Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar 30. október 2025 10:30 Það er fátt annað sem kemst að í undirmeðvitundinni en hvernig við viljum byggja upp samfélagið, sem síðan skilar sér upp á yfirborðið. Einnig hvernig sum samfélög ná að viðhalda sterku andrúmslofti þar sem innviðir, úrræði og menning eru með þeim hætti að allir finna að þeir séu velkomnir og geti vaxið og dafnað í samræmi við heildina. Þetta þekkist í litlum samfélögum þar sem allir standa með hvor öðrum þannig að ekkert barn finnur fyrir því að það sé skilið útundan. Það er eins og sameiginleg hugsun og þráður saumist í gegnum taugakerfið: að hér tökum við utan um alla eða höfum það ofarlega í huga – þannig slær hjarta samfélagsins. Rannsóknir á seiglu (Bardsley, Chen, Owens, Gluckman og Spoonley, 2021) hafa sýnt að samfélög sem hugsa með þessum hætti sýna sterkari vísbendingar um að ala af sér seigara og heilbrigðara fólk út í lífið. Hvað einkennir þessi samfélög? Þættir sem koma fram eru traust, tilheyra, einkenni og samvinna. Þetta skapar sjálfsmynd samfélagsins og reynast þessir þættir sérstaklega vel þegar mikið liggur undir. Heimsmyndin hefur þróast hratt og má segja að róstusamir tímar séu nú uppi. Við verðum stöðugt vitni að ófriðarbáli sem virðist fara vaxandi og ætla ekkert að minnka, ef horft er til átakanna víðsvegar. Ísland er engin undantekning – enda virðist sumum umhugað um að skapa óreiðu til að þjóna ákveðnum hagsmunum. Þarna má spyrja sig: Hverjir hagnast á því að ástand sé óreiðukennt? Af hverju er það skapað? Saga mannkyns sýnir að þegar samfélög ná miklu jafnvægi varðandi réttindi, vellíðan og velferð, fara oft af stað öfl sem vilja fremur ófremdarástand. Því upplýstari sem samfélag verður, því auðveldara er að komast að sannleikanum. Eins og þegar vatn er tært sjáum við dýpra niður, en um leið og því er hrært verður sýnin óskýrari. Samfélag verður aldrei sterkara en það hvernig það hugar að manneskjunni og leyfir henni að þroskast í allri sinni mynd. Sjálfsmynd samfélagsins Öll höfum við sögu að segja um okkar samfélag. Ef myndin sem við höfum af því er dökk og dræm, þá mótast viðhorf okkar í samræmi við það. En ef sagan er björt og jákvæð, flytjum við þá hugmynd út og vinnum eftir henni allt okkar líf. Ég þekki fólk sem hefur ekkert jákvætt að segja um sitt samfélag – tilfinningin var eins og það skipti engu máli – og viðhorf þess mótast í takt við það. Síðan þekki ég sögur af samfélögum þar sem fólk skiptir máli, þar sem auðvelt er að draga fram hið jákvæða í frásögninni. Ég hef sögu af slíku samfélagi. Ég ólst upp í Njarðvík þar sem fjárhagslegar þrengingar mínar höfðu engin áhrif á það hvort ég gat verið þátttakandi. Ég gat bæði æft körfubolta og verið félagslega virkur. Ég man að ég fann aldrei fyrir því að ég væri ekki velkominn – skilningur á velferð minni og vellíðan virtist felast í mikilli samkennd og samvinnu. Þættirnir sem koma fram í seiglurannsóknum rúmast innan þessarar upplifunar: traust, tilheyra, einkenni og samvinna. Þetta er litapalletta samfélagsins – málverkið sem hangir uppi í minni minningum. Árangur Samfélagið í Njarðvík var mótað af árangri sem lá eins og þráður í gegnum alla starfsemi.Samkvæmt Nútímamálsorðabók er árangur „niðurstaða af starfi eða verki“. Dæmi: Samvinna er lykillinn að árangri (Nútímamálsorðabók, e.d.). Þetta tengist beint körfuboltanum – Njarðvík hefur oft verið kölluð „Mekka körfuboltans“. Bikararnir komu heim með reglulegu millibili, en á bak við það lá mikil vinna og þrautseigja. Að verða vitni að þessu á sínum tíma hafði djúp áhrif á mig, því árangur skapar sigurvissu: sama hvað kemur upp á, þá get ég yfirstigið það. Árangur elur einnig af sér úthald, sigurvilja og seiglu. Flestir trúðu því að þeir myndu verða sigurvegarar í lífinu – hvort sem það væri í íþróttum eða öðru. Þessi trú bergmálaði um samfélagið. Við sáum körfuboltamenn í hæsta gæðaflokki viku eftir viku gera það sem okkur dreymdi um að gera – spila undir rafmagnaðri stemningu þar sem andrúmsloftið var svo þétt að auðveldlega hefði verið hægt að leggja kaffibollann á loftið. Skilningur Ekkert samfélag getur þrifist án skilnings. Hér er átt við skilning á því að aðstæður fólks geta verið ólíkar og ástæður að baki einnig.Samkvæmt Nútímamálsorðabók merkir skilningur „að skilja eitthvað; næmleiki á það sem er sagt og gert“. Dæmi: Mæta skilningi (Nútímamálsorðabók, e.d.). Þessi hugsun var rík í Njarðvík. Þar var tekið mið af sögu hvers og eins þegar metið var hvernig mætti bregðast við. Þótt fátækt, áföll, ofbeldi, afbrot og vímuefni væru til staðar, var ekki litið á börn sem fórnarlömb aðstæðna sinna, heldur sem einstaklinga með möguleika á að breyta og vaxa. Þannig náði skilningurinn djúpt og vítt um svæðið. Þegar ég horfi til baka, finnst mér samfélagið hafa haft eðlislægan skilning á mannlegri sálarlíffræði – nánast eins og það hafi ósjálfrátt tileinkað sér þekkingu úr sálgreiningu. Samkennd Hvernig samfélagið bregst við fólki sínu hefur mikið að segja um hvernig einstaklingarnir koma út úr því.Samkvæmt Nútímamálsorðabók merkir samkennd „geta til að setja sig í spor annars“. Sum samfélög virka eins og þau hafi sameiginlegt taugakerfi – eins og sagt er á ensku: wired and fired together. Þar er ekki ætlast til að allir séu eins, heldur að allir hafi manneskjulega nálgun gagnvart viðfangsefnum samfélagsins. Í Njarðvík fannst sem allir fyndu til með hverjum og einum. Ef einhverjum leið illa, var brugðist við því með virkum hætti og úrræðum. Í mínu tilfelli var félagsmiðstöðin Fjörheimar eins konar griðastaður – þar komu börn úr öllum stéttum saman, sköpuðu stundir og minningar. Slíkur samastaður skiptir miklu máli og eflir samkennd. Seigla Hvernig staðið er að árangri, skilningi og samkennd verður samasemmerki fyrir seiglu.Samkvæmt Nútímamálsorðabók merkir seigla „geta til úthalds“. Hugtakið á rætur að rekja til eftirstríðsáranna, þegar rannsakað var hvernig fólk og börn aðlöguðust nýjum aðstæðum eftir rústir seinni heimsstyrjaldarinnar. Þeir sem gátu fundið merkingu og jákvætt hugarfar í erfiðum aðstæðum sýndu seiglu. Samfélagið í Njarðvík var ríkt af seiglu. Margir börðust við ýmsar hindranir en náðu samt að yfirstíga þær. Þannig skapaðist samvitund og sameiginlegt viðhorf til lífsbaráttunnar – sem varð innblástur fyrir marga. Hvernig byggjum við upp sterkt samfélag? Til að skilja þetta betur er rétt að spyrja: Hvernig eru samfélög í dag?Þau hafa tekið miklum breytingum. Tæknin þróast hratt, upplýsingar flæða stöðugt og ef þú missir úr einn eða tvo daga finnst þér þú vera „út úr hringnum“. Þetta skapar óvissu og tilfinningu um að ekki sé nægilega fylgst með hvað virkar og hvað ekki. Einstaklingshyggja hefur fengið meiri fótfestu. Sumir lifa í yfirflæði munaðar, meðan aðrir reyna einfaldlega að hafa þak yfir höfðinu, rafmagn, vatn og mat. Fyrir marga hefur þátttaka í íþróttum eða tómstundum orðið að forréttindum. Félagsmiðstöðvar hafa víða minnkað umsvif sín, og mörg börn kynnast nú félagsfærni og forvörnum fyrst og fremst í gegnum skólann. Skólinn hefur orðið að miðju samfélagsins – hornstein þar sem börn upplifa sjálfsmynd samfélagsins í formi einkenna, samvinnu, tilheyra og trausts. Skólinn ber nú einnig meiri ábyrgð en áður – hann sinnir ekki aðeins námi, heldur einnig félagslegum, sálrænum og líkamlegum þáttum barna, og stundum fjölskylduþáttum. En hvernig byggjum við sterkt samfélag þegar árangur og tengsl eru orðin svo einangruð? Reynslan frá Njarðvík sýnir að þegar margir þættir tengjast – skólinn, íþróttirnar, félagsmiðstöðin – þá verður auðveldara að skilja, tengjast og byggja upp. Innviðir, úrræði og menning vinna saman að því að efla einstaklinginn og heildina. Áföll og áskoranir Foreldrar og börn hafa á síðustu áratugum upplifað tvö stór samfélagsleg áföll: bankahrunið og Covid. Slík áföll skilja eftir sig djúp spor, valda óvissu og grafa undan trausti. Eftir bankahrunið jókst álag – vímuefnaneysla, afbrot og ofbeldi – sem leiddi til aukinna geðrænna vandamála og sjálfsvíga. Samhliða þessu hefur tækniþróun skapað nýtt ástand þar sem börn fá skammvinna ánægju í gegnum skjái og samfélagsmiðla. Dópamínflæði sem áður var náttúrulegt er nú oft gervivakið, sem leiðir til aukinnar ósjálfstæðis og kvíða.Samkvæmt Maté (2022) hafa sálfræðingar og taugafræðingar bent á hvernig þessi gerviáhrif dópamíns geta haft neikvæð áhrif á sálræna heilsu barna. Niðurlag Í ljósi rannsókna og reynslu má segja að sjálfsmynd samfélags þurfi að einkennast af árangri, skilningi, samkennd og seiglu.Samvinna og stuðningur við alla skipta máli – sá stuðningur kemur margfalt til baka. Þannig upplifa flestir að þeir tilheyri og traust byggist upp sem verður traustur grunnur fyrir framtíðina. Sterkt samfélag þarf að hafa innviði, úrræði og menningu sem tengjast skólum, íþróttum, félagsmiðstöðvum og öðrum samfélagslegum þáttum. Ef þessi gildi – árangur, skilningur, samkennd og seigla – eru höfð að leiðarljósi, eru minni líkur á að samfélagið glati sjálfsmynd sinni.Þá verður það geymt en ekki gleymt. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir Bardsley, A., Chen, A., Owens, R., Gluckman, P., & Spoonley, P. (2021). Societal Resilience and Cohesion: Identifying Contributing Factors and Their Interactions. University of Auckland: New Zealand. Maté, G., & Maté, D. (2022). The Myth of Normal: Trauma, Illness, and Healing in a Toxic Culture. Nútímamálsorðabók. (e.d.). Sótt 27. október af Íslensk Nútímamálsorðabók Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt annað sem kemst að í undirmeðvitundinni en hvernig við viljum byggja upp samfélagið, sem síðan skilar sér upp á yfirborðið. Einnig hvernig sum samfélög ná að viðhalda sterku andrúmslofti þar sem innviðir, úrræði og menning eru með þeim hætti að allir finna að þeir séu velkomnir og geti vaxið og dafnað í samræmi við heildina. Þetta þekkist í litlum samfélögum þar sem allir standa með hvor öðrum þannig að ekkert barn finnur fyrir því að það sé skilið útundan. Það er eins og sameiginleg hugsun og þráður saumist í gegnum taugakerfið: að hér tökum við utan um alla eða höfum það ofarlega í huga – þannig slær hjarta samfélagsins. Rannsóknir á seiglu (Bardsley, Chen, Owens, Gluckman og Spoonley, 2021) hafa sýnt að samfélög sem hugsa með þessum hætti sýna sterkari vísbendingar um að ala af sér seigara og heilbrigðara fólk út í lífið. Hvað einkennir þessi samfélög? Þættir sem koma fram eru traust, tilheyra, einkenni og samvinna. Þetta skapar sjálfsmynd samfélagsins og reynast þessir þættir sérstaklega vel þegar mikið liggur undir. Heimsmyndin hefur þróast hratt og má segja að róstusamir tímar séu nú uppi. Við verðum stöðugt vitni að ófriðarbáli sem virðist fara vaxandi og ætla ekkert að minnka, ef horft er til átakanna víðsvegar. Ísland er engin undantekning – enda virðist sumum umhugað um að skapa óreiðu til að þjóna ákveðnum hagsmunum. Þarna má spyrja sig: Hverjir hagnast á því að ástand sé óreiðukennt? Af hverju er það skapað? Saga mannkyns sýnir að þegar samfélög ná miklu jafnvægi varðandi réttindi, vellíðan og velferð, fara oft af stað öfl sem vilja fremur ófremdarástand. Því upplýstari sem samfélag verður, því auðveldara er að komast að sannleikanum. Eins og þegar vatn er tært sjáum við dýpra niður, en um leið og því er hrært verður sýnin óskýrari. Samfélag verður aldrei sterkara en það hvernig það hugar að manneskjunni og leyfir henni að þroskast í allri sinni mynd. Sjálfsmynd samfélagsins Öll höfum við sögu að segja um okkar samfélag. Ef myndin sem við höfum af því er dökk og dræm, þá mótast viðhorf okkar í samræmi við það. En ef sagan er björt og jákvæð, flytjum við þá hugmynd út og vinnum eftir henni allt okkar líf. Ég þekki fólk sem hefur ekkert jákvætt að segja um sitt samfélag – tilfinningin var eins og það skipti engu máli – og viðhorf þess mótast í takt við það. Síðan þekki ég sögur af samfélögum þar sem fólk skiptir máli, þar sem auðvelt er að draga fram hið jákvæða í frásögninni. Ég hef sögu af slíku samfélagi. Ég ólst upp í Njarðvík þar sem fjárhagslegar þrengingar mínar höfðu engin áhrif á það hvort ég gat verið þátttakandi. Ég gat bæði æft körfubolta og verið félagslega virkur. Ég man að ég fann aldrei fyrir því að ég væri ekki velkominn – skilningur á velferð minni og vellíðan virtist felast í mikilli samkennd og samvinnu. Þættirnir sem koma fram í seiglurannsóknum rúmast innan þessarar upplifunar: traust, tilheyra, einkenni og samvinna. Þetta er litapalletta samfélagsins – málverkið sem hangir uppi í minni minningum. Árangur Samfélagið í Njarðvík var mótað af árangri sem lá eins og þráður í gegnum alla starfsemi.Samkvæmt Nútímamálsorðabók er árangur „niðurstaða af starfi eða verki“. Dæmi: Samvinna er lykillinn að árangri (Nútímamálsorðabók, e.d.). Þetta tengist beint körfuboltanum – Njarðvík hefur oft verið kölluð „Mekka körfuboltans“. Bikararnir komu heim með reglulegu millibili, en á bak við það lá mikil vinna og þrautseigja. Að verða vitni að þessu á sínum tíma hafði djúp áhrif á mig, því árangur skapar sigurvissu: sama hvað kemur upp á, þá get ég yfirstigið það. Árangur elur einnig af sér úthald, sigurvilja og seiglu. Flestir trúðu því að þeir myndu verða sigurvegarar í lífinu – hvort sem það væri í íþróttum eða öðru. Þessi trú bergmálaði um samfélagið. Við sáum körfuboltamenn í hæsta gæðaflokki viku eftir viku gera það sem okkur dreymdi um að gera – spila undir rafmagnaðri stemningu þar sem andrúmsloftið var svo þétt að auðveldlega hefði verið hægt að leggja kaffibollann á loftið. Skilningur Ekkert samfélag getur þrifist án skilnings. Hér er átt við skilning á því að aðstæður fólks geta verið ólíkar og ástæður að baki einnig.Samkvæmt Nútímamálsorðabók merkir skilningur „að skilja eitthvað; næmleiki á það sem er sagt og gert“. Dæmi: Mæta skilningi (Nútímamálsorðabók, e.d.). Þessi hugsun var rík í Njarðvík. Þar var tekið mið af sögu hvers og eins þegar metið var hvernig mætti bregðast við. Þótt fátækt, áföll, ofbeldi, afbrot og vímuefni væru til staðar, var ekki litið á börn sem fórnarlömb aðstæðna sinna, heldur sem einstaklinga með möguleika á að breyta og vaxa. Þannig náði skilningurinn djúpt og vítt um svæðið. Þegar ég horfi til baka, finnst mér samfélagið hafa haft eðlislægan skilning á mannlegri sálarlíffræði – nánast eins og það hafi ósjálfrátt tileinkað sér þekkingu úr sálgreiningu. Samkennd Hvernig samfélagið bregst við fólki sínu hefur mikið að segja um hvernig einstaklingarnir koma út úr því.Samkvæmt Nútímamálsorðabók merkir samkennd „geta til að setja sig í spor annars“. Sum samfélög virka eins og þau hafi sameiginlegt taugakerfi – eins og sagt er á ensku: wired and fired together. Þar er ekki ætlast til að allir séu eins, heldur að allir hafi manneskjulega nálgun gagnvart viðfangsefnum samfélagsins. Í Njarðvík fannst sem allir fyndu til með hverjum og einum. Ef einhverjum leið illa, var brugðist við því með virkum hætti og úrræðum. Í mínu tilfelli var félagsmiðstöðin Fjörheimar eins konar griðastaður – þar komu börn úr öllum stéttum saman, sköpuðu stundir og minningar. Slíkur samastaður skiptir miklu máli og eflir samkennd. Seigla Hvernig staðið er að árangri, skilningi og samkennd verður samasemmerki fyrir seiglu.Samkvæmt Nútímamálsorðabók merkir seigla „geta til úthalds“. Hugtakið á rætur að rekja til eftirstríðsáranna, þegar rannsakað var hvernig fólk og börn aðlöguðust nýjum aðstæðum eftir rústir seinni heimsstyrjaldarinnar. Þeir sem gátu fundið merkingu og jákvætt hugarfar í erfiðum aðstæðum sýndu seiglu. Samfélagið í Njarðvík var ríkt af seiglu. Margir börðust við ýmsar hindranir en náðu samt að yfirstíga þær. Þannig skapaðist samvitund og sameiginlegt viðhorf til lífsbaráttunnar – sem varð innblástur fyrir marga. Hvernig byggjum við upp sterkt samfélag? Til að skilja þetta betur er rétt að spyrja: Hvernig eru samfélög í dag?Þau hafa tekið miklum breytingum. Tæknin þróast hratt, upplýsingar flæða stöðugt og ef þú missir úr einn eða tvo daga finnst þér þú vera „út úr hringnum“. Þetta skapar óvissu og tilfinningu um að ekki sé nægilega fylgst með hvað virkar og hvað ekki. Einstaklingshyggja hefur fengið meiri fótfestu. Sumir lifa í yfirflæði munaðar, meðan aðrir reyna einfaldlega að hafa þak yfir höfðinu, rafmagn, vatn og mat. Fyrir marga hefur þátttaka í íþróttum eða tómstundum orðið að forréttindum. Félagsmiðstöðvar hafa víða minnkað umsvif sín, og mörg börn kynnast nú félagsfærni og forvörnum fyrst og fremst í gegnum skólann. Skólinn hefur orðið að miðju samfélagsins – hornstein þar sem börn upplifa sjálfsmynd samfélagsins í formi einkenna, samvinnu, tilheyra og trausts. Skólinn ber nú einnig meiri ábyrgð en áður – hann sinnir ekki aðeins námi, heldur einnig félagslegum, sálrænum og líkamlegum þáttum barna, og stundum fjölskylduþáttum. En hvernig byggjum við sterkt samfélag þegar árangur og tengsl eru orðin svo einangruð? Reynslan frá Njarðvík sýnir að þegar margir þættir tengjast – skólinn, íþróttirnar, félagsmiðstöðin – þá verður auðveldara að skilja, tengjast og byggja upp. Innviðir, úrræði og menning vinna saman að því að efla einstaklinginn og heildina. Áföll og áskoranir Foreldrar og börn hafa á síðustu áratugum upplifað tvö stór samfélagsleg áföll: bankahrunið og Covid. Slík áföll skilja eftir sig djúp spor, valda óvissu og grafa undan trausti. Eftir bankahrunið jókst álag – vímuefnaneysla, afbrot og ofbeldi – sem leiddi til aukinna geðrænna vandamála og sjálfsvíga. Samhliða þessu hefur tækniþróun skapað nýtt ástand þar sem börn fá skammvinna ánægju í gegnum skjái og samfélagsmiðla. Dópamínflæði sem áður var náttúrulegt er nú oft gervivakið, sem leiðir til aukinnar ósjálfstæðis og kvíða.Samkvæmt Maté (2022) hafa sálfræðingar og taugafræðingar bent á hvernig þessi gerviáhrif dópamíns geta haft neikvæð áhrif á sálræna heilsu barna. Niðurlag Í ljósi rannsókna og reynslu má segja að sjálfsmynd samfélags þurfi að einkennast af árangri, skilningi, samkennd og seiglu.Samvinna og stuðningur við alla skipta máli – sá stuðningur kemur margfalt til baka. Þannig upplifa flestir að þeir tilheyri og traust byggist upp sem verður traustur grunnur fyrir framtíðina. Sterkt samfélag þarf að hafa innviði, úrræði og menningu sem tengjast skólum, íþróttum, félagsmiðstöðvum og öðrum samfélagslegum þáttum. Ef þessi gildi – árangur, skilningur, samkennd og seigla – eru höfð að leiðarljósi, eru minni líkur á að samfélagið glati sjálfsmynd sinni.Þá verður það geymt en ekki gleymt. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir Bardsley, A., Chen, A., Owens, R., Gluckman, P., & Spoonley, P. (2021). Societal Resilience and Cohesion: Identifying Contributing Factors and Their Interactions. University of Auckland: New Zealand. Maté, G., & Maté, D. (2022). The Myth of Normal: Trauma, Illness, and Healing in a Toxic Culture. Nútímamálsorðabók. (e.d.). Sótt 27. október af Íslensk Nútímamálsorðabók
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun