Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar 2. nóvember 2025 08:01 Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES) eiga sæti í the European Strategic Energy Technology (SET) Plan. Tilgangur SET Plan er að samrýma rannsóknir og þróun (R&Þ) á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku í Evrópulöndum, sem og styrki og fjármögnun fyrir slík verkefni. Þannig styður SET Plan við loftslagsmarkmið Evrópu og bætir samkeppnishæfni heimsálfunnar í þróun og framleiðslu á tækni sem tengist hreinni orku. Einnig skapar SET Plan vettvang fyrir samstarf milli opinberra stofnanna, einkageirans, og rannsóknarstofnanna, og auðveldar nýtingu R&Þ styrkja fyrir hreinar orkulausnir. Evrópa hefur dregist aftur þegar kemur að R&Þ á tækni og nýsköpun, meðan Kína og Bandaríkin leiða á því sviði. Það er varhugaverð þróun og hefur áhrif á orkuöryggi í Evrópu. Heimsfaraldur og stríðsrekstur síðustu ára undirstrika mikilvægi þess að þjóðir hafi aðgang að staðbundinni og sjálfbærri orku, en eins og staðan er í dag reiða mörg ríki Evrópu sig á innflutta orku eða innflutta íhluti til að framleiða orku. Ísland hefur ekki átt fulltrúa í SET Plan um nokkurt skeið, og þar með ekki nýtt tækifærið til að hafa áhrif á stefnu og fjárveitingar í R&Þ á orkutengdri tækni. Ísland hefur notið góðs af evrópskum styrkjum, t.d. Horizon og LIFE styrkjum ESB, þar sem stórum fjárhæðum hefur verið varið í alþjóðleg samstarfsverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í. GEORG rannsóknarklasi í jarðhita hefur tekið þátt í mörgum slíkum verkefnum, þar á meðal „GEOTHERM FORA“ verkefninu sem hlaut veglegan styrk frá ESB, en verkefnið veitir GEORG fjármagn til að reka skrifstofu (e. secretariat) fyrir SET Plan vinnuhóp um jarðhita (e. Geothermal Implementation Working Group), sem er öflugur vettvangur evrópskra ríkja, rannsókna stofnanna, og einkageirans á sviði jarðhita. Ég hvet hér með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að tilnefna fulltrúa Íslands í SET Plan Steering Committee til að auka vægi Íslands í evrópskri samvinnu á sviði orkumála. Höfundur er verkefnastjóri hjá GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES) eiga sæti í the European Strategic Energy Technology (SET) Plan. Tilgangur SET Plan er að samrýma rannsóknir og þróun (R&Þ) á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku í Evrópulöndum, sem og styrki og fjármögnun fyrir slík verkefni. Þannig styður SET Plan við loftslagsmarkmið Evrópu og bætir samkeppnishæfni heimsálfunnar í þróun og framleiðslu á tækni sem tengist hreinni orku. Einnig skapar SET Plan vettvang fyrir samstarf milli opinberra stofnanna, einkageirans, og rannsóknarstofnanna, og auðveldar nýtingu R&Þ styrkja fyrir hreinar orkulausnir. Evrópa hefur dregist aftur þegar kemur að R&Þ á tækni og nýsköpun, meðan Kína og Bandaríkin leiða á því sviði. Það er varhugaverð þróun og hefur áhrif á orkuöryggi í Evrópu. Heimsfaraldur og stríðsrekstur síðustu ára undirstrika mikilvægi þess að þjóðir hafi aðgang að staðbundinni og sjálfbærri orku, en eins og staðan er í dag reiða mörg ríki Evrópu sig á innflutta orku eða innflutta íhluti til að framleiða orku. Ísland hefur ekki átt fulltrúa í SET Plan um nokkurt skeið, og þar með ekki nýtt tækifærið til að hafa áhrif á stefnu og fjárveitingar í R&Þ á orkutengdri tækni. Ísland hefur notið góðs af evrópskum styrkjum, t.d. Horizon og LIFE styrkjum ESB, þar sem stórum fjárhæðum hefur verið varið í alþjóðleg samstarfsverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í. GEORG rannsóknarklasi í jarðhita hefur tekið þátt í mörgum slíkum verkefnum, þar á meðal „GEOTHERM FORA“ verkefninu sem hlaut veglegan styrk frá ESB, en verkefnið veitir GEORG fjármagn til að reka skrifstofu (e. secretariat) fyrir SET Plan vinnuhóp um jarðhita (e. Geothermal Implementation Working Group), sem er öflugur vettvangur evrópskra ríkja, rannsókna stofnanna, og einkageirans á sviði jarðhita. Ég hvet hér með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að tilnefna fulltrúa Íslands í SET Plan Steering Committee til að auka vægi Íslands í evrópskri samvinnu á sviði orkumála. Höfundur er verkefnastjóri hjá GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og varaþingmaður Viðreisnar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar