litla fjölskyldan í Laugardalnum. Mér var of sama um Brján sem persónu til að vera spenntur fyrir fortíðinni og því sem gerðist í raun og veru. Hann er ekki nógu margslunginn, beyglaður eða breyskur til að maður hugsi: Hvað kom eiginlega fyrir? Lokaleikurinn er síðan ekki nægilega vel undirbyggður. Hér hefði verið ærið tilefni til að fá samtöl milli Brjáns og Eggerts, rifja upp gamlar deilur og búa til núning. Það er ekki gert. Ef áhorfendur fá enga sérstaka ástæða til að halda með liðinu eða þjálfaranum til hvers ættu þeir þá að horfa. Persónusköpun Brjáns situr líka á hakanum því þræðir Hreins og Hrannar þurfa pláss. Frekar en að vera bitastæð persona er Hrönn fyrst og fremst tannhjól í frásögninni, hún gerir lítið annað en að komast á snoðir um fortíð Brjáns. Hreinn er eiginlega skemmtilegasti karakterinn í seríunni. Hreinn er margslungnari, algjör meðvirknissjúklingur, kóar með Brjáni og leyfir konu sinni að tala niður til sín. Steindi er frábær í hlutverkinu. Þráður Hreins gengur út á framkvæmd hárvörusýningar fyrirtækisins. Þorir hann að vera eigin herra og taka stjórnina? Hvað hann varðar finnst mér þó vera ákveðið glatað tækifæri. Dýnamíkin milli Hreins og eiginkonunnar Alexöndru er fyndin og óþægileg. Ég hefði bara viljað meira af því og að gengið væri lengra. En það er ekkert farið mjög djúpt og vandamálin leyst fullauðveldlega. Manni verður sömuleiðis ljóst þegar líður á seinni hluta seríunnar að markmiðið er að gera feel-good fjölskylduþætti. Nú ætla ég að spilla stóra leyndarmálinu: Brjánn hætti ekki í fótbolta af því hann meiddist alvarlega heldur af því hann var svo kvíðinn. Upp kemst um að Brjánn hafi verið að ljúga í öll þessi ár, honum er hent úr liðinu og hann verður sér til mikillar skammar. Hann lokar sig aftur inni í herbergi til að spila Football Manager. En síðan breytist þátturinn úr gríni í eitthvað valdeflandi fræðsluefni fyrir unga fótboltamenn. Skilaboðin eru: Það er í lagi að vera kvíðinn en það er mikilvægt að tala um tilfinningar sínar. Ég er ekki ósammála því en þetta er frekar óspennandi sjónvarp. Síðan kemur lokaleikurinn og það er bundin falleg slaufa á öll fyrirliggjandi vandamál og allt endar vel, jibbýkóla. Brjánn ræður aðstoðarþjálfarann Freydísi, sem hann heldur reyndar að heiti allt annað.Sýn Þannig að ég get ekki sagt að sagan af Brjáni hafi heillað mig upp úr skónum. Annað sem ég verð að kvarta yfir, er fótboltahluti þáttanna. Þó það sé þungamiðjan er fótboltinn nánast alveg fjarverandi. Við sjáum örstutt brot úr tveimur leikjum og svo reglulegar æfingar. Á þessum æfingum eru yfirleitt bara svona átta leikmenn og svo er bara einn leikmaður á bekknum þegar við sjáum varamannabekk liðsins. Væntanlega er hér verið að spara, allavega hvað myndefnið af leikjunum varðar. En hitt finnst mér vera lélegt, yfirleitt eru tuttugu plús leikmenn á æfingum og þú verður alltaf að vera með fullmannaðan varamannabekk. Svona smáatriði eru í sjálfu sér nauðaómerkileg en þegar það safnast saman þá fer manni að líða eins og menn hafi ekki lagt allt sitt í framleiðsluna. Niðurstaða: Rétt eins og sjálf aðalpersóna nær Brjánn aldrei þeim hæðum sem hann lofaði í byrjun. Meðalmennska plagar þættina, brandararnir eru ekki nógu margir og sagan er of óspennandi til að halda manni við efnið.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Brjánn Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. 12. september 2025 07:07 Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Barnaefni fyrir fullorðna Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. 12. september 2025 07:07
Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00
Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01