Níu í lífshættu eftir stunguárásina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. nóvember 2025 08:00 Lestin við Huntingdon lestarstöðina. AP Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær. Samkvæmt frétt BBC réðust mennirnir tveir að tíu farþegum um borð í lestinni klukkan 18:25 að staðartíma. Lestin var á leið frá Doncaster til hinnar fjölförnu King's Cross lestarstöðvar í Lundúnum. Lögreglu bárust tilkynningar og símtöl frá öðrum farþegum um borð um 19:40. Lestin var svo stöðvuð í Huntingdon í Cambridge-skíri, þar sem lögreglumenn fóru um borð. Klukkan 21:45 tilkynnti bæjarstjóri Cambridge-skíris að tveir menn hefðu verið handteknir. Fram kemur í frétt BBC að hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar sé meðal þeirra sem rannsaka málið. Héldu að um hrekkjavökugrín væri að ræða Olly Foster, eitt vitni um borð í lestinni, sagði við BBC að þegar hann heyrði fólk um borð hrópa „hlaupið, hlaupið, það er maður að stinga alla,“ hefði hann haldið að um hrekkjavökugrín væri að ræða. Svo hafi fólk byrjað að troða sér í gegnum vagninn, og hann hafi hann tekið eftir því að hendin hans væri útötuð í blóði, vegna þess að hann hafði hallað sér upp að blóðugu sæti. Hann segir frá því að eldri maður hafi komið í veg fyrir að annar árásarmaðurinn hefði stungið unga stelpu, en maðurinn hafi slasast á hálsi og hausnum. Farþegar hafi reynt að nota föt sín til að minnka blæðingar. Blóðugir farþegar að detta hver um annan Í frétt Telegraph er sagt frá því að vitni hafi reynt að fela sig inni á klósettum, en aðstæður hafi verið skelfilegar og algjör ringulreið hafi ríkt í lestinni. Farþegar hafi margir verið útataðir í blóði og mikill troðningur hafi myndast þar sem fólk var að reyna flýja. Farþegar hafi dottið hver um annan og sumir lent undir troðningnum. Vitni á lestarstöðinni sögðu frá manni þar með stóran hníf, sem lögreglan á að hafa handtekið og notað til þess rafbyssu. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásin sé mikið áhyggjuefni. Hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. The appalling incident on a train near Huntingdon is deeply concerning.My thoughts are with all those affected, and my thanks go to the emergency services for their response.Anyone in the area should follow the advice of the police.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) November 1, 2025 Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC réðust mennirnir tveir að tíu farþegum um borð í lestinni klukkan 18:25 að staðartíma. Lestin var á leið frá Doncaster til hinnar fjölförnu King's Cross lestarstöðvar í Lundúnum. Lögreglu bárust tilkynningar og símtöl frá öðrum farþegum um borð um 19:40. Lestin var svo stöðvuð í Huntingdon í Cambridge-skíri, þar sem lögreglumenn fóru um borð. Klukkan 21:45 tilkynnti bæjarstjóri Cambridge-skíris að tveir menn hefðu verið handteknir. Fram kemur í frétt BBC að hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar sé meðal þeirra sem rannsaka málið. Héldu að um hrekkjavökugrín væri að ræða Olly Foster, eitt vitni um borð í lestinni, sagði við BBC að þegar hann heyrði fólk um borð hrópa „hlaupið, hlaupið, það er maður að stinga alla,“ hefði hann haldið að um hrekkjavökugrín væri að ræða. Svo hafi fólk byrjað að troða sér í gegnum vagninn, og hann hafi hann tekið eftir því að hendin hans væri útötuð í blóði, vegna þess að hann hafði hallað sér upp að blóðugu sæti. Hann segir frá því að eldri maður hafi komið í veg fyrir að annar árásarmaðurinn hefði stungið unga stelpu, en maðurinn hafi slasast á hálsi og hausnum. Farþegar hafi reynt að nota föt sín til að minnka blæðingar. Blóðugir farþegar að detta hver um annan Í frétt Telegraph er sagt frá því að vitni hafi reynt að fela sig inni á klósettum, en aðstæður hafi verið skelfilegar og algjör ringulreið hafi ríkt í lestinni. Farþegar hafi margir verið útataðir í blóði og mikill troðningur hafi myndast þar sem fólk var að reyna flýja. Farþegar hafi dottið hver um annan og sumir lent undir troðningnum. Vitni á lestarstöðinni sögðu frá manni þar með stóran hníf, sem lögreglan á að hafa handtekið og notað til þess rafbyssu. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásin sé mikið áhyggjuefni. Hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. The appalling incident on a train near Huntingdon is deeply concerning.My thoughts are with all those affected, and my thanks go to the emergency services for their response.Anyone in the area should follow the advice of the police.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) November 1, 2025
Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27