Sport

Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hin sautján ára gamla Jewel Gannon elskar að hlaupa en það er bara eitt vandamál við það.
Hin sautján ára gamla Jewel Gannon elskar að hlaupa en það er bara eitt vandamál við það. @gannonjewel

Þau eru mörg vandamálin sem íþróttafólk þarf að glíma við en fá eru óvenjulegri en hjá táningsstelpu frá Suður-Dakóta-fylki í Bandaríkjunum.

Jewel Gannon er sautján ára víðavangshlaupari sem glímir við afar sérstakt vandamál. Hún klárar hlaupin sín með stæl en vandræðin byrja fyrst þegar hún kemur yfir marklínuna.

Það líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark í hlaupunum sínum.

Í fyrra féll hún átján sinnum í yfirlið eftir hlaup.

Læknar komust síðar að því að hún er með POTS-sjúkdóminn sem veldur svima og hröðum hjartslætti.

Jewel er ekkert á því að láta þetta vandamál stoppa sig og núna biður hún fólk að standa nálægt marklínunni til að grípa hana í markinu þegar hún fellur í yfirlið.

Gannon segist elska það að hlaupa meira en allt annað þótt líkami hennar segi aðra sögu.

Læknfræðilega skýringin er að það sé vegna sjaldgæfrar lækkunar á blóðþrýstingi og súrefnisinntöku eftir mikla áreynslu.

Líkami hennar leyfir henni að fara yfir mörk sín og svo hrynur allt skyndilega. Þetta er ekki þreyta heldur eru þetta taugaviðbrögð sem loka líkamanum niður til að vernda hann.

Þrátt fyrir þetta neitar Gannon að hætta að hlaupa. Hún hefur þjálfað sig til að þekkja merkin og hún jafnar sig vanalega mjög fljótt.

Hvert hlaup er barátta milli ástríðu og líffræði. Ákveðni hennar er sönnun þess að sumir eru byggðir öðruvísi. Líkaminn hefur sig kannski en andinn gerir það aldrei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×