Fótbolti

Emelía inn­siglaði sigurinn og liðið á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emelía Óskarsdóttir hafði ástæðu til að brosa í dag.
Emelía Óskarsdóttir hafði ástæðu til að brosa í dag. @hbkogewomen

Íslenski framherjinn Emelía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður og gulltryggði sannfærandi sigur HB Koge í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

HB Koge vann Kolding 6-1 og er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð og sá tíundi í ellefu leikjum á leiktíðinni. Liðið er heldur betur líklegt til afreka á þessari leiktíð.

Hin nítján ára gamla Emelía er að koma til baka eftir erfið hnémeiðsli og það var gaman að sjá hana komast á blað í þessum flotta sigri.

Þetta var fyrsta deildarmark Emelíu síðan hún kom til baka eftir krossbandsslitin en hún hafði átt eina stoðsendingu í tveimur fyrstu leikjunum.

Markið skoraði hún á 69. mínútu en hin mörkin skoruðu þær Nadia Nadim 2 (á 6. mínútu og 90.+1 mínútu), Mille Gejl (á 29. mínútu), Cassandra Korhonen (á 50. mínútu) og Rikke Marie Madsen (á 54. mínútu).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×