Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar 2. nóvember 2025 07:02 Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun