80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti 30. október 2025 10:40 Einar Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Málmsteypu Þorgríms sem hlaut vottunina Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Anton Brink Málmsteypa Þorgríms Jónssonar er rótgróið fyrirtæki sem hefur verið hluti af íslenskum iðnaði í rúmlega áttatíu ár. Fyrirtækið, hefur þróast úr litlum fjölskyldurekstri í tæknivædda iðnverksmiðju sem framleiðir járnvörur fyrir stóriðju og sveitarfélög um land allt. Málmsteypan fagnar viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Úr litlum skúr í Laugarnesi að iðnaðarframleiðslu Saga fyrirtækisins byggir á frumkvæði Jóns Jónssonar og syni hans Þorgríms á stríðsárunum en þeir brugðust við skorti á innfluttum vörum með því að hefja framleiðslu sjálfir. „Aðflutningskeðjur til landsins rofnuðu í stríðinu svo feðgarnir smíðuðu ofn og fóru að bræða málma og steypa búsáhöld og eitt og annað sem þurfti á þessum tíma. Þeir byrjuðu vinnsluna í litlum skúr í Laugarnesinu,“ segir Einar Rögnvaldsson framkvæmdastjóri. „Árið 1973 flutti fyrirtækið upp á Höfða í húsnæði sem þótti þá gríðarlega stórt en um aldamótin var ráðist í byggingu á núverandi húsnæði, helmingi stærra en uppi á Höfða. Um það leyti hófst einnig innflutningur á fráveituefni, brunnum, rörum og fleyru til að styðja við framleiðsluna. Sá hluti starfseminnar hefur stækkað mikið síðustu árin, en í dag erum við leiðandi aðili í fráveitu á Íslandi og er sá hluti í raunorðinn stærri hluti en málmsteypan. Þetta hefur verið ágætis vöxtur í rúmlega áttatíu ár.“ Málmsteypa Þorgríms bræðir 600 tonn af brotajárni á ári en gæti brætt miklu meira. Anton Brink Fjölskyldufyrirtæki með sterkan grunn Synir Þorgríms tóku með tíð og tíma við rekstrinum og stýrðu fyrirtækinu allt fram til ársins 2020, þegar fjárfestingarsjóðurinn Alfa Framtak keypti meirihluta. Einar tók við sem framkvæmdastjóri 2022 og hóf þá markvissa endurskipulagningu. Fimmtán manns starfa hjá Málmsteypunni og Einar leggur mikla áherslu á teymisanda og gagnsæ samskipti. „Í fjölskyldufyrirtækjum er gjarnan sterkur grunnur og mikil samkennd meðal starfsfólks sem er góður efniviður til að byggja á. En oft staðna fjölskyldufyrirtæki sem skapar aðstæður þar sem fagfjárfestar geta komið inn með fjármagn sem gera stjórnendum kleift að koma félaginu í nútímann hraðar en ella “ segir Einar. „Við fórum í umtalsverðar fjárfestingar á nýjum búnaði, endurskipalagningu á ferlum og stórbættum gæðamál. Við gerðum þetta hratt og örugglega, en án þess að missa samkenndina og fjölskulduandann. Það var mikilvægt að fólk fyndi að við værum áfram í þessu saman en jafnframt að við værum að þróast í takt við tímann. Ég reyni alltaf að upplýsa starfsfólkið um hvernig gengur, það eykur ábyrgðartilfinningu og samstöðu að finna að fólk er hluti af liðsheild. Af virðingu við söguna og fjölskylduna sem stofnaði fyrirtækið vildi ég heldur ekki breyta nafninu, þó meirihluti starfseminnar snúist um plast frekar en málm,“ segir Einar, framleiðslugeta málmsteypunnar sé þó umtalsvert meiri en eftirspurnin sé í dag en stefnubreytingu þurfi hjá stjórnvöldum til að hámarka afköstin að sögn Einars. Vottunin Framúrskarandi fyrirtæki þýðir að Málmsteypa Þorgríms er sterkur aðili á markaðnum.Anton Brink Geta framleitt miklu meira ef brotajárn væri nýtt innanlands „Við bræðum um 600 tonn af brotajárni á ári hjá okkur en Ísland flytur út allt að 70 þúsund tonn af brotajárni á ári. Það er frekar öfugsnúið þegar við gætum nýtt hráefnið hér innanlands,“ segir Einar og bendir á umhverfislegan ávinning.„Við notum íslenska raforku meðan ofnar til dæmis í Asíu eru kynntir með kolum eða olíu og kolefnisfótsporið hjá okkur er 10–16 sinnum lægra en þar. Eins lúta framleiðendur þar ekki sömu kröfumþegar kemur að aðbúnaði starfsfólks eða umhverfismálum,“ segir Einar. Einnig þurfi að horfa til þess að halda þekkingunni við. „Ef við myndum loka járnsteypunni hjá okkur þá er þetta of sérhæft til að einhver hafi tök á að opna þetta aftur.“Anton Brink „Málmsteypan varð til þegar aðflutningskeðjur rofnuðu til landsins og það getur allt eins gerst aftur, við erum nýbúin að upplifa heimsfaraldur og nú eru stríð í gangi í Evrópu. Það væri skynsamlegt fyrir Ísland að halda svona starfsemi við til að tryggja sjálfbærni og framleiðslugetu landsins. Við þurfum að hugsa um að halda í þá færni sem enn er til staðar. Ef við myndum loka járnsteypunni hjá okkur þá er þetta of sérhæft til að einhver hafi tök á að opna þetta aftur. Við erum síðasti geirfuglinn í þessum bransa,“ segir Einar. Sjálfbærni og vöruþróun En þó erfitt sé að keppa við innfluttar vörur segir Einar þó ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að sjálfbærni fyrirtækja og viðskiptum. „Margir horfa í kolefnissporið og versla við okkur beinlínis af þeirri ástæðu. Við notum járn sem fellur til innanlands, og í sumum tilvikum steypum við vörur fyrir fyrirtæki sem selja okkur brotajárnið. Tvö af álverunum á landinu kaupa af okkur vörur sem við framleiðum úr brotajárni frá þeim sjálfum,“ segir Einar. Við höfum einnig þróað nýjar vörur, meðal annars doppuhellur úr járni fyrir sjóndapra sem settar eru í gangstíga. Járnið endist margfalt lengur en steinsteypa og hentar því íslenskum aðstæðum vel. Þá höfum við einnig bætt hjá okkur innviði og tókum t.d. inn hugbúnað til að halda utan um lagerstöðu og innkaup að réttar vörur séu til á réttum tímum og höfum fjárfest fyrir milljónir í að endurnýja bæði framleiðslubúnað til að létta líkamlega vinnu og afsogskerfi og annað til að minnka ryk. Anton Hafdísarson, fjármála- og markaðsstjóri Málmsteypunnar við fráveiturör. Nýlega gerðum samstarfssamning við ISOPLUS, einn stærsta framleiðanda á hitaveituefni í Evrópu, og flytjum þá inn hitaveituefni. Við erum að færa okkur inn á þann markað einnig svo það er mikið í gangi hjá okkur,“ segir Einar. Vottunin skiptir máli Málmsteypan hefur hlotið vottunina Framúrskarandi fyrirtæki 2025 hjá Creditinfo. Einar segir viðurkenninguna merki um að fyrirtækið standi á traustum grunni. „Það er góð viðurkenning á að við séum að gera rétta hluti og séum sterkur aðili á markaðnum. Bæði höfum við flaggað þessari viðurkenningu við birgja erlendis sem finnst þetta góður árangur og gerðum það til dæmis þegar við vorum að fá Isoplus í samstarf. Þessi viðurkenning hefur einnig mikið að segja hér innanlands, með henni sjá viðskiptavinir okkar að við erum ábyrgur og sterkur aðili til að eiga viðskipti við. Við höfum verið hér í 80 ár, og ég vill að fyrirtækið standa hér áfram í að minnsta kosti 80 ár til viðbótar,“ segir Einar. Þessi grein er unnin í samstarfi við Málmsteypu Þorgríms. Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira
Úr litlum skúr í Laugarnesi að iðnaðarframleiðslu Saga fyrirtækisins byggir á frumkvæði Jóns Jónssonar og syni hans Þorgríms á stríðsárunum en þeir brugðust við skorti á innfluttum vörum með því að hefja framleiðslu sjálfir. „Aðflutningskeðjur til landsins rofnuðu í stríðinu svo feðgarnir smíðuðu ofn og fóru að bræða málma og steypa búsáhöld og eitt og annað sem þurfti á þessum tíma. Þeir byrjuðu vinnsluna í litlum skúr í Laugarnesinu,“ segir Einar Rögnvaldsson framkvæmdastjóri. „Árið 1973 flutti fyrirtækið upp á Höfða í húsnæði sem þótti þá gríðarlega stórt en um aldamótin var ráðist í byggingu á núverandi húsnæði, helmingi stærra en uppi á Höfða. Um það leyti hófst einnig innflutningur á fráveituefni, brunnum, rörum og fleyru til að styðja við framleiðsluna. Sá hluti starfseminnar hefur stækkað mikið síðustu árin, en í dag erum við leiðandi aðili í fráveitu á Íslandi og er sá hluti í raunorðinn stærri hluti en málmsteypan. Þetta hefur verið ágætis vöxtur í rúmlega áttatíu ár.“ Málmsteypa Þorgríms bræðir 600 tonn af brotajárni á ári en gæti brætt miklu meira. Anton Brink Fjölskyldufyrirtæki með sterkan grunn Synir Þorgríms tóku með tíð og tíma við rekstrinum og stýrðu fyrirtækinu allt fram til ársins 2020, þegar fjárfestingarsjóðurinn Alfa Framtak keypti meirihluta. Einar tók við sem framkvæmdastjóri 2022 og hóf þá markvissa endurskipulagningu. Fimmtán manns starfa hjá Málmsteypunni og Einar leggur mikla áherslu á teymisanda og gagnsæ samskipti. „Í fjölskyldufyrirtækjum er gjarnan sterkur grunnur og mikil samkennd meðal starfsfólks sem er góður efniviður til að byggja á. En oft staðna fjölskyldufyrirtæki sem skapar aðstæður þar sem fagfjárfestar geta komið inn með fjármagn sem gera stjórnendum kleift að koma félaginu í nútímann hraðar en ella “ segir Einar. „Við fórum í umtalsverðar fjárfestingar á nýjum búnaði, endurskipalagningu á ferlum og stórbættum gæðamál. Við gerðum þetta hratt og örugglega, en án þess að missa samkenndina og fjölskulduandann. Það var mikilvægt að fólk fyndi að við værum áfram í þessu saman en jafnframt að við værum að þróast í takt við tímann. Ég reyni alltaf að upplýsa starfsfólkið um hvernig gengur, það eykur ábyrgðartilfinningu og samstöðu að finna að fólk er hluti af liðsheild. Af virðingu við söguna og fjölskylduna sem stofnaði fyrirtækið vildi ég heldur ekki breyta nafninu, þó meirihluti starfseminnar snúist um plast frekar en málm,“ segir Einar, framleiðslugeta málmsteypunnar sé þó umtalsvert meiri en eftirspurnin sé í dag en stefnubreytingu þurfi hjá stjórnvöldum til að hámarka afköstin að sögn Einars. Vottunin Framúrskarandi fyrirtæki þýðir að Málmsteypa Þorgríms er sterkur aðili á markaðnum.Anton Brink Geta framleitt miklu meira ef brotajárn væri nýtt innanlands „Við bræðum um 600 tonn af brotajárni á ári hjá okkur en Ísland flytur út allt að 70 þúsund tonn af brotajárni á ári. Það er frekar öfugsnúið þegar við gætum nýtt hráefnið hér innanlands,“ segir Einar og bendir á umhverfislegan ávinning.„Við notum íslenska raforku meðan ofnar til dæmis í Asíu eru kynntir með kolum eða olíu og kolefnisfótsporið hjá okkur er 10–16 sinnum lægra en þar. Eins lúta framleiðendur þar ekki sömu kröfumþegar kemur að aðbúnaði starfsfólks eða umhverfismálum,“ segir Einar. Einnig þurfi að horfa til þess að halda þekkingunni við. „Ef við myndum loka járnsteypunni hjá okkur þá er þetta of sérhæft til að einhver hafi tök á að opna þetta aftur.“Anton Brink „Málmsteypan varð til þegar aðflutningskeðjur rofnuðu til landsins og það getur allt eins gerst aftur, við erum nýbúin að upplifa heimsfaraldur og nú eru stríð í gangi í Evrópu. Það væri skynsamlegt fyrir Ísland að halda svona starfsemi við til að tryggja sjálfbærni og framleiðslugetu landsins. Við þurfum að hugsa um að halda í þá færni sem enn er til staðar. Ef við myndum loka járnsteypunni hjá okkur þá er þetta of sérhæft til að einhver hafi tök á að opna þetta aftur. Við erum síðasti geirfuglinn í þessum bransa,“ segir Einar. Sjálfbærni og vöruþróun En þó erfitt sé að keppa við innfluttar vörur segir Einar þó ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að sjálfbærni fyrirtækja og viðskiptum. „Margir horfa í kolefnissporið og versla við okkur beinlínis af þeirri ástæðu. Við notum járn sem fellur til innanlands, og í sumum tilvikum steypum við vörur fyrir fyrirtæki sem selja okkur brotajárnið. Tvö af álverunum á landinu kaupa af okkur vörur sem við framleiðum úr brotajárni frá þeim sjálfum,“ segir Einar. Við höfum einnig þróað nýjar vörur, meðal annars doppuhellur úr járni fyrir sjóndapra sem settar eru í gangstíga. Járnið endist margfalt lengur en steinsteypa og hentar því íslenskum aðstæðum vel. Þá höfum við einnig bætt hjá okkur innviði og tókum t.d. inn hugbúnað til að halda utan um lagerstöðu og innkaup að réttar vörur séu til á réttum tímum og höfum fjárfest fyrir milljónir í að endurnýja bæði framleiðslubúnað til að létta líkamlega vinnu og afsogskerfi og annað til að minnka ryk. Anton Hafdísarson, fjármála- og markaðsstjóri Málmsteypunnar við fráveiturör. Nýlega gerðum samstarfssamning við ISOPLUS, einn stærsta framleiðanda á hitaveituefni í Evrópu, og flytjum þá inn hitaveituefni. Við erum að færa okkur inn á þann markað einnig svo það er mikið í gangi hjá okkur,“ segir Einar. Vottunin skiptir máli Málmsteypan hefur hlotið vottunina Framúrskarandi fyrirtæki 2025 hjá Creditinfo. Einar segir viðurkenninguna merki um að fyrirtækið standi á traustum grunni. „Það er góð viðurkenning á að við séum að gera rétta hluti og séum sterkur aðili á markaðnum. Bæði höfum við flaggað þessari viðurkenningu við birgja erlendis sem finnst þetta góður árangur og gerðum það til dæmis þegar við vorum að fá Isoplus í samstarf. Þessi viðurkenning hefur einnig mikið að segja hér innanlands, með henni sjá viðskiptavinir okkar að við erum ábyrgur og sterkur aðili til að eiga viðskipti við. Við höfum verið hér í 80 ár, og ég vill að fyrirtækið standa hér áfram í að minnsta kosti 80 ár til viðbótar,“ segir Einar. Þessi grein er unnin í samstarfi við Málmsteypu Þorgríms.
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira